Tuttugu ár frá „flensuleiknum“ fræga hjá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 20:00 Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli eftir að Jordan hafði gert út um leikinn með þriggja stiga körfu. Vísir/Getty Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma. Þar má telja alla titlana, öll stigin, öll verðlaunin og öll tilþrifin en hafi hann einhvern tímann sýnt hversu harður hann var þá var það í Salt Lake City 11. júní 1997. Í dag eru nefnilega liðin tuttugu ár frá því að Jordan spilaði einn eftirminnilegasta leikinn sinn á mögnuðum ferli eða leikinn þar sem hann spilaði fárveikur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan var 2-2 í úrslitaeinvíginu og Utah Jazz liðið var á heimavelli. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð og hafði með því jafnað einvígið. Jordan skoraði „bara“ 24 stig eða meðaltali í þessum tveimur leikjum sem þótti lítið hjá kappanum á stóra sviðinu. Chicago Bulls mátti því helst ekki tapa ætlaði liðið sér að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chicago sem lenti fjórtán stigum undir í fyrsta leikhlutanum. Það fór ekki framhjá neinum að hann var veikur, máttlaus og kraftlaus. Jordan sýndi hinsvegar mikinn viljastyrk, neitaði að gefast upp þrátt fyrir veikindin og slæma stöðu í leiknum. Hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og kom Chicago liðinu aftur inn í leikinn. Jordan átti líka nóg eftir til að gera út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 12 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna sem gerði út um leikinn. Jordan spilaði því ekki bara veikur þetta kvöld heldur spilaði hann frábærlega og næstum því allan leikinn. Jordan lék alls í 44 mínútur og var á þeim með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen fékk mikið hrós fyrir varnarleik sinn í þessum leik en Phil Jackson hélt því fram að Pippen hafi nánast spilað vörn fyrir tvo svo að Jordan hefði sem mesta orku i sókninni. Jordan var frábær í sóknarleiknum, skoraði tvöfalt meira en næststigahæsti maður vallarins sem var Karl Malone hjá Utah Jazz með 19 stig og aðeins einn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um þennan fræga flensuleik Michael Jordan fyrir nákvæmlega tveimur áratugum síðan. Þar má finna viðtöl við Jordan sjálfan, þjálfarann Phil Jackson sem og liðsfélaga hans í leiknum. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma. Þar má telja alla titlana, öll stigin, öll verðlaunin og öll tilþrifin en hafi hann einhvern tímann sýnt hversu harður hann var þá var það í Salt Lake City 11. júní 1997. Í dag eru nefnilega liðin tuttugu ár frá því að Jordan spilaði einn eftirminnilegasta leikinn sinn á mögnuðum ferli eða leikinn þar sem hann spilaði fárveikur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan var 2-2 í úrslitaeinvíginu og Utah Jazz liðið var á heimavelli. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð og hafði með því jafnað einvígið. Jordan skoraði „bara“ 24 stig eða meðaltali í þessum tveimur leikjum sem þótti lítið hjá kappanum á stóra sviðinu. Chicago Bulls mátti því helst ekki tapa ætlaði liðið sér að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chicago sem lenti fjórtán stigum undir í fyrsta leikhlutanum. Það fór ekki framhjá neinum að hann var veikur, máttlaus og kraftlaus. Jordan sýndi hinsvegar mikinn viljastyrk, neitaði að gefast upp þrátt fyrir veikindin og slæma stöðu í leiknum. Hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og kom Chicago liðinu aftur inn í leikinn. Jordan átti líka nóg eftir til að gera út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 12 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna sem gerði út um leikinn. Jordan spilaði því ekki bara veikur þetta kvöld heldur spilaði hann frábærlega og næstum því allan leikinn. Jordan lék alls í 44 mínútur og var á þeim með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen fékk mikið hrós fyrir varnarleik sinn í þessum leik en Phil Jackson hélt því fram að Pippen hafi nánast spilað vörn fyrir tvo svo að Jordan hefði sem mesta orku i sókninni. Jordan var frábær í sóknarleiknum, skoraði tvöfalt meira en næststigahæsti maður vallarins sem var Karl Malone hjá Utah Jazz með 19 stig og aðeins einn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um þennan fræga flensuleik Michael Jordan fyrir nákvæmlega tveimur áratugum síðan. Þar má finna viðtöl við Jordan sjálfan, þjálfarann Phil Jackson sem og liðsfélaga hans í leiknum.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira