Handbolti

Hvít-Rússar gerðu strákunum okkar stóran greiða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hvít-Rússar rúlluðu yfir Rúmana í dag.
Hvít-Rússar rúlluðu yfir Rúmana í dag. vísir/getty
Hvíta-Rússland tryggði sér í dag sæti á EM 2018 í Króatíu með stórsigri á Rúmeníu, 22-32.

Um leið gerðu Hvít-Rússar íslenska landsliðinu stóran greiða. Nú dugar Íslendingum nefnilega að vinna Úkraínumenn í Laugardalshöllinni á sunnudaginn til að komast á EM.

Ísland fer þá áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.

Íslendingar eiga líka enn möguleika á að ná 2. sætinu. Til þess að það gerist þarf Ísland að vinna Úkraínu og vonast til að Makedónía tapi fyrir Tékklandi á sama tíma.

Úkraína og Makedónía skildu jöfn, 27-27, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í riðli 4 sem vinnst ekki á heimavelli.

Makedónía og Úkraína eru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti riðilsins. Þau eru bæði með fimm stig, einu stigi meira en Ísland sem er í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tékkland er á toppnum með sex stig.

Viacheslav Sadovyi skoraði sjö mörk fyrir Úkraínu en Kiril Lazarov var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Makedóníu með átta mörk.

Þá tryggðu Ungverjar sér farseðilinn til Króatíu með öruggum sigri á Lettum, 23-35.


Tengdar fréttir

Nánast búnir að Tékka sig út

Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast á tíunda Evrópumótið í röð er orðin ansi veik eftir tap fyrir Tékklandi, 27-24, í Brno í gær. Afleitur fyrri hálfleikur varð Íslendingum að falli í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×