Freyr: Var orðinn svolítið örvinglaður áður en ég sá ljósið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 09:45 Freyr Alexandersson kveðst mjög spenntur fyrir að fara með þetta lið á EM. vísir/anton brink Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, virtist vera kominn með álíka fastmótað landslið og strákarnir okkar þegar kom að byrjunarliðinu sínu og fyrstu varamönnum þegar undankeppni EM 2017 stóð yfir. Freyr spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu sem vann níu af tíu leikjum sínum og fékk aðeins á sig tvö mörk. Lífið var gott og nokkuð einfalt fyrir Frey og hans menn.Sjá einnig:Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi En á einu augabragði fóru leikmenn að hrúgast í meiðsli og markahæsti leikmaður undankeppninnar varð ólétt. Hún, ásamt tveimur lykilmönnum, eru tiltölulega nýkomnar aftur og verða í öðrum hlutverkum á EM og þá eru reynsluboltar eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir með slitið krossband. Ungstirni eins og Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni laumaði sér í staðinn inn í lokahópinn sem og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, sem á aðeins tvo landsleiki að baki. Margt hefur breyst á nokkrum mánuðum hjá landsliðinu. „Ef við hefðum staðið hérna og reynt að skrifa þetta handrit fyrir tólf mánuðum hefðum við sagt að þetta væri bara bull og ekkert af þessu myndi gerast. En þetta gerðist allt,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari sem viðurkennir að honum leist ekki á blikuna um tíma. „Það kom tímapunktur þar sem ég var svolítið örvinglaður og vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að halda utan um þetta en svo eftir verkefnið í apríl þá sá ég ljósið, þótt að ótrúlegt sé.“Sjá einnig:Harpa: Tek pressunni fagnandi Stelpurnar okkar unnu fínan sigur á Slóvakíu, 2-0, í apríl en fengu svo 4-0 skell á móti gestgjöfum Hollands í Doetinchem þar sem liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM. Þarna var útlitið ekki gott. „Þegar að maður fær eitthvað svona í andlitið og maður finnur takt sem er ekki alveg í takt. Þá fórum við í svakalega góða og djúpa vinnu um hvernig við vildum gera þetta,“ segir Freyr sem fékk miklu betri leiki frá landsliðinu í síðustu viku á móti Írlandi og Brasilíu. „Núna er ég orðinn ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við Evrópumótið með þeim hætti sem við sýndum hérna á móti Brasilíu og með þessa leikmenn. Hitt er búið og nú er nýtt upphaf,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30 Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, virtist vera kominn með álíka fastmótað landslið og strákarnir okkar þegar kom að byrjunarliðinu sínu og fyrstu varamönnum þegar undankeppni EM 2017 stóð yfir. Freyr spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu sem vann níu af tíu leikjum sínum og fékk aðeins á sig tvö mörk. Lífið var gott og nokkuð einfalt fyrir Frey og hans menn.Sjá einnig:Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi En á einu augabragði fóru leikmenn að hrúgast í meiðsli og markahæsti leikmaður undankeppninnar varð ólétt. Hún, ásamt tveimur lykilmönnum, eru tiltölulega nýkomnar aftur og verða í öðrum hlutverkum á EM og þá eru reynsluboltar eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir með slitið krossband. Ungstirni eins og Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni laumaði sér í staðinn inn í lokahópinn sem og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, sem á aðeins tvo landsleiki að baki. Margt hefur breyst á nokkrum mánuðum hjá landsliðinu. „Ef við hefðum staðið hérna og reynt að skrifa þetta handrit fyrir tólf mánuðum hefðum við sagt að þetta væri bara bull og ekkert af þessu myndi gerast. En þetta gerðist allt,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari sem viðurkennir að honum leist ekki á blikuna um tíma. „Það kom tímapunktur þar sem ég var svolítið örvinglaður og vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að halda utan um þetta en svo eftir verkefnið í apríl þá sá ég ljósið, þótt að ótrúlegt sé.“Sjá einnig:Harpa: Tek pressunni fagnandi Stelpurnar okkar unnu fínan sigur á Slóvakíu, 2-0, í apríl en fengu svo 4-0 skell á móti gestgjöfum Hollands í Doetinchem þar sem liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM. Þarna var útlitið ekki gott. „Þegar að maður fær eitthvað svona í andlitið og maður finnur takt sem er ekki alveg í takt. Þá fórum við í svakalega góða og djúpa vinnu um hvernig við vildum gera þetta,“ segir Freyr sem fékk miklu betri leiki frá landsliðinu í síðustu viku á móti Írlandi og Brasilíu. „Núna er ég orðinn ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við Evrópumótið með þeim hætti sem við sýndum hérna á móti Brasilíu og með þessa leikmenn. Hitt er búið og nú er nýtt upphaf,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30 Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30
Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti