Stórkostlegar breytingar í tískuheiminum á stuttum tíma Ritstjórn skrifar 14. júní 2017 14:30 Myndir/Kári Sverriss „Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með þessum breytingum undanfarin tvö ár. Ég hef verið á hliðarlínunni en samt fylgst vel með og get fullyrt að það hefur aldrei verið jafnmikil fjölbreytni í tískuheiminum þegar kemur að fyrirsætuvali og jákvæðri vakningu gagnvart ólíkum líkamsgerðum eins og núna,“ segir fyrirsætan Inga Eiríksdóttir í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour sem kom út í dag. Inga prýðir forsíðu 26 tölublaðs Glamour í gullfallegum myndaþætti sem var gerður af úrvals íslensku teymi. Ljómyndari var Kári Sverriss, stílisti Ellen Lofts og förðun og hár í höndunum á Guðbjörgu Huldísi Kristinsdóttur með MAC. Fyrir tveimur árum leiddi Inga byltingu í fyrirsætuheiminum ásamt kollegum sínum í Alda Women, þar sem þær beittu sér fyrir jákvæðri vakningu fyrir bættri líkamsímynd í tískuheiminum. Berrassaðar á húsþökum í New York í gullfallegri myndatöku hjá Silju Magg hófu þær vitundarvakningu út um allan heim. Þá var Inga komin stutt á leið að sínu fyrsta barni, Emmu Lóu, sem nú er tveggja ára en hún á nú tvær litlar stelpur ásamt sambýlismanni sínum, Joshua Kessler. „Fleiri hópar, svipaðir og Alda-hópurinn, hafa verið að poppa upp úti um allan heim og fá athygli. Það að hafa meiri fjölbreytni er nú orðið meira norm. Það er minni þörf á að flokka fyrirsætur eftir kynþætti eða stærð sem er mjög jákvæð þróun og nákvæmlega það sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Inga. Inga talar um fyrirsætuheiminn, móðurhlutverkið og nýjustu ástríðuna, sjálfbærnu og aukin umhverfisvitund í heiminum við júníblað Glamour, sem er á leiðinni til áskrifenda núna og verður komið upp í allar verslanir fyrir helgi. Tryggðu þér áskrift af Glamour hér. Sumarið er tíminn! Júnítölublað Glamour er mætt til leiks og það er engin önnur en hin gullfallega, að utan og innan, Inga Eiríksdóttir sem prýðir forsíðuna Sumarlegur myndaþáttur og skemmtilegt viðtal inn í blaðinu Stútfullt blað af girnilegu lesefni, tísku og trendum sem enginn má missa af! . . . Ljósmyndarinn @karisverriss Stílisti @ellenlofts Förðun @ghuldismakeup #glamouriceland #juneissue #summervibes #iceland A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 14, 2017 at 3:03am PDT Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour
„Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með þessum breytingum undanfarin tvö ár. Ég hef verið á hliðarlínunni en samt fylgst vel með og get fullyrt að það hefur aldrei verið jafnmikil fjölbreytni í tískuheiminum þegar kemur að fyrirsætuvali og jákvæðri vakningu gagnvart ólíkum líkamsgerðum eins og núna,“ segir fyrirsætan Inga Eiríksdóttir í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour sem kom út í dag. Inga prýðir forsíðu 26 tölublaðs Glamour í gullfallegum myndaþætti sem var gerður af úrvals íslensku teymi. Ljómyndari var Kári Sverriss, stílisti Ellen Lofts og förðun og hár í höndunum á Guðbjörgu Huldísi Kristinsdóttur með MAC. Fyrir tveimur árum leiddi Inga byltingu í fyrirsætuheiminum ásamt kollegum sínum í Alda Women, þar sem þær beittu sér fyrir jákvæðri vakningu fyrir bættri líkamsímynd í tískuheiminum. Berrassaðar á húsþökum í New York í gullfallegri myndatöku hjá Silju Magg hófu þær vitundarvakningu út um allan heim. Þá var Inga komin stutt á leið að sínu fyrsta barni, Emmu Lóu, sem nú er tveggja ára en hún á nú tvær litlar stelpur ásamt sambýlismanni sínum, Joshua Kessler. „Fleiri hópar, svipaðir og Alda-hópurinn, hafa verið að poppa upp úti um allan heim og fá athygli. Það að hafa meiri fjölbreytni er nú orðið meira norm. Það er minni þörf á að flokka fyrirsætur eftir kynþætti eða stærð sem er mjög jákvæð þróun og nákvæmlega það sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Inga. Inga talar um fyrirsætuheiminn, móðurhlutverkið og nýjustu ástríðuna, sjálfbærnu og aukin umhverfisvitund í heiminum við júníblað Glamour, sem er á leiðinni til áskrifenda núna og verður komið upp í allar verslanir fyrir helgi. Tryggðu þér áskrift af Glamour hér. Sumarið er tíminn! Júnítölublað Glamour er mætt til leiks og það er engin önnur en hin gullfallega, að utan og innan, Inga Eiríksdóttir sem prýðir forsíðuna Sumarlegur myndaþáttur og skemmtilegt viðtal inn í blaðinu Stútfullt blað af girnilegu lesefni, tísku og trendum sem enginn má missa af! . . . Ljósmyndarinn @karisverriss Stílisti @ellenlofts Förðun @ghuldismakeup #glamouriceland #juneissue #summervibes #iceland A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 14, 2017 at 3:03am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour