Innlent

WOW Cyclothon: Peter Colijn sigraði í einstaklingsflokki

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Aldrei að vita nema Colijn skáli í kvöld fyrst hann fékk þessa fínu freyivínsflösku við endamarkið.
Aldrei að vita nema Colijn skáli í kvöld fyrst hann fékk þessa fínu freyivínsflösku við endamarkið. WOW/Hari
Bandaríkjamaðurinn Peter Colijn var fyrstur í einstaklingsflokki WOW Cyclothon í ár. Hann kom í mark klukkan 13:08 á tímanum 67:03:22. Þar með hefur honum tekist að hjóla um 1250 kílómetra, einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum.

Tveir keppendur eiga enn eftir að ljúka keppni í einstaklingsflokki. Jakub Dvorák nálgast nú Skógarfoss og Michael Glass er kominn fram hjá Kirkjubæjarklaustri.

Einn keppandi í einstaklingsflokki, Jón Óli Ólafsson, þurfti að ljúka keppni seint í gærkvöldi vegna veðurs en stormur var undir Vatnajökli í nótt. Ákvað Jón Óli að keyra að Krýsuvíkurvegi og taka endasprettinn hjólandi. Hann hjólaði í gegnum markið við Hvaleyrarvatnsveg kl. 11 í morgun.


Tengdar fréttir

Keppendur í WOW Cyclothon hjóluðu ofan í Hvalfjarðargöngin

Talsverðar umferðartafir urðu í Hvalfjarðargöngum í gærkvöldi þegar sex erlendir hjólreiðamenn í tveimur liðum í WOW Cyclothon keppninni hjóluðu ofan í göngin í trássi við bann þar sem þeir áttu að hjóla fyrir fjörðinn eins og aðrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×