Ráðherrann blés á samsæri en ýmsum spurningum ósvarað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 09:00 Sessions gaf ekki mikið fyrir sögusagnir þess efnis að hann hefði staðið í samsæri með Rússum. Vísir/EPA Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira