Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - FH 1-1 | Jafnt suður með sjó | Sjáðu mörkin Elías Orri Njarðarson skrifar 14. júní 2017 23:00 Íslandsmeistarar FH mættu spræku liði Grindavíkur á Grindavíkurvelli í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska, lítið um færi hjá báðum liðum. FH-ingar voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér nein alvöru færi. Seinni hálfleikur byrjaði alvegi eins og sá fyrri. FH-ingar voru meira með boltann en ekki mikið að gerast sóknarlega. Þegar leið á leikinn fór hann að jafnast út og Grindvíkingar fóru að sækja meira á FH-inga. Stíflan brast á 75. mínútu þegar Andri Rúnar Bjarnason, kom heimamönnum yfir eftir laglega skyndisókn og óvænt eru Grindvíkingar komnir með forystuna í leiknum. FH-ingar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig en Kristján Flóki Finnbogason, framherjinn stóri og stæðilegi, jafnaði metin á 77. mínútu. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum en fleiri mörk komu ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli í fínum leik á Grindavíkurvelli.Afhverju varð jafntefli? Grinvíkingar vörðust og börðust eins og hetjur. Þeir spiluðu vel skipulagðan varnarleik ásamt því að beita skyndisóknum. Bæði lið áttu í erfiðleikum með að skapa sér alvöru færi í fyrri hálfleiknum en um miðjan seinni hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt og leikurinn varð mjög jafn og spennandi.Hverjir stóðu upp úr? Andri Rúnar var duglegur að sinna varnarvinnu eins og allt Grindavíkurliðið. Hann var duglegur að djöflast í varnarmönnum FH og skoraði laglegt mark. Gunnar Þorsteinsson batt saman miðju og vörn Grindavíkur og leiðtogahæfileikar hans létu ljós sitt skína í kvöld. Hann stýrði miðjunni vel og var mjög vinnusamur í leiknum. Böðvar Böðvarsson átti ágætan leik fyrir FH-inga í kvöld. Hann er stöðug ógn af vinstri vængnum með stórhættulegar fyrirgjafir og sinnti varnarvinnu sinni vel.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá FH-ingum að brjóta á bak aftur varnarmúr Grindavíkur í fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks.Hvað gerist næst? Í næstu umferð fá Grindvíkingar liðsmenn ÍBV í heimsókn til Grindavíkur þann 18. júní. FH mæta Víkingum frá Reykjavík í hörkuleik í Kaplakrika, mánudaginn 19. júní.Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur.vísir/ernirÓli Stefán: Drullusvekktur með að hafa misst þetta niður í jafntefli Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með leik sinna manna gegn sterku liði FH í kvöld. „Ég er ánægður með stigið en þegar við komumst yfir þá áttum við að klára þetta! Þó að FH sé með sína rútínu, eru að láta boltann ganga vel og eru að leita af opnunum þá stóðum við vaktina vel. Mér fannst við falla aðeins of aftarlega , hugsanlega þreyta en þetta er svo pirrandi þegar að þeir skora, þetta var tvöfalt brot og dómararnir eiga að dæma á þetta og það svíður svolítið mikið núna,“ sagði Óli Stefán. Varnarleikur Grindavíkur var til fyrirmyndar í leiknum og færsla liðsins var frábær. Leikmenn Grindavíkur gáfu sig alla í verkefnið og hlupu úr sér lungun. „Ég er ánægður með það, skipulagið heldur og við erum búnir að æfa þetta rosalega vel. Það er gaman að sjá að þessi stóru lið, þau eru ekki að opna okkur mikið en þeir eru að fá einhver hálffæri,“sagði Óli Stefán. Þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var leikurinn mjög opinn og bæði liðin hefðu getað náð inn sigurmarki. „Ég skal vera alveg heiðarlegur, ég er alveg drullusvekktur með að hafa misst þetta niður í jafntefli,“ bætti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur við eftir leikinn í kvöld.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/eyþórHeimir: Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var svekktur með 1-1 jafntefli sinna manna gegn sterkum Grindvíkingum á Grindavíkurvelli í kvöld. Á pappír er lið FH töluvert sterkara og úrslitin geta komið sumum á óvart þar sem FH-ingar eru taldir vera sterkari aðilinn. „Við vissum að þeir myndu liggja til baka og beita skyndisóknum. Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera. Við sköpuðum okkur ekki mikið fyrstu 60 mínúturnar. Eftir að þeir skoruðu og við jöfnuðum þá fengum við mjög góða möguleika til þess að lúðra inn einu marki til þess að vinna leikinn, en við náðum því ekki og við verðum að sætta okkur við jafntefli og halda áfram, “ sagði Heimir. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað en FH-ingar sköpuðu sér ekki mikið fyrstu 45 mínúturnar. „Auðvitað hefðum við viljað skapa meira í fyrri hálfleiknum en við vissum að þetta væri þolinmæðisvinna. Mér fannst við allan daginn vera að fara að skora í þessum leik en markið sem við fáum á okkur er klaufalegt,“ sagði Heimir Guðjónsson.Gunnar: Hann þarf bara eitt færi og þá er hann að fara að skora Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, var ánægður með baráttu liðsfélaga sinna á móti Íslandsmeisturum FH á Grindavíkurvelli í kvöld. „Eins og tveir síðustu leikir, sem voru á móti Val og KR, þá leggjum við leikinn gríðarlega vel upp, lágum aftarlega og lokuðum svæðunum fyrir aftan okkur ásamt því að gefa þeim fá færi á okkur,“ sagði Gunnar. Andri Rúnar Bjarnason hélt markaskorun sinni áfram í kvöld en hann skoraði mark heimamanna á 75. mínútu. „Við erum með heitasta mann deildarinnar og náttúrulega þrjá geggjaða leikmenn fyrir aftan hann. Hann þarf bara eitt færi og þá er hann að fara að skora. Ég held að þetta sýni hversu langt við erum komnir þegar að við erum hundsvekktir með jafntefli á móti Íslandsmeisturunum,“ sagði Gunnar Þorsteinsson ánægður.Einkunnir:Grindavík (5-2-3): Kristijan Jajalo 6 - Aron Freyr Róbertsson 6 (88. Marinó Axel Helgason -), Matthías Örn Friðriksson 7, Jón Ingason 6, William Daniels 6 - Milos Zeravica 6, Gunnar Þorsteinsson 7 - Sam Hewson 6 (80. Hákon Ívar Ólafsson -), Andri Rúnar Bjarnason 8* (maður leiksins), Alexander Veigar Þórarinsson 6.FH (3-4-3): Gunnar Nielsen 5 - Jonathan Hendrickx 5, Bergsveinn Ólafsson 6, Kassim Doumbia 5 - Guðmundur Karl Guðmundsson 6 (71. Halldór Orri Björnsson -), Robert Crawford 6 (76. Emil Pálsson -), Davíð Þór Viðarsson 6, Böðvar Böðvarsson 6 - Steven Lennon 5 (86. Atli Viðar Björnsson -), Kristján Flóki Finnbogason 6, Atli Guðnason 5. Pepsi Max-deild karla
Íslandsmeistarar FH mættu spræku liði Grindavíkur á Grindavíkurvelli í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska, lítið um færi hjá báðum liðum. FH-ingar voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér nein alvöru færi. Seinni hálfleikur byrjaði alvegi eins og sá fyrri. FH-ingar voru meira með boltann en ekki mikið að gerast sóknarlega. Þegar leið á leikinn fór hann að jafnast út og Grindvíkingar fóru að sækja meira á FH-inga. Stíflan brast á 75. mínútu þegar Andri Rúnar Bjarnason, kom heimamönnum yfir eftir laglega skyndisókn og óvænt eru Grindvíkingar komnir með forystuna í leiknum. FH-ingar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig en Kristján Flóki Finnbogason, framherjinn stóri og stæðilegi, jafnaði metin á 77. mínútu. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum en fleiri mörk komu ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli í fínum leik á Grindavíkurvelli.Afhverju varð jafntefli? Grinvíkingar vörðust og börðust eins og hetjur. Þeir spiluðu vel skipulagðan varnarleik ásamt því að beita skyndisóknum. Bæði lið áttu í erfiðleikum með að skapa sér alvöru færi í fyrri hálfleiknum en um miðjan seinni hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt og leikurinn varð mjög jafn og spennandi.Hverjir stóðu upp úr? Andri Rúnar var duglegur að sinna varnarvinnu eins og allt Grindavíkurliðið. Hann var duglegur að djöflast í varnarmönnum FH og skoraði laglegt mark. Gunnar Þorsteinsson batt saman miðju og vörn Grindavíkur og leiðtogahæfileikar hans létu ljós sitt skína í kvöld. Hann stýrði miðjunni vel og var mjög vinnusamur í leiknum. Böðvar Böðvarsson átti ágætan leik fyrir FH-inga í kvöld. Hann er stöðug ógn af vinstri vængnum með stórhættulegar fyrirgjafir og sinnti varnarvinnu sinni vel.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá FH-ingum að brjóta á bak aftur varnarmúr Grindavíkur í fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks.Hvað gerist næst? Í næstu umferð fá Grindvíkingar liðsmenn ÍBV í heimsókn til Grindavíkur þann 18. júní. FH mæta Víkingum frá Reykjavík í hörkuleik í Kaplakrika, mánudaginn 19. júní.Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur.vísir/ernirÓli Stefán: Drullusvekktur með að hafa misst þetta niður í jafntefli Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með leik sinna manna gegn sterku liði FH í kvöld. „Ég er ánægður með stigið en þegar við komumst yfir þá áttum við að klára þetta! Þó að FH sé með sína rútínu, eru að láta boltann ganga vel og eru að leita af opnunum þá stóðum við vaktina vel. Mér fannst við falla aðeins of aftarlega , hugsanlega þreyta en þetta er svo pirrandi þegar að þeir skora, þetta var tvöfalt brot og dómararnir eiga að dæma á þetta og það svíður svolítið mikið núna,“ sagði Óli Stefán. Varnarleikur Grindavíkur var til fyrirmyndar í leiknum og færsla liðsins var frábær. Leikmenn Grindavíkur gáfu sig alla í verkefnið og hlupu úr sér lungun. „Ég er ánægður með það, skipulagið heldur og við erum búnir að æfa þetta rosalega vel. Það er gaman að sjá að þessi stóru lið, þau eru ekki að opna okkur mikið en þeir eru að fá einhver hálffæri,“sagði Óli Stefán. Þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var leikurinn mjög opinn og bæði liðin hefðu getað náð inn sigurmarki. „Ég skal vera alveg heiðarlegur, ég er alveg drullusvekktur með að hafa misst þetta niður í jafntefli,“ bætti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur við eftir leikinn í kvöld.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/eyþórHeimir: Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var svekktur með 1-1 jafntefli sinna manna gegn sterkum Grindvíkingum á Grindavíkurvelli í kvöld. Á pappír er lið FH töluvert sterkara og úrslitin geta komið sumum á óvart þar sem FH-ingar eru taldir vera sterkari aðilinn. „Við vissum að þeir myndu liggja til baka og beita skyndisóknum. Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera. Við sköpuðum okkur ekki mikið fyrstu 60 mínúturnar. Eftir að þeir skoruðu og við jöfnuðum þá fengum við mjög góða möguleika til þess að lúðra inn einu marki til þess að vinna leikinn, en við náðum því ekki og við verðum að sætta okkur við jafntefli og halda áfram, “ sagði Heimir. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað en FH-ingar sköpuðu sér ekki mikið fyrstu 45 mínúturnar. „Auðvitað hefðum við viljað skapa meira í fyrri hálfleiknum en við vissum að þetta væri þolinmæðisvinna. Mér fannst við allan daginn vera að fara að skora í þessum leik en markið sem við fáum á okkur er klaufalegt,“ sagði Heimir Guðjónsson.Gunnar: Hann þarf bara eitt færi og þá er hann að fara að skora Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, var ánægður með baráttu liðsfélaga sinna á móti Íslandsmeisturum FH á Grindavíkurvelli í kvöld. „Eins og tveir síðustu leikir, sem voru á móti Val og KR, þá leggjum við leikinn gríðarlega vel upp, lágum aftarlega og lokuðum svæðunum fyrir aftan okkur ásamt því að gefa þeim fá færi á okkur,“ sagði Gunnar. Andri Rúnar Bjarnason hélt markaskorun sinni áfram í kvöld en hann skoraði mark heimamanna á 75. mínútu. „Við erum með heitasta mann deildarinnar og náttúrulega þrjá geggjaða leikmenn fyrir aftan hann. Hann þarf bara eitt færi og þá er hann að fara að skora. Ég held að þetta sýni hversu langt við erum komnir þegar að við erum hundsvekktir með jafntefli á móti Íslandsmeisturunum,“ sagði Gunnar Þorsteinsson ánægður.Einkunnir:Grindavík (5-2-3): Kristijan Jajalo 6 - Aron Freyr Róbertsson 6 (88. Marinó Axel Helgason -), Matthías Örn Friðriksson 7, Jón Ingason 6, William Daniels 6 - Milos Zeravica 6, Gunnar Þorsteinsson 7 - Sam Hewson 6 (80. Hákon Ívar Ólafsson -), Andri Rúnar Bjarnason 8* (maður leiksins), Alexander Veigar Þórarinsson 6.FH (3-4-3): Gunnar Nielsen 5 - Jonathan Hendrickx 5, Bergsveinn Ólafsson 6, Kassim Doumbia 5 - Guðmundur Karl Guðmundsson 6 (71. Halldór Orri Björnsson -), Robert Crawford 6 (76. Emil Pálsson -), Davíð Þór Viðarsson 6, Böðvar Böðvarsson 6 - Steven Lennon 5 (86. Atli Viðar Björnsson -), Kristján Flóki Finnbogason 6, Atli Guðnason 5.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti