Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Nordicphotos/AFP Samningstilboð Bretlands er snýr að réttindum Evrópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evrópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis- og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði tilboðið „ágætis byrjunarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.Nordicphotos/AFPÁ fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu annars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusambandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambandsríkja um tilboðið. Hins vegar viðurkenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umræddum málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusambandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne-Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Tilboðið er hvorki sanngjarnt né vandlega íhugað,“ sagði Donskoy. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Samningstilboð Bretlands er snýr að réttindum Evrópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evrópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis- og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði tilboðið „ágætis byrjunarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.Nordicphotos/AFPÁ fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu annars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusambandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambandsríkja um tilboðið. Hins vegar viðurkenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umræddum málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusambandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne-Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Tilboðið er hvorki sanngjarnt né vandlega íhugað,“ sagði Donskoy.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira