Blaðafulltrúi Hvíta hússins auglýsti vafasamt myndband um leið og hann gagnrýndi gervifréttir Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 16:59 Sarah Huckabee Sanders lét fjölmiðlamenn fá það óþvegið í Hvíta húsinu í gær. Vísir/EPA Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira