Blaðafulltrúi Hvíta hússins auglýsti vafasamt myndband um leið og hann gagnrýndi gervifréttir Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 16:59 Sarah Huckabee Sanders lét fjölmiðlamenn fá það óþvegið í Hvíta húsinu í gær. Vísir/EPA Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira