Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 3-1 | Góður sigur Eyjamanna en KR-ingar í vondum málum Gabríel Sighvatsson skrifar 15. júní 2017 21:00 Eyjamenn eru komnir upp í 6. sætið. vísir/eyþór Það voru frábærar aðstæður til fótboltaiðkunar þegar ÍBV tók á móti KR í mikilvægum leik í blíðunni í Eyjum. Bæði lið voru fyrir leikinn með 7 stig og nálægt botnsvæðinu. Þrjú gríðarlega mikilvæg stig í húfi. Eyjamenn byrjuðu betur og komust yfir eftir einungis átta mínútur þegar Andri Ólafsson kom boltanum í netið af stuttu færi eftir góða aukaspyrnu frá Mikkel Maigaard. KR-ingar sofandi í vörninni þar. 1-0 varð 2-0 þegar Sindir Snær þrumaði boltanum í netið af löngu færi, óverjandi fyrir Beiti Ólafsson í marki KR. Tobias Thomsen lagaði stöðuna fyrir KR áður en fyrri hálfleikur var úti og enn von fyrir gestina þegar flautað var til leiks í síðari hálfleik. Þeir vonir urðu fljótlega að engu þegar Sindri Snær skoraði sitt annað mark og aftur úr föstu leikatriði. KR reyndi hvað það gat að minnka muninn en allt kom fyrir ekki og 3-1 sigur Eyjamanna starðeynd.Hverjir stóðu upp úr? Sindri Snær Magnússon á miðjunni var frábær í dag. Ekki nóg með að hann skoraði tvö mörk heldur var hann virkilega flottur í að spila boltanum og hann gerði varla mistök í leiknum. Færði sig aftar á völlinn þegar leið á leikinn og skellti í lás, KR-ingar fundu enga leið framhjá honum. Vörnin hjá Eyjamönnum stóð fyrir sínu. KR var að vinna mikið með langa bolta en Andri, Avni Pepa og Garner í vörninni leystu það með sóma, fyrir utan þegar KR skoraði markið. Andri kom Eyjamönnum yfir sem var mikilvægt fyrir þá upp á framhaldið. Sóknarmenn ÍBV voru líka góðir, Arnór Gauti og Mikkel Maigaard áttu góða spretti og Pablo Punyed stýrði spilinu vel þegar hann var með boltann.Hvað gekk illa? Það vantaði meira bit hjá KR sóknarlega. Þeir reyndu að sækja á háum boltum en það gekk ekkert sérlega vel og það var eins og það vantaði plan B hjá þeim. Þetta var orðið erfitt um leið og þeir lentu undir snemma leiks, þar sem þeir þurftu að fara framar á völlinn og ÍBV var yfirleitt mætt í pressu. Vörnin var heldur ekki til fyrirmyndar. Algjört einbeitingarleysi var í byrjun leiks og síðari hálfleiks sem varð til þess að KR fékk á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum. Í þeim tilfellum vörðust þeir illa og það kostaði þá.Hvað gerist næst? KR er með 7 stig eftir jafnmargar umferðir. Það er langt fyrir neðan væntingar og Willum þarf að huga að ýmsu í sínu liði ef þeir ætla að ná í stig í næsta leik sem er heima gegn Breiðabliki. ÍBV siglir lygnan sjó eins og er, þeir fara upp í 10 stig með sigrinum og munu reyna að byggja ofan á það en næsti leikur liðsins er gegn sjóðheitum Grindvíkingum.Kristján: Kominn grimmir inn í seinni hálfleikinn Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, grínaðist með að þetta hefði getað verið betra hjá sínum mönnum í dag. „Að skora fjögur mörk og fá fimm stig, það er kannski aðeins betra,“ sagði Kristján og hló. „Það er náttúrulega verulega gott að sigra og það var kannski markið sem KR skoraði sem skellti aðeins á okkur og þá skipti máli að koma grimmir í seinni hálfleikinn og við gerðum það með því að skora þriðja markið og þá fórum við langt með þetta.“ „Það er bara gaman hvað voru margir komnir til að styðja okkur, það var mikil stemning í stúkunni sem skilaði sér inn á völlinn og gaf strákunum mikinn kraft.“ Kristján lagði leikinn vel upp og það er greinilegt að strákarnir höfðu unnið heimavinnuna sína vel fyrir leikinn. „Við ákváðum að pressa þá á vissum svæðum í þeirra vörn og við spiluðum mjög vel á meðan við gerðum það. Þegar við hættum því ómeðvitað eftir 20 mínútur þá var leikurinn okkar ekki alveg eins góður. Við héldum áfram í seinni hálfleik og þetta gekk algjörlega upp. Það er alveg rétt líka að við lögðum upp með að skora úr föstu leikatriði í kvöld.“ Er liðið komið aftur á beinu brautina eftir þennan sigur? „Fótboltinn er svo hverfullur að þú veist aldrei hvað gerist næst, við höfum tvo daga til þess að gíra okkur í að fara til Gríndavíkur og við þurfum að byrja að vinna núna strax, strákarnir eru strax byrjaðir að hlaupa og gera sig klára.“ sagði Kristján að lokum.Willum Þór: Hörmungar andleysi hjá okkur Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur eftir tap í Eyjum í kvöld. „Þetta er auðvitað svekkjandi, þetta var mikilvægur leikur, bæði lið með 7 stig og þurftu á þessum stigum að halda. Við fengum fullt af færum til þess að fá eitthvað út úr leiknum en ÍBV spilaði sem lið og við gerðum það ekki,“ sagði Willum. Þetta byrjaði illa hjá KR sem fékk á sig mark snemma leiks og aftur í byrjun seinni hálfleiks. „Það var bara hörmungar andleysi hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar. Við þurftum að vera tilbúnir í bardagann sem þeir voru tilbúnir í. Það tók okkur tíu mínútur og mark til þess að vakna og átta okkur á því. Þá jafnast leikurinnog við vorum inni í honum megnið af honum, við hefðum getað skorað fullt af mörkum en við vorum of seinir í gang.“ „Þetta var bara illa varist, menn voru ekki nálægt mönnum sínum og ekki með einbeitinguna í lagi. Við höfum verið að vinna í þessu en þetta er bara sagan, við höfum verið að leka inn mörkum.“ KR er einungis með 7 stig eftir 7 umferðir og margir telja að það sé farið að hitna undir Willum en hann var lítið að velta sér upp úr því. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu og hef engar áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn að lokum.Sindri Snær: Helvíti gaman að skora Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, hjálpaði liði sínu að vinna í dag með tveimur mörkum og góðri frammistöðu í heild. „Já, við erum mjög ánægðir. Við nýttum pásuna vel og gerðum það sem við ætluðum að gera sem var að sækja 3 stig.“ „Það er alltaf gaman að vinna KR, held að öllum finnist það. Það er extra skemmtilegt og við erum mjög ánægðir með það.“ Eins og áður sagði skoraði Sindri tvö mörk og hann viðurkenndi að það væri sérstaklega ánægjulegt. „Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu, ég skora ekki oft þannig að það var helvíti gaman að skora. Ég var búinn að lofa einum stuðningsmanni að fagna með honum og ég náði því líka.“ Fyrra markið var þrumuskot fyrir utan teig, algjörlega óverjandi fyrir markmanninn. „Ég var búinn að öskra aðeins á Mikkel að gefa hann á mig og svo bara smellhitti ég hann og ég beið bara eftir að geta hlaupið í átt að stúkunni því hann var á leiðinni inn allan tímann eftir að ég snerti hann,“ sagði Sindri. Það var greinilegt að Eyjamenn voru líka með taktíkina á hreinu í dag. „Við töluðum um það að við ætluðum að skora úr föstu leikatriði í dag og það var eitt af því sem við ætluðum að gera í leiknum og að skora tvö svoleiðis er ennþá betra,“ sagði Sindri að lokumEinkunnir:ÍBV: Halldór Páll Geirsson 7, Jónas Tór Næs 5, Andri Ólafsson 8 (58. Atli Arnarsson 6), Avni Pepa 7, Matt Garner 6, Felix Örn Friðriksson 7, Pablo Punyed 8, Sindri Snær Magnússon 9* (maður leiksins), Mikkel Maigaard Jakobsen 8, Arnór Gauti Ragnarsson 7 (71. Sigurður Grétar Benónýsson -), Kaj Leo í Bartalsstovu 7 (90+3. Viktor Adebahr -).KR: Beitir Ólafsson 4, Morten Beck 5, Indriði Sigurðsson 4, Skúli Jón Friðgeirsson 5, Gunnar Þór Gunnarsson 5, Michael Præst Möller 4 (42. Garðar Jóhannsson 6), Finnur Orri Margeirsson 4 (66. Guðmundur Andri Tryggvason 6), Pálmi Rafn Pálmason 3, Óskar Örn Hauksson 5 (85. Atli Sigurjónsson -), Kennie Knak Chopart 3, Tobias Thomsen 6. Pepsi Max-deild karla
Það voru frábærar aðstæður til fótboltaiðkunar þegar ÍBV tók á móti KR í mikilvægum leik í blíðunni í Eyjum. Bæði lið voru fyrir leikinn með 7 stig og nálægt botnsvæðinu. Þrjú gríðarlega mikilvæg stig í húfi. Eyjamenn byrjuðu betur og komust yfir eftir einungis átta mínútur þegar Andri Ólafsson kom boltanum í netið af stuttu færi eftir góða aukaspyrnu frá Mikkel Maigaard. KR-ingar sofandi í vörninni þar. 1-0 varð 2-0 þegar Sindir Snær þrumaði boltanum í netið af löngu færi, óverjandi fyrir Beiti Ólafsson í marki KR. Tobias Thomsen lagaði stöðuna fyrir KR áður en fyrri hálfleikur var úti og enn von fyrir gestina þegar flautað var til leiks í síðari hálfleik. Þeir vonir urðu fljótlega að engu þegar Sindri Snær skoraði sitt annað mark og aftur úr föstu leikatriði. KR reyndi hvað það gat að minnka muninn en allt kom fyrir ekki og 3-1 sigur Eyjamanna starðeynd.Hverjir stóðu upp úr? Sindri Snær Magnússon á miðjunni var frábær í dag. Ekki nóg með að hann skoraði tvö mörk heldur var hann virkilega flottur í að spila boltanum og hann gerði varla mistök í leiknum. Færði sig aftar á völlinn þegar leið á leikinn og skellti í lás, KR-ingar fundu enga leið framhjá honum. Vörnin hjá Eyjamönnum stóð fyrir sínu. KR var að vinna mikið með langa bolta en Andri, Avni Pepa og Garner í vörninni leystu það með sóma, fyrir utan þegar KR skoraði markið. Andri kom Eyjamönnum yfir sem var mikilvægt fyrir þá upp á framhaldið. Sóknarmenn ÍBV voru líka góðir, Arnór Gauti og Mikkel Maigaard áttu góða spretti og Pablo Punyed stýrði spilinu vel þegar hann var með boltann.Hvað gekk illa? Það vantaði meira bit hjá KR sóknarlega. Þeir reyndu að sækja á háum boltum en það gekk ekkert sérlega vel og það var eins og það vantaði plan B hjá þeim. Þetta var orðið erfitt um leið og þeir lentu undir snemma leiks, þar sem þeir þurftu að fara framar á völlinn og ÍBV var yfirleitt mætt í pressu. Vörnin var heldur ekki til fyrirmyndar. Algjört einbeitingarleysi var í byrjun leiks og síðari hálfleiks sem varð til þess að KR fékk á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum. Í þeim tilfellum vörðust þeir illa og það kostaði þá.Hvað gerist næst? KR er með 7 stig eftir jafnmargar umferðir. Það er langt fyrir neðan væntingar og Willum þarf að huga að ýmsu í sínu liði ef þeir ætla að ná í stig í næsta leik sem er heima gegn Breiðabliki. ÍBV siglir lygnan sjó eins og er, þeir fara upp í 10 stig með sigrinum og munu reyna að byggja ofan á það en næsti leikur liðsins er gegn sjóðheitum Grindvíkingum.Kristján: Kominn grimmir inn í seinni hálfleikinn Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, grínaðist með að þetta hefði getað verið betra hjá sínum mönnum í dag. „Að skora fjögur mörk og fá fimm stig, það er kannski aðeins betra,“ sagði Kristján og hló. „Það er náttúrulega verulega gott að sigra og það var kannski markið sem KR skoraði sem skellti aðeins á okkur og þá skipti máli að koma grimmir í seinni hálfleikinn og við gerðum það með því að skora þriðja markið og þá fórum við langt með þetta.“ „Það er bara gaman hvað voru margir komnir til að styðja okkur, það var mikil stemning í stúkunni sem skilaði sér inn á völlinn og gaf strákunum mikinn kraft.“ Kristján lagði leikinn vel upp og það er greinilegt að strákarnir höfðu unnið heimavinnuna sína vel fyrir leikinn. „Við ákváðum að pressa þá á vissum svæðum í þeirra vörn og við spiluðum mjög vel á meðan við gerðum það. Þegar við hættum því ómeðvitað eftir 20 mínútur þá var leikurinn okkar ekki alveg eins góður. Við héldum áfram í seinni hálfleik og þetta gekk algjörlega upp. Það er alveg rétt líka að við lögðum upp með að skora úr föstu leikatriði í kvöld.“ Er liðið komið aftur á beinu brautina eftir þennan sigur? „Fótboltinn er svo hverfullur að þú veist aldrei hvað gerist næst, við höfum tvo daga til þess að gíra okkur í að fara til Gríndavíkur og við þurfum að byrja að vinna núna strax, strákarnir eru strax byrjaðir að hlaupa og gera sig klára.“ sagði Kristján að lokum.Willum Þór: Hörmungar andleysi hjá okkur Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur eftir tap í Eyjum í kvöld. „Þetta er auðvitað svekkjandi, þetta var mikilvægur leikur, bæði lið með 7 stig og þurftu á þessum stigum að halda. Við fengum fullt af færum til þess að fá eitthvað út úr leiknum en ÍBV spilaði sem lið og við gerðum það ekki,“ sagði Willum. Þetta byrjaði illa hjá KR sem fékk á sig mark snemma leiks og aftur í byrjun seinni hálfleiks. „Það var bara hörmungar andleysi hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar. Við þurftum að vera tilbúnir í bardagann sem þeir voru tilbúnir í. Það tók okkur tíu mínútur og mark til þess að vakna og átta okkur á því. Þá jafnast leikurinnog við vorum inni í honum megnið af honum, við hefðum getað skorað fullt af mörkum en við vorum of seinir í gang.“ „Þetta var bara illa varist, menn voru ekki nálægt mönnum sínum og ekki með einbeitinguna í lagi. Við höfum verið að vinna í þessu en þetta er bara sagan, við höfum verið að leka inn mörkum.“ KR er einungis með 7 stig eftir 7 umferðir og margir telja að það sé farið að hitna undir Willum en hann var lítið að velta sér upp úr því. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu og hef engar áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn að lokum.Sindri Snær: Helvíti gaman að skora Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, hjálpaði liði sínu að vinna í dag með tveimur mörkum og góðri frammistöðu í heild. „Já, við erum mjög ánægðir. Við nýttum pásuna vel og gerðum það sem við ætluðum að gera sem var að sækja 3 stig.“ „Það er alltaf gaman að vinna KR, held að öllum finnist það. Það er extra skemmtilegt og við erum mjög ánægðir með það.“ Eins og áður sagði skoraði Sindri tvö mörk og hann viðurkenndi að það væri sérstaklega ánægjulegt. „Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu, ég skora ekki oft þannig að það var helvíti gaman að skora. Ég var búinn að lofa einum stuðningsmanni að fagna með honum og ég náði því líka.“ Fyrra markið var þrumuskot fyrir utan teig, algjörlega óverjandi fyrir markmanninn. „Ég var búinn að öskra aðeins á Mikkel að gefa hann á mig og svo bara smellhitti ég hann og ég beið bara eftir að geta hlaupið í átt að stúkunni því hann var á leiðinni inn allan tímann eftir að ég snerti hann,“ sagði Sindri. Það var greinilegt að Eyjamenn voru líka með taktíkina á hreinu í dag. „Við töluðum um það að við ætluðum að skora úr föstu leikatriði í dag og það var eitt af því sem við ætluðum að gera í leiknum og að skora tvö svoleiðis er ennþá betra,“ sagði Sindri að lokumEinkunnir:ÍBV: Halldór Páll Geirsson 7, Jónas Tór Næs 5, Andri Ólafsson 8 (58. Atli Arnarsson 6), Avni Pepa 7, Matt Garner 6, Felix Örn Friðriksson 7, Pablo Punyed 8, Sindri Snær Magnússon 9* (maður leiksins), Mikkel Maigaard Jakobsen 8, Arnór Gauti Ragnarsson 7 (71. Sigurður Grétar Benónýsson -), Kaj Leo í Bartalsstovu 7 (90+3. Viktor Adebahr -).KR: Beitir Ólafsson 4, Morten Beck 5, Indriði Sigurðsson 4, Skúli Jón Friðgeirsson 5, Gunnar Þór Gunnarsson 5, Michael Præst Möller 4 (42. Garðar Jóhannsson 6), Finnur Orri Margeirsson 4 (66. Guðmundur Andri Tryggvason 6), Pálmi Rafn Pálmason 3, Óskar Örn Hauksson 5 (85. Atli Sigurjónsson -), Kennie Knak Chopart 3, Tobias Thomsen 6.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti