Trump sakar Obama um aðgerðarleysi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2017 23:30 Donald Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera "nornaveiðar“. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um aðgerðaleysi varðandi meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Trump segir að Obama hafi frétt af afskiptunum löngu fyrir kosningarnar sjálfar og „ekkert gert“. Ummæli Trump koma í kjölfar greinar bandaríska blaðsins Washington Post þar sem fram kemur að Obama hafi frétt af „beinni aðkomu“ Vladimír Pútín Rússlandsforseta af kosningunum í ágúst á síðasta ári, en kosningarnar voru haldnar í nóvember. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir í Bandaríkjunum á meintum afskiptum Rússa af kosningunum.Bein aðkoma Pútín Í grein Washington Post kemur fram að heimildarmenn Obama innan rússneska stjórnkerfisins hafi greint honum frá því að Pútín ætti aðkomu að tölvuherferð ætlaðri að trufla kosningarnar, skaða framboð Demókratans Hillary Clinton og hjálpa framboði Trump. Þar segir einnig að Obama og ráðgjafar hans hafi rætt fjölda möguleika til að refsa Rússum en að lokum ákveðið að grípa til táknrænna aðgerða. Þannig var 35 rússneskum embættismönnum vísað úr landi í desember síðastliðinn, mörgum vikum eftir kosningarnar. Obama hafi óttast að ef hann myndi grípa til aðgerða gegn Rússum væri hætta á að almenningur myndi líta svo á að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera „nornaveiðar“.Since the Obama Administration was told way before the 2016 Election that the Russians were meddling, why no action? Focus on them, not T!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2017 Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um aðgerðaleysi varðandi meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Trump segir að Obama hafi frétt af afskiptunum löngu fyrir kosningarnar sjálfar og „ekkert gert“. Ummæli Trump koma í kjölfar greinar bandaríska blaðsins Washington Post þar sem fram kemur að Obama hafi frétt af „beinni aðkomu“ Vladimír Pútín Rússlandsforseta af kosningunum í ágúst á síðasta ári, en kosningarnar voru haldnar í nóvember. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir í Bandaríkjunum á meintum afskiptum Rússa af kosningunum.Bein aðkoma Pútín Í grein Washington Post kemur fram að heimildarmenn Obama innan rússneska stjórnkerfisins hafi greint honum frá því að Pútín ætti aðkomu að tölvuherferð ætlaðri að trufla kosningarnar, skaða framboð Demókratans Hillary Clinton og hjálpa framboði Trump. Þar segir einnig að Obama og ráðgjafar hans hafi rætt fjölda möguleika til að refsa Rússum en að lokum ákveðið að grípa til táknrænna aðgerða. Þannig var 35 rússneskum embættismönnum vísað úr landi í desember síðastliðinn, mörgum vikum eftir kosningarnar. Obama hafi óttast að ef hann myndi grípa til aðgerða gegn Rússum væri hætta á að almenningur myndi líta svo á að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera „nornaveiðar“.Since the Obama Administration was told way before the 2016 Election that the Russians were meddling, why no action? Focus on them, not T!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2017
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira