Sigurður Hannesson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 16:14 Sigurður Hannesson. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Sigurður hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka en þar hafði hann starfað í tíu ár. Í fréttatilkynningunni frá Samtökum iðnaðarins kemur einnig fram að Sigurður hafi sinnt margvíslegum störfum á fjármálamarkaði. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Auk starfa á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford háskóla. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. „Samtök iðnaðarins bjóða Sigurð Hannesson velkominn til starfa. Við erum ánægð að fá svo öflugan liðsmann sem Sigurður er í hóp kraftmikilla starfsmanna SI og væntum mikils af samstarfi okkar við hann. Starf SI hefur verið öflugt og ljóst að næg verkefni eru framundan. Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi og þekkir því vel hvernig umhverfi íslensks atvinnulífs þarf að vera til að hér megi margvíslegur iðnaður skapa verðmæti til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins um ráðningu Sigurðar. „Ég hef í langan tíma fylgst með starfi SI úr fjarlægð og er sannfærður um að reynsla mín geti nýst vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar þarf að kljást við frá degi til dags. Öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf skiptir landsmenn alla miklu máli. Samtök iðnaðarins spanna breitt svið atvinnulífsins, mannvirkjagerð, framleiðslu og hagnýtingu hugvits. Allt eru þetta mikilvægar uppsprettur verðmæta í samfélaginu sem leggja sín lóð á vogarskálar lífsgæða í landinu og eftirsóknarvert er að starfa við. Ég hlakka til að starfa með stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og vinna að því að auka vöxt og viðgang íslensks iðnaðar,“ segir Sigurður Hannesson nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ráðningar Tengdar fréttir Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Daði og Hrafna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Sjá meira
Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Sigurður hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka en þar hafði hann starfað í tíu ár. Í fréttatilkynningunni frá Samtökum iðnaðarins kemur einnig fram að Sigurður hafi sinnt margvíslegum störfum á fjármálamarkaði. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Auk starfa á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford háskóla. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. „Samtök iðnaðarins bjóða Sigurð Hannesson velkominn til starfa. Við erum ánægð að fá svo öflugan liðsmann sem Sigurður er í hóp kraftmikilla starfsmanna SI og væntum mikils af samstarfi okkar við hann. Starf SI hefur verið öflugt og ljóst að næg verkefni eru framundan. Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi og þekkir því vel hvernig umhverfi íslensks atvinnulífs þarf að vera til að hér megi margvíslegur iðnaður skapa verðmæti til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins um ráðningu Sigurðar. „Ég hef í langan tíma fylgst með starfi SI úr fjarlægð og er sannfærður um að reynsla mín geti nýst vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar þarf að kljást við frá degi til dags. Öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf skiptir landsmenn alla miklu máli. Samtök iðnaðarins spanna breitt svið atvinnulífsins, mannvirkjagerð, framleiðslu og hagnýtingu hugvits. Allt eru þetta mikilvægar uppsprettur verðmæta í samfélaginu sem leggja sín lóð á vogarskálar lífsgæða í landinu og eftirsóknarvert er að starfa við. Ég hlakka til að starfa með stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og vinna að því að auka vöxt og viðgang íslensks iðnaðar,“ segir Sigurður Hannesson nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Ráðningar Tengdar fréttir Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Daði og Hrafna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Sjá meira
Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24