Handbolti

Þjóðverjar, Frakkar og Danir tryggðu sér farseðilinn til Króatíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði fimm mörk gegn Portúgal.
Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði fimm mörk gegn Portúgal. vísir/getty
Evrópumeistarar Þjóðverja, heimsmeistarar Frakka og Danir tryggðu sér sæti í lokakeppni EM 2018 í Króatíu í dag.

Þjóðverjar unnu þriggja marka sigur á Portúgölum, 26-29, í riðli 5. Þýska liðið vinnur riðilinn en Portúgal og Slóvenía berjast um 2. sætið.

Julius Kühn var markahæstur í þýska liðinu með sex mörk. Patrick Groetzki og Uwe Gensheimer skoruðu fimm mörk hvor.

Frakkar tryggðu sér farseðilinn til Króatíu með eins marks sigri, 25-26, á Litháum. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Nicolas Claire skoraði sigurmark Frakka um einni og hálfri mínútu fyrir leikslok.

Danska liðið vann það hollenska, 24-36, á útivelli í riðli 1. Michael Damgaard og Hans Lindberg skoruðu sjö mörk hvor fyrir Dani sem hafa náð í níu stig af 10 mögulegum í undankeppninni.

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu töpuðu með fjórum mörkum, 28-24, fyrir Svartfjallalandi á útivelli. Tapið breytir litlu fyrir Svía sem voru búnir að tryggja sér sæti á EM.

Þá eiga lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu fyrir höndum hreinan úrslitaleik um sæti á EM þegar þeir mæta Bosníu á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×