Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 10:45 Trump virðist enn njóta óskoraðs stuðnings Repúblikanaflokksins þrátt fyrir fréttir um að hann sé til rannsóknar. Vísir/EPA Fréttir af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé til rannsóknar vegna hindrunar á framgangi réttvísinnar breytir engu að mati Repúblikanaflokks hans. Formaður flokksins segir engar vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur ransakandi dómsmálaráðuneytisins, væri að rannsaka hvort að Trump hefði reynt að stöðva rannsókn alríkislögreglunnar FBI á meintum tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa og gerst þannig sekur um að hindra framgang réttvísinnar.Sjá einnig:Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Heimildamenn blaðsins eru fimm ónefndir háttsettir embættismenn. Þeir segja að Mueller sé nú að taka viðtöl við æðstu yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna til að fá skýrari mynd af gjörðum forsetans. Lögmenn forsetans segja lekann „svívirðilegan“. Orðrómar um að Trump hefði verið að íhuga að reka Mueller gengu fjöllunum hærra um helgina og í byrjun vikunnar.Formaður repúblikana ræðst á rannsakandann persónulega Ronna Romney McDaniel, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC), vísar fréttinni hins vegar á bug og kallar hana staðlausa í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. „Enn eru engar vísbendingar um hindrun og núverandi og fyrrverandi leiðtogar leyniþjónustusamfélagsins hafa ítrekað sagt að engar tilraunir hafi verið gerðar til að leggja stein í götu rannsóknarinnar á nokkurn hátt,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Líkt og Trump sjálfur hefur gert um mánaðaskeið leggur formaður repúblikana áherslu á að eini glæpurinn í þessu tilfelli sé „áframhaldandi ólöglegir lekar“. Þrátt fyrir að Mueller hafi ekki látið hafa neitt eftir sér frá því að honum var falin rannsóknin í síðasta mánuði bætti Romney McDaniel um betur á Twitter og sakaði hann persónulega um „staðlausar ásakanir“.Mueller's unfounded accusation against @POTUS changes nothing. There's still no proof of obstruction of justice. https://t.co/gY7pcfD4yj— Ronna RomneyMcDaniel (@GOPChairwoman) June 15, 2017 Trump til rannsóknar skömmu eftir brottrekstur Comey James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI sem Trump rak vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum, bar fyrir þingnefnd í síðustu viku að hann hefði sagt forsetanum að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar. Þrátt fyrir að lögmaður Trump hafi sakað Comey um lygar að öðru leyti sagðist Trump telja framburð FBI-mannsins „réttlæta sig algerlega“. Í frétt Washington Post kemur fram að Mueller hafi hafið rannsókn á Trump fljótlega eftir að hann lét Comey fjúka 9. maí. Comey bar vitni um að hann hafi talið að Trump hafi rekið sig vegna Rússarannsóknarinnar. Trump sagði það raunar sjálfur í viðtali skömmu eftir brottreksturinn að hann hefði verið að hugsa um þá rannsókn þegar hann ákvað að reka Comey. Auk þess að láta í ljós vilja sinn við Comey um að hann léti rannsóknina á þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla, hefur komið fram að Trump reyndi að fá yfirmenn annarra leyniþjónustustofnana til að segja opinberlega að hann væri ekki til rannsóknar. Eins spurði hann þá hvort þeir gætu fengið Comey til að hætta rannsókninni.Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins 17. maí.Vísir/EPABað leyniþjónustumenn að taka fram fyrir hendurnar á ComeyHeimildamenn Washington Post segir að sérstaki rannsakandinn hafi sérlegan áhuga á fundi Trump með Daniel Coats, yfirmanni leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Mike Pompeo, forstjóra leyniþjónustunnar CIA 22. mars. Trump bað þá tvo um að verða eftir á skrifstofu hans við lok fundar með fleiri yfirmönnum stofnana. Coats er sagður hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Trump hafi spurt sig hvort hann gæti gripið inn í rannsókn Comey. Þegar Coats kom fyrir þingnefnd í síðustu viku sagðist hann ekki hafa upplifað þrýsting á að grípa inn í. Skömmu eftir þann fund á Trump að hafa hringt í Coats og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Bað hann þá um að gefa út opinbera yfirlýsingu um að engar vísbendingar væru um neitt samráð á milli starfsmanna framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda. Leyniþjónustumennirnir höfnuðu þeirri bón forsetans, að sögn heimilidamanna blaðsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Fréttir af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé til rannsóknar vegna hindrunar á framgangi réttvísinnar breytir engu að mati Repúblikanaflokks hans. Formaður flokksins segir engar vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur ransakandi dómsmálaráðuneytisins, væri að rannsaka hvort að Trump hefði reynt að stöðva rannsókn alríkislögreglunnar FBI á meintum tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa og gerst þannig sekur um að hindra framgang réttvísinnar.Sjá einnig:Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Heimildamenn blaðsins eru fimm ónefndir háttsettir embættismenn. Þeir segja að Mueller sé nú að taka viðtöl við æðstu yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna til að fá skýrari mynd af gjörðum forsetans. Lögmenn forsetans segja lekann „svívirðilegan“. Orðrómar um að Trump hefði verið að íhuga að reka Mueller gengu fjöllunum hærra um helgina og í byrjun vikunnar.Formaður repúblikana ræðst á rannsakandann persónulega Ronna Romney McDaniel, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC), vísar fréttinni hins vegar á bug og kallar hana staðlausa í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. „Enn eru engar vísbendingar um hindrun og núverandi og fyrrverandi leiðtogar leyniþjónustusamfélagsins hafa ítrekað sagt að engar tilraunir hafi verið gerðar til að leggja stein í götu rannsóknarinnar á nokkurn hátt,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Líkt og Trump sjálfur hefur gert um mánaðaskeið leggur formaður repúblikana áherslu á að eini glæpurinn í þessu tilfelli sé „áframhaldandi ólöglegir lekar“. Þrátt fyrir að Mueller hafi ekki látið hafa neitt eftir sér frá því að honum var falin rannsóknin í síðasta mánuði bætti Romney McDaniel um betur á Twitter og sakaði hann persónulega um „staðlausar ásakanir“.Mueller's unfounded accusation against @POTUS changes nothing. There's still no proof of obstruction of justice. https://t.co/gY7pcfD4yj— Ronna RomneyMcDaniel (@GOPChairwoman) June 15, 2017 Trump til rannsóknar skömmu eftir brottrekstur Comey James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI sem Trump rak vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum, bar fyrir þingnefnd í síðustu viku að hann hefði sagt forsetanum að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar. Þrátt fyrir að lögmaður Trump hafi sakað Comey um lygar að öðru leyti sagðist Trump telja framburð FBI-mannsins „réttlæta sig algerlega“. Í frétt Washington Post kemur fram að Mueller hafi hafið rannsókn á Trump fljótlega eftir að hann lét Comey fjúka 9. maí. Comey bar vitni um að hann hafi talið að Trump hafi rekið sig vegna Rússarannsóknarinnar. Trump sagði það raunar sjálfur í viðtali skömmu eftir brottreksturinn að hann hefði verið að hugsa um þá rannsókn þegar hann ákvað að reka Comey. Auk þess að láta í ljós vilja sinn við Comey um að hann léti rannsóknina á þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla, hefur komið fram að Trump reyndi að fá yfirmenn annarra leyniþjónustustofnana til að segja opinberlega að hann væri ekki til rannsóknar. Eins spurði hann þá hvort þeir gætu fengið Comey til að hætta rannsókninni.Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins 17. maí.Vísir/EPABað leyniþjónustumenn að taka fram fyrir hendurnar á ComeyHeimildamenn Washington Post segir að sérstaki rannsakandinn hafi sérlegan áhuga á fundi Trump með Daniel Coats, yfirmanni leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Mike Pompeo, forstjóra leyniþjónustunnar CIA 22. mars. Trump bað þá tvo um að verða eftir á skrifstofu hans við lok fundar með fleiri yfirmönnum stofnana. Coats er sagður hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Trump hafi spurt sig hvort hann gæti gripið inn í rannsókn Comey. Þegar Coats kom fyrir þingnefnd í síðustu viku sagðist hann ekki hafa upplifað þrýsting á að grípa inn í. Skömmu eftir þann fund á Trump að hafa hringt í Coats og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Bað hann þá um að gefa út opinbera yfirlýsingu um að engar vísbendingar væru um neitt samráð á milli starfsmanna framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda. Leyniþjónustumennirnir höfnuðu þeirri bón forsetans, að sögn heimilidamanna blaðsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51
Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11