Jarðarbúar bera lítið traust til Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2017 07:55 Trump ásamt öðrum þjóðarleiðtogum. Vísir/AFP Hin stutta forsetatíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur þegar gjörbreytt áliti heimsbyggðarinnar á Bandaríkjunum, ef marka má könnun Pew rannsóknarsetursins sem ræddi við rúmlega fjörutíu þúsund manns um allan heim og spurði álits á Bandaríkjunum og forsetanum. Slík könnun er gerð reglulega og í þetta skiptið versnaði álit fólks á Bandaríkjunum víðast hvar til muna, miðað við það þegar Barack Obama var forseti landsins. Aðeins í tveimur löndum gerðist það að álit fólks á Trump er jákvæðara en í garð Obama, það var í Ísrael og í Rússlandi. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra, bera hins vegar lítið sem ekkert traust til forsetans. Í ríkjum sem teljast bandamenn Bandaríkjanna hefur álit íbúa á forseta Bandaríkjanna lækkað mest. Til dæmis sögðust 86 prósent Þjóðverja bera traust til Obama, en einungis ellefu prósent bera traust til Trump. Þó gefa niðurstöður könnunarinnar í skyn að fólk telur að samband ríkja sinna við Bandaríkin muni ekki breytast á næstu árum.Stefnumál og persóna Trump óvinsæl Í niðurstöðum könnunarinnar segir að skortur á trausti til Trump byggi bæði á stefnumálum hans og persónu hans. Ætlun hans að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó er einkar óvinsæl og segjast rúmlega þrír fjórðu vera andsnúnir því. Hins vegar er andstaðan mest í Mexíkó þar sem 94 prósent eru á móti byggingu veggsins. Andstaðan er svipuð við stöðu Trump gagnvart viðskiptasamningum, Parísarsáttmálans og Múslimabannsins svokallaða. Þegar kemur að persónu forsetans segir meirihluti þeirra sem tóku þátt að hann sé hrokafullur, hann skorti umburðarlyndi og sé jafnvel hættulegur. Þrátt fyrir viðhorf heimsbúa til forsetans er viðhorfið til almennra Bandaríkjamanna enn jákvætt. Að meðaltali segjast 58 prósent sjá Bandaríkjamenn í jákvæðu ljósi.Merkel nýr leiðtogi frjálsa heimsins? Könnunin kannaði einnig viðhorf til fólks til annarra þjóðarleiðtoga í heiminum. Þar kemur Angela Merkel, kanslari Þýsklands, vel út. 42 prósent segjast sjá hana í jákvæðu ljósi og 31 prósent eru neikvæð gagnvart henni. Þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma ekki jafn vel út úr könnunni. 28 prósent sjá Jinping í jákvæðu ljósi og 27 prósent þegar kemur að Putin. Það sem vekur sérstaka athygli er að 60 prósent Evrópubúa sjá Merkel í jákvæðu ljósi og virðist hún sérstaklega vinsæl á vinstri væng stjórnmálanna þar. Þrátt fyrir að hún leiðir Kristilega demókrata, sem er hægri sinnaður flokkur.Global confidence in:Angela Merkel 42%Xi Jinping 28%Vladimir Putin 27%Donald Trump 22%https://t.co/RNG5t7Sw0P pic.twitter.com/e0VE9zKZNk— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 MAPS: How global confidence in Donald Trump compares with that of Barack Obama and George W. Bush https://t.co/fviOkXVnXh pic.twitter.com/YW4Nc71mpn— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 U.S. image suffers, but America still wins praise for its people, culture and civil liberties https://t.co/RdlI9XyvMm— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Hin stutta forsetatíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur þegar gjörbreytt áliti heimsbyggðarinnar á Bandaríkjunum, ef marka má könnun Pew rannsóknarsetursins sem ræddi við rúmlega fjörutíu þúsund manns um allan heim og spurði álits á Bandaríkjunum og forsetanum. Slík könnun er gerð reglulega og í þetta skiptið versnaði álit fólks á Bandaríkjunum víðast hvar til muna, miðað við það þegar Barack Obama var forseti landsins. Aðeins í tveimur löndum gerðist það að álit fólks á Trump er jákvæðara en í garð Obama, það var í Ísrael og í Rússlandi. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra, bera hins vegar lítið sem ekkert traust til forsetans. Í ríkjum sem teljast bandamenn Bandaríkjanna hefur álit íbúa á forseta Bandaríkjanna lækkað mest. Til dæmis sögðust 86 prósent Þjóðverja bera traust til Obama, en einungis ellefu prósent bera traust til Trump. Þó gefa niðurstöður könnunarinnar í skyn að fólk telur að samband ríkja sinna við Bandaríkin muni ekki breytast á næstu árum.Stefnumál og persóna Trump óvinsæl Í niðurstöðum könnunarinnar segir að skortur á trausti til Trump byggi bæði á stefnumálum hans og persónu hans. Ætlun hans að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó er einkar óvinsæl og segjast rúmlega þrír fjórðu vera andsnúnir því. Hins vegar er andstaðan mest í Mexíkó þar sem 94 prósent eru á móti byggingu veggsins. Andstaðan er svipuð við stöðu Trump gagnvart viðskiptasamningum, Parísarsáttmálans og Múslimabannsins svokallaða. Þegar kemur að persónu forsetans segir meirihluti þeirra sem tóku þátt að hann sé hrokafullur, hann skorti umburðarlyndi og sé jafnvel hættulegur. Þrátt fyrir viðhorf heimsbúa til forsetans er viðhorfið til almennra Bandaríkjamanna enn jákvætt. Að meðaltali segjast 58 prósent sjá Bandaríkjamenn í jákvæðu ljósi.Merkel nýr leiðtogi frjálsa heimsins? Könnunin kannaði einnig viðhorf til fólks til annarra þjóðarleiðtoga í heiminum. Þar kemur Angela Merkel, kanslari Þýsklands, vel út. 42 prósent segjast sjá hana í jákvæðu ljósi og 31 prósent eru neikvæð gagnvart henni. Þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma ekki jafn vel út úr könnunni. 28 prósent sjá Jinping í jákvæðu ljósi og 27 prósent þegar kemur að Putin. Það sem vekur sérstaka athygli er að 60 prósent Evrópubúa sjá Merkel í jákvæðu ljósi og virðist hún sérstaklega vinsæl á vinstri væng stjórnmálanna þar. Þrátt fyrir að hún leiðir Kristilega demókrata, sem er hægri sinnaður flokkur.Global confidence in:Angela Merkel 42%Xi Jinping 28%Vladimir Putin 27%Donald Trump 22%https://t.co/RNG5t7Sw0P pic.twitter.com/e0VE9zKZNk— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 MAPS: How global confidence in Donald Trump compares with that of Barack Obama and George W. Bush https://t.co/fviOkXVnXh pic.twitter.com/YW4Nc71mpn— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 U.S. image suffers, but America still wins praise for its people, culture and civil liberties https://t.co/RdlI9XyvMm— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira