Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 14:31 Bandaríkjaforseti á í vök að verjast vegna ásakana um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti vísar á bug frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna mögulegrar hindrunar á framgangi réttvísinnar. Líkt og hann hefur ítrekað gert með óhagstæðar fréttir af sér kallar Trump fréttina „gervifrétt“. Bandaríska blaðið hafði eftir fimm nafnlausum háttsettum embættismönnum að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa á forsetakosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Trump, væri nú að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Eins og svo oft áður greip forsetinn til Twitter til þess að svara fyrir sig. „Þeir bjuggu til gervisamráð með Rússafréttunum, fundu engar sannanir, svo nú fara þeir í hindrun á framgangi réttvísinnar í gervifréttinni. Huggulegt,“ tísti Trump.Skjáskot/TwitterÞá endurtók hann fullyrðingu sína um að málið allt væri stærstu nornaveiðar í bandrískri stjórnmálasögu. Fyrir því stæði „mjög slæmt og ringlað“ fólk.Reuters-fréttastofan segir hins vegar að heimildamaður hennar sem þekki til rannsóknar Mueller hafi staðfest frétt Washington Post. Rannsókn á mögulegri tilraun Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið óumflýjanleg eftir Comey sagði þingnefnd í síðustu viku að hann teldi forsetann hafa rekið sig vegna Rússaransóknarinnar.Skjáskot/Twitter Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vísar á bug frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna mögulegrar hindrunar á framgangi réttvísinnar. Líkt og hann hefur ítrekað gert með óhagstæðar fréttir af sér kallar Trump fréttina „gervifrétt“. Bandaríska blaðið hafði eftir fimm nafnlausum háttsettum embættismönnum að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa á forsetakosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Trump, væri nú að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Eins og svo oft áður greip forsetinn til Twitter til þess að svara fyrir sig. „Þeir bjuggu til gervisamráð með Rússafréttunum, fundu engar sannanir, svo nú fara þeir í hindrun á framgangi réttvísinnar í gervifréttinni. Huggulegt,“ tísti Trump.Skjáskot/TwitterÞá endurtók hann fullyrðingu sína um að málið allt væri stærstu nornaveiðar í bandrískri stjórnmálasögu. Fyrir því stæði „mjög slæmt og ringlað“ fólk.Reuters-fréttastofan segir hins vegar að heimildamaður hennar sem þekki til rannsóknar Mueller hafi staðfest frétt Washington Post. Rannsókn á mögulegri tilraun Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið óumflýjanleg eftir Comey sagði þingnefnd í síðustu viku að hann teldi forsetann hafa rekið sig vegna Rússaransóknarinnar.Skjáskot/Twitter
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56