Hjólafólk vill hjóla í atvinnubílstjóra Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:45 Gísli Ásgeirsson er meðal þess hjólafólks sem hefur minna en engan húmor fyrir hinum hráslagalegu ummælum og segir þetta viðhorf smitandi, fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“ Wow Cyclothon Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“
Wow Cyclothon Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira