Handbolti

Strákarnir hans Patreks í góðri stöðu eftir sigur í miklum markaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrekur á góðri stund.
Patrekur á góðri stund. vísir/getty
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu unnu þriggja marka sigur á því finnska, 36-39, í miklum markaleik í undankeppni EM 2018 í dag.

Austurríki er nú komið með fjögur stig í riðli 3 og á fína möguleika á að komast í lokakeppnina í Króatíu.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var fátt um varnir í leiknum í Finnlandi í dag. Staðan í hálfleik var 15-21, Austurríki í vil.

Janko Bozovic og Sebastian Frimmel voru markahæstir í austurríska liðinu með sjö mörk hvor. Robert Weber skoraði sex mörk í sínum 150. landsleik.

Austurríki mætir Bosníu í lokaumferð riðlakeppninnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×