Þessi tölfræði gerir sigur strákanna okkar á móti Króatíu enn magnaðari Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2017 14:15 Birkir Bjarnason var ekki búinn að spila fótboltaleik í 99 daga áður en kom að leiknum á móti Króatíu. vísir/ernir Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu unnu magnaðan sigur á Króatíu síðastliðinn sunnudag eins og alþjóð veit en þetta var í fyrsta sinn sem Íslandi tekst að leggja sterkt lið Króata að velli. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið með fallegum axlarskalla á 90. mínútu eftir hornspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni sem er búinn að gera þær að listgrein sinni. Með sigrinum komst Ísland upp að hlið Króatíu á toppi I-riðils með þrettán stig og er nú með örlögin, að minnsta kosti er varðar umspilið, í eigin höndum. Liðið á eftir heimaleiki á móti Úkraínu og Kósóvó heima og Finnlandi og Tyrklandi útiSex af ellefu í byrjunarliðinu voru ekki búnir að spila mikið.vísir/ernirHjartað mikilvægara en leikformið Sigur Íslands var magnaður. Svo einfalt er það. Enn og aftur er þetta ótrúlega lið að gera nýja hluti og skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasögu Íslands. En sigurinn er enn þá magnaðari ef litið er til þess hversu lítið meira en helmingur byrjunarliðsins hefur spilað á þessu ári. Eðlilega höfðu sparkspekingar og aðrir landsmenn áhyggjur af leikformi sumra strákanna enda spiluðu sumir þeirra afskaplega lítið á þessu almanaksári. Sumir voru meiddir og aðrir voru hreinlega settir í frystikistuna hjá sínum félagsliðum. Sex leikmenn liðsins; Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason, voru samtals aðeins búnir að byrja 30 leiki á þessu ári og koma við sögu í 40 leikjum fyrir félagslið sína. Það gerir í leikjum talið 6,6 leiki á mann að meðaltali fram að leiknum á móti Króatíu en í mínútum talið spiluðu sexmenningarnir aðeins 4,4 fótboltaleiki fyrir félagslið sín á árinu áður en kom að sigrinum gegn Króatíu. Leikformið var því ekki mikið þó að leikmaður eins og Alfreð Finnbogason hafi vissulega spilað alla leiki undir lok leiktíðarinnar hjá Augsburg og kom því í betra standi en aðrir til leiks. Hann hljóp líka úr sér lifur og lungu, einmanna í fremstu víglínu. Það er ekkert grín að spila fótboltaleik við lið eins og Króatíu og því magnað að sjá hvað strákarnir okkar lögðu á sig og spiluðu sem lið einn sinn besta leik frá upphafi á móti gríðarlega sterku liði sem fékk aðeins eitt alvöru færi í leiknum. Þó leikformið hafi ekki verið mikið er hjartað í þessum strákum risastórt þegar það slær fyrir Ísland og það bætir upp það sem vantar upp á leikformið.Jóhann Berg var meiddur hjá Burnley.vísir/ernir99 dagar á milli leikja Á meðan Alfreð Finnbogason var ekki búinn að spila marga leiki en þó síðustu leiki tímabilsins í Þýskalandi var staðan allt önnur hjá Birki Bjarnasyni. Birkir var keyptur til Aston Villa í byrjun árs og byrjaði þrjá leiki í röð. Birkir kom við sögu í átta fyrstu leikjum Aston Villa eftir að hann var keyptur en meiddist svo og spilaði ekki leik frá 4. mars. Alls liðu 99 dagar frá síðasta leik Birkis með félagsliði sínu fram að landsleiknum á móti Króatíu og hann spilaði ekkert þar á milli vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon var ekki búinn að spila fótboltaleik með félagsliði sínu í 68 daga áður en hann skoraði sigurmarkið á móti Króatíu. Hörður var settur í frystikistuna hjá Bristol City snemma á árinu eftir að spila fyrstu 24 leiki liðsins. Hann var aðeins búinn að spila 322 mínútur á árinu fyrir félagslið sitt en spilaði einnig vináttulandsleik Íslands á móti Írlandi og skoraði sigurmarkið. Ragnar Sigurðsson spilaði einnig leikinn á móti Írlandi, eða fyrri hálfleik, og þeir Kári byrjuðu báðir á móti Kósóvó. Hörður Björgvin sat þar á bekknum en hinir þrír voru meiddir þannig það er ekki eins og landsliðið hafi mokað leikjum á strákana okkar til að halda þeim í formi. Það er bara ekki í boði vegna landsleikjadaga. Ragnar var annar sem fór í jökulkalda frystikistu hjá sínu félagsliði, Fulham. Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum á árinu og spilaði 217 mínútu fyrir Fulham. Hann átti svo stórleik á móti Króatíu líkt og Kári sem var svolítið meiddur á Kýpur þar sem hann spilar nú.Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið en hann var í frystikistunni hjá Bristol City.vísir/ernirHinir í fínum málum Hinir fimm sem byrjuðu leikinn á móti Króatíu komu allir inn í fínu formi. Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson voru á fullu í Danmörku og Svíþjóð alveg fram að leik á meðan Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fengu mikilvæga hvíld eftir erfitt tímabil á Englandi. Það var vissulega liðinn rúmur mánuður síðan fyrirliðinn spilaði en hann hefur sjaldan ef aldrei verið í betra formi og byrjaði hvern einasta leik fyrir Cardiff. Gylfi Þór var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Emil Hallfreðsson byrjaði næstum alla leiki fyrir Udinese á árinu nema þegar hann var í leikbanni en Hafnfirðingurinn kom frábærlega inn og náði vel saman með Aroni Einari á miðjunni. Nú eru strákarnir okkar komnir í sumarfrí en næsta verkefni er í Tampere í Finnlandi 2. september þar sem verða mörg þúsund Íslendingar á vellinum. Hér að neðan má skoða tölfræði sem sýnir sigurinn á móti Króatíu í nýju ljósi.vísir/ernirLeikir sexmenninganna með félagsliðum sínum á almanaksárinu fyrir sigurinn á móti Króatíu:Kári Árnason, Omonia í kýpversku úrvalsdeildinni: Byrjunarliðsleikir: 8 Inn á sem varamaður: 0 Mínútur: 608 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 21 Spilaði 93 mínútur á móti KróatíuRagnar Sigurðsson, Fulham í ensku B-deildinni: Byrjunarliðsleikir: 3 Inn á sem varamaður: 1 Mínútur: 217 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 58 Spilaði 91 mínútu á móti KróatíuHörður Björgvin Magnússon, Bristol City í ensku B-deildinni: Byrjunarliðsleikir: 3 Inn á sem varamaður: 2 Mínútur: 322 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 68 Spilaði 93 mínútur á móti KróatíuJóhann Berg Guðmundsson, Burnley í ensku úrvalsdeildinni: Byrjunarliðsleikir: 4 Inn á sem varamaður: 4 Mínútur: 314 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 21 Spilaði 93 mínútur á móti KróatíuBirkir Bjarnason, Aston Villa í ensku B-deildinni: Byrjunarliðsleikir: 5 Inn á sem varamaður: 3 Mínútur: 407 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 99 Spilaði 81 mínútu á móti KróatíuAlfreð Finnbogason, Augsburg í þýsku 1. deildinni: Byrjunarliðsleikir: 7 Inn á sem varamaður: 0 Mínútur: 529 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 22 Spilaði 77 mínútur á móti KróatíuSamtals: Byrjunarliðsleikir: 30 Inn á sem varamenn: 10 Heildarfjöldi leikja: 40 Meðaltal: 6,6 leikir á mann Mínútur: 2.397 Mínútur að meðaltali á mann: 400 Leikjafjöldi miðað við mínútufjölda að meðaltali á mann: 4,4 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Íslenska liðið var á leiðinni niður í fjórða sætið í riðlinum þegar Hörður skoraði Íslenska karlalandsliðið vann dramatískan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld en með sigrinum náði Ísland að komast upp að hlið Króötum á toppnum. 11. júní 2017 20:46 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu unnu magnaðan sigur á Króatíu síðastliðinn sunnudag eins og alþjóð veit en þetta var í fyrsta sinn sem Íslandi tekst að leggja sterkt lið Króata að velli. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið með fallegum axlarskalla á 90. mínútu eftir hornspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni sem er búinn að gera þær að listgrein sinni. Með sigrinum komst Ísland upp að hlið Króatíu á toppi I-riðils með þrettán stig og er nú með örlögin, að minnsta kosti er varðar umspilið, í eigin höndum. Liðið á eftir heimaleiki á móti Úkraínu og Kósóvó heima og Finnlandi og Tyrklandi útiSex af ellefu í byrjunarliðinu voru ekki búnir að spila mikið.vísir/ernirHjartað mikilvægara en leikformið Sigur Íslands var magnaður. Svo einfalt er það. Enn og aftur er þetta ótrúlega lið að gera nýja hluti og skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasögu Íslands. En sigurinn er enn þá magnaðari ef litið er til þess hversu lítið meira en helmingur byrjunarliðsins hefur spilað á þessu ári. Eðlilega höfðu sparkspekingar og aðrir landsmenn áhyggjur af leikformi sumra strákanna enda spiluðu sumir þeirra afskaplega lítið á þessu almanaksári. Sumir voru meiddir og aðrir voru hreinlega settir í frystikistuna hjá sínum félagsliðum. Sex leikmenn liðsins; Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason, voru samtals aðeins búnir að byrja 30 leiki á þessu ári og koma við sögu í 40 leikjum fyrir félagslið sína. Það gerir í leikjum talið 6,6 leiki á mann að meðaltali fram að leiknum á móti Króatíu en í mínútum talið spiluðu sexmenningarnir aðeins 4,4 fótboltaleiki fyrir félagslið sín á árinu áður en kom að sigrinum gegn Króatíu. Leikformið var því ekki mikið þó að leikmaður eins og Alfreð Finnbogason hafi vissulega spilað alla leiki undir lok leiktíðarinnar hjá Augsburg og kom því í betra standi en aðrir til leiks. Hann hljóp líka úr sér lifur og lungu, einmanna í fremstu víglínu. Það er ekkert grín að spila fótboltaleik við lið eins og Króatíu og því magnað að sjá hvað strákarnir okkar lögðu á sig og spiluðu sem lið einn sinn besta leik frá upphafi á móti gríðarlega sterku liði sem fékk aðeins eitt alvöru færi í leiknum. Þó leikformið hafi ekki verið mikið er hjartað í þessum strákum risastórt þegar það slær fyrir Ísland og það bætir upp það sem vantar upp á leikformið.Jóhann Berg var meiddur hjá Burnley.vísir/ernir99 dagar á milli leikja Á meðan Alfreð Finnbogason var ekki búinn að spila marga leiki en þó síðustu leiki tímabilsins í Þýskalandi var staðan allt önnur hjá Birki Bjarnasyni. Birkir var keyptur til Aston Villa í byrjun árs og byrjaði þrjá leiki í röð. Birkir kom við sögu í átta fyrstu leikjum Aston Villa eftir að hann var keyptur en meiddist svo og spilaði ekki leik frá 4. mars. Alls liðu 99 dagar frá síðasta leik Birkis með félagsliði sínu fram að landsleiknum á móti Króatíu og hann spilaði ekkert þar á milli vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon var ekki búinn að spila fótboltaleik með félagsliði sínu í 68 daga áður en hann skoraði sigurmarkið á móti Króatíu. Hörður var settur í frystikistuna hjá Bristol City snemma á árinu eftir að spila fyrstu 24 leiki liðsins. Hann var aðeins búinn að spila 322 mínútur á árinu fyrir félagslið sitt en spilaði einnig vináttulandsleik Íslands á móti Írlandi og skoraði sigurmarkið. Ragnar Sigurðsson spilaði einnig leikinn á móti Írlandi, eða fyrri hálfleik, og þeir Kári byrjuðu báðir á móti Kósóvó. Hörður Björgvin sat þar á bekknum en hinir þrír voru meiddir þannig það er ekki eins og landsliðið hafi mokað leikjum á strákana okkar til að halda þeim í formi. Það er bara ekki í boði vegna landsleikjadaga. Ragnar var annar sem fór í jökulkalda frystikistu hjá sínu félagsliði, Fulham. Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum á árinu og spilaði 217 mínútu fyrir Fulham. Hann átti svo stórleik á móti Króatíu líkt og Kári sem var svolítið meiddur á Kýpur þar sem hann spilar nú.Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið en hann var í frystikistunni hjá Bristol City.vísir/ernirHinir í fínum málum Hinir fimm sem byrjuðu leikinn á móti Króatíu komu allir inn í fínu formi. Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson voru á fullu í Danmörku og Svíþjóð alveg fram að leik á meðan Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fengu mikilvæga hvíld eftir erfitt tímabil á Englandi. Það var vissulega liðinn rúmur mánuður síðan fyrirliðinn spilaði en hann hefur sjaldan ef aldrei verið í betra formi og byrjaði hvern einasta leik fyrir Cardiff. Gylfi Þór var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Emil Hallfreðsson byrjaði næstum alla leiki fyrir Udinese á árinu nema þegar hann var í leikbanni en Hafnfirðingurinn kom frábærlega inn og náði vel saman með Aroni Einari á miðjunni. Nú eru strákarnir okkar komnir í sumarfrí en næsta verkefni er í Tampere í Finnlandi 2. september þar sem verða mörg þúsund Íslendingar á vellinum. Hér að neðan má skoða tölfræði sem sýnir sigurinn á móti Króatíu í nýju ljósi.vísir/ernirLeikir sexmenninganna með félagsliðum sínum á almanaksárinu fyrir sigurinn á móti Króatíu:Kári Árnason, Omonia í kýpversku úrvalsdeildinni: Byrjunarliðsleikir: 8 Inn á sem varamaður: 0 Mínútur: 608 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 21 Spilaði 93 mínútur á móti KróatíuRagnar Sigurðsson, Fulham í ensku B-deildinni: Byrjunarliðsleikir: 3 Inn á sem varamaður: 1 Mínútur: 217 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 58 Spilaði 91 mínútu á móti KróatíuHörður Björgvin Magnússon, Bristol City í ensku B-deildinni: Byrjunarliðsleikir: 3 Inn á sem varamaður: 2 Mínútur: 322 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 68 Spilaði 93 mínútur á móti KróatíuJóhann Berg Guðmundsson, Burnley í ensku úrvalsdeildinni: Byrjunarliðsleikir: 4 Inn á sem varamaður: 4 Mínútur: 314 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 21 Spilaði 93 mínútur á móti KróatíuBirkir Bjarnason, Aston Villa í ensku B-deildinni: Byrjunarliðsleikir: 5 Inn á sem varamaður: 3 Mínútur: 407 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 99 Spilaði 81 mínútu á móti KróatíuAlfreð Finnbogason, Augsburg í þýsku 1. deildinni: Byrjunarliðsleikir: 7 Inn á sem varamaður: 0 Mínútur: 529 Dagar frá síðasta leik fram að Króatíu: 22 Spilaði 77 mínútur á móti KróatíuSamtals: Byrjunarliðsleikir: 30 Inn á sem varamenn: 10 Heildarfjöldi leikja: 40 Meðaltal: 6,6 leikir á mann Mínútur: 2.397 Mínútur að meðaltali á mann: 400 Leikjafjöldi miðað við mínútufjölda að meðaltali á mann: 4,4
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Íslenska liðið var á leiðinni niður í fjórða sætið í riðlinum þegar Hörður skoraði Íslenska karlalandsliðið vann dramatískan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld en með sigrinum náði Ísland að komast upp að hlið Króötum á toppnum. 11. júní 2017 20:46 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45
Íslenska liðið var á leiðinni niður í fjórða sætið í riðlinum þegar Hörður skoraði Íslenska karlalandsliðið vann dramatískan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld en með sigrinum náði Ísland að komast upp að hlið Króötum á toppnum. 11. júní 2017 20:46
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57