Innlent

Hervör fyrsti forseti Landsréttar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót.
Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Vísir

Hervör L. Þorvaldsdóttir var kjörin forseti Landsréttar á fyrsta fundi dómara réttarins í gær. Davíð Þór Björgvinsson var kjörinn varaforseti réttarins. Þau eru bæði kjörin til fimm ára.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, aldursforseti Landsréttar, stýrði fundinum sem fram fór í Hannesarholti. Hervör var metin fimmta hæfust af hæfnisnefnd til að gegna embætti dómara við Landsrétt og Davíð Þór þriðji.

Hervör L. Þorvaldsdóttir

Hervör hafði gegnt embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá árinu 1998 og verið starfandi dómstjóri þar frá því í desember síðastliðnum. Þá hefur hún einnig starfað hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík sem og sem dómari við Hérðasdómi Vesturlands.

Alls eiga 15 dómarar sæti í Landsrétti sem er millidómstig á milli héraðsdómstóla og Hæstaréttar. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómsstigum. Hann á að taka til starfa þann 1. janúar 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×