Viðskipti innlent

Sigurður Hreiðar til Íslenskra verðbréfa

Hörður Ægisson skrifar
Með ráðningu Sigurðar Hreiðars eru Íslensk verðbréf að fylla í skarð Ómar Özcan sem hætti þar nýlega störfum og fór til Íslandsbanka.
Með ráðningu Sigurðar Hreiðars eru Íslensk verðbréf að fylla í skarð Ómar Özcan sem hætti þar nýlega störfum og fór til Íslandsbanka.
Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hætti störfum í markaðsviðskiptum Kviku banka í lok síðasta árs, hefur verið ráðinn sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), samkvæmt upplýsingum Vísis.

Eftir að hafa sagt upp störfum hjá Kviku banka stofnaði hann félagið Klettar Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt þeim Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Gunnarssyni, en þeir höfðu skömmu áður hætt í markaðsviðskiptum Íslandsbanka. Sigurður Hreiðar hefur hins vegar núna sagt skilið við Klettar Capital – aðeins nokkrum mánuðum eftir að félagið hóf starfsemi – og hefur sem fyrr segir gengið til liðs við ÍV. 

Áður en Sigurður Hreiðar tók til starfa hjá Kviku hafði hann á undanförnum árum meðal annars starfað sem verðbréfamiðlari hjá Straumi fjárfestingabanka, Íslandsbanka og Arion banka. 

Með ráðningu Sigurðar Hreiðars eru Íslensk verðbréf að fylla í skarð Ómar Özcan, sem hafði starfað hjá fyrirtækinu frá því í ársbyrjun 2016, en hann hætti þar nýlega störfum og fór yfir í verðbréfamiðlun Íslandsbanka, eins og greint var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×