Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur Ó. 1-1 | Langþráð stig hjá Ólsurum Elías Orri Njarðarson skrifar 15. júní 2017 22:30 Úr leiknum í kvöld. vísir/anton Fjölnir fengu Víkinga frá Ólafsvík í heimsókn á Extra-völlinn í Grafarvogi í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en bæði lið voru ekki að skapa sér mikið af færum í kvöld. Það dró strax til tíðinda á 12. mínútu leiksins þegar að Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom Víkingum yfir með snyrtilegu marki. Skömmu síðar, á 16. mínútu, svaraði Ingimundur Níels Óskarsson fyrir Fjölni og jafnaði metin í 1-1 eftir að hafa verið fyrstur að átta sig inn í teig , með skot eftir frákast sem endaði í netinu. Leikurinn var heilt yfir rólegur en á 37. mínútu fékk Guðmundur Steinn Hafsteinsson gullið tækifæri til þess að koma Víkingum yfir á ný en Þórður Ingason, markmaður Fjölnis, sá við honum og varði vel. 1-1 var staðan þegar að Gunnar Jarl dómari blés til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið náðu ekki að skapa sér alvöru færi í daufum seinni hálfleik og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Dýrmæt stig fyrir Víking Ólafsvík en úrslitin vonbrigði fyrir Fjölni.Afhverju varð jafntefli? Bæði lið fengu nokkur færi sem þau náðu ekki að nýta til þess að koma sér yfir í leiknum. Víkingar leyfðu Fjölnismönnum að vera meira með boltann og Fjölni gekk illa að skapa sér eitthvað af viti.Þessir stóðu upp úr: Mees Siers átti fínan leik í kvöld. Sinnti varnarskyldunni vel og var ógnandi af hægri vængnum, var með góðar fyrirgjafir sem skiluðu hættu. Tomasz Luba var maður leiksins í kvöld. Hann var frábær í vörn Víkinga og steig varla feilspor í leiknum. Vann einvígi og nýtti styrk sinn vel á móti sóknarmönnum Fjölnis. Cristian Martinez stóð vaktina vel í markinu hjá Víkingum í kvöld. Hann greip vel inn í og varði vel þegar á þurfti. Hann greip flest alla bolta sem komu inn á teig af vængjunum og var öruggur í sínum aðgerðum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis gekk ekki vel í kvöld. Þeir voru bitlausir fram á við og einfaldar sendingar á milli manna voru að klikka. Það var engin sérstök ógn af þeim inn í vítateig þrátt fyrir góðar fyrirgjafir frá Mees Siers af hægri vængnum.Hvað gerist næst? Fjölnismenn gera sér ferð upp á Akranes og mæta þar ÍA. Fjölnismenn verða að rífa sig í gang og ná i þrjú stig í þeim leik. Víkingar fá Stjörnuna í heimsókn og þeir geta staðið vel í Stjörnumönnum ef varnarleikur liðsins verður eins og þeir sýndu hér í kvöld.Ágúst: Erum orðnir þreyttir á þessu Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Víkingi Ólafsvík á Extra-vellinum í kvöld. Fjölnismönnnum gekk ekki vel að skapa sér færi og sóknarleikurinn virkaði bitlaus. „Þetta er ekki gott hjá okkur og við erum orðnir þreyttir á þessu.Við erum ekki að spila nógu vel og erum bara ekki að skapa okkur nægilega mikið af færum,“ sagði Ágúst. Fjölnismenn voru meira með boltann í leiknum en það gekk ekkert að koma boltanum á markið í kvöld. „Í dag voru þeir varnarsinnaðir, en við náðum í raun að opna þá svona upp að vítateig – eins og við lögðum upp með en svo bara gerðist eitthvað þegar við fórum inn í teiginn,“ sagði Ágúst. „Það var bara ekkert að frétta og menn einhvernveginn misstigu sig eða gerðu eitthvað sem að þeir áttu ekki að gera. Þegar maður er kominn inn á teig þarf maður bara að koma boltanum á markið og skora það er lykillinn að því en það gekk ekki í dag.“Ejub: Ef eitthvað er þá fannst mér við vera líklegri. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík, fannst hans leikmenn eiga meira skilið en jafntefli í kvöld. „Mér fannst í fyrri hálfleik við vera miklu betri og við áttum í rauninni bara að vera yfir í hálfleik. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru þeir að setja mikla pressu á okkur en eftir að við breytum í 4-3-3 þá finnst mér við vera komnir aftur inn í þennan leik og ef eitthvað er þá fannst mér við vera líklegri,“ sagði Ejub. Víkingar voru aðeins með fimm varamenn á bekknum í kvöld en meiðsli hafa hrjáð leikmannahópi Víkinga og ekki fór það vel í kvöld þar sem að bæði Aleix Ege Acame og Eric Kwakwa þurftu báðir að fara af velli í kvöld. „Aleix er búinn að vera meira og minna laskaður í margar vikur og það var spurning hvað hann gat mikið í dag. En hann náði einhverjum 65-70 mínútum. Þetta verður bara að koma í ljós hvort að þessi meiðsli séu eitthvað alvarleg,“ sagði Ejub.Einkunnir:Fjölnir: Þórður Ingason 6, Mees Siers 6, Hans Viktor Guðmundsson 5, Ivica Dzolan 5, Mario Tadejevic 5, Igor Taskovic 4 (83. Gunnar Már Guðmundsson -), Igor Jugovic 5, Þórir Guðjónsson 5, Birnir Snær Ingason 6, Marcus Solberg 5 (69. Ægir Jarl Jónasson 5), Ingimundur Níels Óskarsson 5 (87. Ingibergur Kort Sigurðsson -).Víkingur Ó: Cristian Martinez 7, Aleix Egea Acame 6 (76. Emir Dokara -), Ignacio Heras Anglada 6, Tomasz Luba 8* (maður leiksins),Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Alfreð Már Hjaltalín 6, Pape Mamadou Faye 6, Gunnlaugur Hlynur Birgisson 6, Kenan Turudija 6, Eric Kwakwa 6 (90+1.Hörður Ingi Gunnarsson -). Pepsi Max-deild karla
Fjölnir fengu Víkinga frá Ólafsvík í heimsókn á Extra-völlinn í Grafarvogi í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en bæði lið voru ekki að skapa sér mikið af færum í kvöld. Það dró strax til tíðinda á 12. mínútu leiksins þegar að Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom Víkingum yfir með snyrtilegu marki. Skömmu síðar, á 16. mínútu, svaraði Ingimundur Níels Óskarsson fyrir Fjölni og jafnaði metin í 1-1 eftir að hafa verið fyrstur að átta sig inn í teig , með skot eftir frákast sem endaði í netinu. Leikurinn var heilt yfir rólegur en á 37. mínútu fékk Guðmundur Steinn Hafsteinsson gullið tækifæri til þess að koma Víkingum yfir á ný en Þórður Ingason, markmaður Fjölnis, sá við honum og varði vel. 1-1 var staðan þegar að Gunnar Jarl dómari blés til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið náðu ekki að skapa sér alvöru færi í daufum seinni hálfleik og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Dýrmæt stig fyrir Víking Ólafsvík en úrslitin vonbrigði fyrir Fjölni.Afhverju varð jafntefli? Bæði lið fengu nokkur færi sem þau náðu ekki að nýta til þess að koma sér yfir í leiknum. Víkingar leyfðu Fjölnismönnum að vera meira með boltann og Fjölni gekk illa að skapa sér eitthvað af viti.Þessir stóðu upp úr: Mees Siers átti fínan leik í kvöld. Sinnti varnarskyldunni vel og var ógnandi af hægri vængnum, var með góðar fyrirgjafir sem skiluðu hættu. Tomasz Luba var maður leiksins í kvöld. Hann var frábær í vörn Víkinga og steig varla feilspor í leiknum. Vann einvígi og nýtti styrk sinn vel á móti sóknarmönnum Fjölnis. Cristian Martinez stóð vaktina vel í markinu hjá Víkingum í kvöld. Hann greip vel inn í og varði vel þegar á þurfti. Hann greip flest alla bolta sem komu inn á teig af vængjunum og var öruggur í sínum aðgerðum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis gekk ekki vel í kvöld. Þeir voru bitlausir fram á við og einfaldar sendingar á milli manna voru að klikka. Það var engin sérstök ógn af þeim inn í vítateig þrátt fyrir góðar fyrirgjafir frá Mees Siers af hægri vængnum.Hvað gerist næst? Fjölnismenn gera sér ferð upp á Akranes og mæta þar ÍA. Fjölnismenn verða að rífa sig í gang og ná i þrjú stig í þeim leik. Víkingar fá Stjörnuna í heimsókn og þeir geta staðið vel í Stjörnumönnum ef varnarleikur liðsins verður eins og þeir sýndu hér í kvöld.Ágúst: Erum orðnir þreyttir á þessu Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Víkingi Ólafsvík á Extra-vellinum í kvöld. Fjölnismönnnum gekk ekki vel að skapa sér færi og sóknarleikurinn virkaði bitlaus. „Þetta er ekki gott hjá okkur og við erum orðnir þreyttir á þessu.Við erum ekki að spila nógu vel og erum bara ekki að skapa okkur nægilega mikið af færum,“ sagði Ágúst. Fjölnismenn voru meira með boltann í leiknum en það gekk ekkert að koma boltanum á markið í kvöld. „Í dag voru þeir varnarsinnaðir, en við náðum í raun að opna þá svona upp að vítateig – eins og við lögðum upp með en svo bara gerðist eitthvað þegar við fórum inn í teiginn,“ sagði Ágúst. „Það var bara ekkert að frétta og menn einhvernveginn misstigu sig eða gerðu eitthvað sem að þeir áttu ekki að gera. Þegar maður er kominn inn á teig þarf maður bara að koma boltanum á markið og skora það er lykillinn að því en það gekk ekki í dag.“Ejub: Ef eitthvað er þá fannst mér við vera líklegri. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík, fannst hans leikmenn eiga meira skilið en jafntefli í kvöld. „Mér fannst í fyrri hálfleik við vera miklu betri og við áttum í rauninni bara að vera yfir í hálfleik. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru þeir að setja mikla pressu á okkur en eftir að við breytum í 4-3-3 þá finnst mér við vera komnir aftur inn í þennan leik og ef eitthvað er þá fannst mér við vera líklegri,“ sagði Ejub. Víkingar voru aðeins með fimm varamenn á bekknum í kvöld en meiðsli hafa hrjáð leikmannahópi Víkinga og ekki fór það vel í kvöld þar sem að bæði Aleix Ege Acame og Eric Kwakwa þurftu báðir að fara af velli í kvöld. „Aleix er búinn að vera meira og minna laskaður í margar vikur og það var spurning hvað hann gat mikið í dag. En hann náði einhverjum 65-70 mínútum. Þetta verður bara að koma í ljós hvort að þessi meiðsli séu eitthvað alvarleg,“ sagði Ejub.Einkunnir:Fjölnir: Þórður Ingason 6, Mees Siers 6, Hans Viktor Guðmundsson 5, Ivica Dzolan 5, Mario Tadejevic 5, Igor Taskovic 4 (83. Gunnar Már Guðmundsson -), Igor Jugovic 5, Þórir Guðjónsson 5, Birnir Snær Ingason 6, Marcus Solberg 5 (69. Ægir Jarl Jónasson 5), Ingimundur Níels Óskarsson 5 (87. Ingibergur Kort Sigurðsson -).Víkingur Ó: Cristian Martinez 7, Aleix Egea Acame 6 (76. Emir Dokara -), Ignacio Heras Anglada 6, Tomasz Luba 8* (maður leiksins),Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Alfreð Már Hjaltalín 6, Pape Mamadou Faye 6, Gunnlaugur Hlynur Birgisson 6, Kenan Turudija 6, Eric Kwakwa 6 (90+1.Hörður Ingi Gunnarsson -).
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti