Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 11:53 Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013. Vísir/GVA Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira