Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - KA 1-0 | Valsmenn áfram á toppnum | Sjáðu markið Stefán Árni Pálsson skrifar 18. júní 2017 20:00 Valur vann góðan sigur á KA, 1-0, í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Eina mark leiksins gerði Darko Bulatovic en því miður fyrir hann var það í rangt mark. Valsmenn eru því enn á toppi deildarinnar með 19 stig og er liðið að spila vel.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum í dag og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan.Af hverju vann Valur? Valsmenn unnu þennan leik á baráttu og frábærum varnarleik. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom inn í byrjunarliðið hjá Val fyrir leikinn og var hann fínn í öftustu víglínu. Valsmenn eru komnir með ótrúlega massíft og sterkt lið varnarlega og verst liðið vel sem heild. Það eina sem skildi liðin að í dag var að Valur náði að halda fengnum hlut og sigla þessum sigri heim. Það er oft sagt að vörn vinni titla og það er spurning hvort Valsmenn séu með það góða varnarlínu.Þessir stóðu upp úrFyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson var frábær á miðjunni og gjörsamlega stjórnaði leiknum eins og herforingi. Hann stöðvaði síðan oft á tíðum álitlegar sóknir KA. Sigurður Egill Lárusson átti einnig fínan leik hjá Val. Hjá KA var Emil Lyng líklega besti maður gestanna.Hvað gekk illa? KA-menn náðu ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi og því náði liðið ekki að jafna metin. Það má kannski einnig segja um Valsmenn og mátti ekki sjá rosalega góðan sóknarleik hjá liðinum í dag.Hvað gerist næst?KA-menn fá KR-inga í heimsókn í næstu umferð og það verður heldur betur erfiður leikur fyrir norðanmenn. KR-ingar hafa ekki verið að ná úrslitum undanfarna leiki og munu mæta dýrvitlausir í næsta leik. Valur mætir síðan Fjölni í mikilvægu leik, en allir leikir Vals eru mikilvægir á meðan liðið er á toppnum. Ólafur: Vorum sterkir varnarlega„Þetta var geysilega erfiður leikur enda er KA með frábært lið,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „KA-menn eru hrikalega sterkir og þeir berjast alltaf allan leikinn. Við vorum því vel undirbúnir fyrir þannig leik og klárir í slaginn. Þetta datt síðan bara með okkur, sem betur fer.“ Eina mark leiksins var sjálfsmark Bulatovic. „Ég reyndar sá ekki markið og var aðeins að vesenast í öðru en sem betur fer fór boltinn inn.“ Eiður Aron kom inn í byrjunarlið Vals fyrir leikinn og stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar. „Hann er búinn að standa sig vel á æfingum og er öflugur leikmaður. Ég vildi bara sjá hann spila. Varnarleikur okkar var frábær í dag og það er mjög sterkt að halda út í hálftíma einum manni færri á móti svona öflugu liði. Ég held meira segja að þeir hafi ekki fengið færi í seinni hálfleiknum.“ Ólafur var ekkert sérstaklega ánægður með Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins. „Ég get ekki sagt að hann hafi verið neitt sérstaklega lélegur, en mér fannst hann ekki hafa nægilega mikið kontról á leiknum sjálfum. Þetta var oft allt of tilviljunarkennt.“ Túfa: Hefðum þurft að róa okkur aðeins undir lokin„Þetta er bara mjög svekkjandi, alltaf leiðinlegt að tapa leik,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, eftir leikinn. „Mér fannst við spila mjög vel á móti besta liði landsins í dag. Þegar upp er staðið þá eru þessi úrslit mjög svekkjandi, sérstaklega þegar úrslitin ráðast á sjálfsmarki.“ Túfa segir að leikmann liðsins hafi verið of æstir síðasta hálftímann. „Við hefðum þurft að ná aðeins meiri ró í okkar leik og setja boltann betur í svæði. Menn ætluðu bara að gera of mikið í einu undir lokin. Menn voru bara að flýta sér of mikið.“ KA mætir KR í næstu umferð á Akureyri. „Ég hef bara svo mikla trú á mínum mönnum að við getum unnið hvaða lið sem er og höfum sýnt það í allt sumar. Það kemur enginn til Akureyrar og vinnur okkur.“ Haukur Páll: Breiddin mikil og þvílíkt góðir fótaboltamenn hjá okkur utan hóps„Þetta var mjög erfiður leikur á móti virkilega góðu liði,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigurinn. „Mér fannst við hafa fín tök á þessum leik þegar við vorum 11 á móti 11 en svo sóttu þeir mikið síðasta hálftímann þegar við vorum færri. Mér fannst við samt sem áður taka vel á þeim þá.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi gefið allt í síðasta hálftímann og hlaupið mikið. „Við sýndum frábæran varnarleik í dag og við erum bara með ótrúlega mikla breidd í þessu liði. Það eru menn utan hóps sem eru þvílíkt góðir fótboltamenn en það þarf stóran og góðan hóp til að ná árangri í þessari deild.“ EinkunnirValur - 4-3-3: Anton Ari Einarsson 6 Einar Karl Ingvarsson 7 Haukur Páll Sigurðsson 8* Kristinn Ingi Halldórsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Sigurður Egill Lárusson 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 Dion Acoff 5 (68. Rasmus Christiansen 5) Orri Sigurður Ómarsson 6 Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7KA - 4-3-3 : Callum Williams 6 Ólafur Aron Pétursson 5 (64. Daníel Hafsteinsson 5) Elfar Árni Aðalsteinsson 4 Hallgrímur Mar Steingrímsson 5 Ásgeir Sigurgeirsson 6 Darko Bulatovic 4 Aleksandar Trninic 5 Hrannar Björn Steingrímsson 4 Srdjan Rajkovic 6 Emil Lyng 7 Almarr Ormarsson 5 Pepsi Max-deild karla
Valur vann góðan sigur á KA, 1-0, í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Eina mark leiksins gerði Darko Bulatovic en því miður fyrir hann var það í rangt mark. Valsmenn eru því enn á toppi deildarinnar með 19 stig og er liðið að spila vel.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum í dag og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan.Af hverju vann Valur? Valsmenn unnu þennan leik á baráttu og frábærum varnarleik. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom inn í byrjunarliðið hjá Val fyrir leikinn og var hann fínn í öftustu víglínu. Valsmenn eru komnir með ótrúlega massíft og sterkt lið varnarlega og verst liðið vel sem heild. Það eina sem skildi liðin að í dag var að Valur náði að halda fengnum hlut og sigla þessum sigri heim. Það er oft sagt að vörn vinni titla og það er spurning hvort Valsmenn séu með það góða varnarlínu.Þessir stóðu upp úrFyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson var frábær á miðjunni og gjörsamlega stjórnaði leiknum eins og herforingi. Hann stöðvaði síðan oft á tíðum álitlegar sóknir KA. Sigurður Egill Lárusson átti einnig fínan leik hjá Val. Hjá KA var Emil Lyng líklega besti maður gestanna.Hvað gekk illa? KA-menn náðu ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi og því náði liðið ekki að jafna metin. Það má kannski einnig segja um Valsmenn og mátti ekki sjá rosalega góðan sóknarleik hjá liðinum í dag.Hvað gerist næst?KA-menn fá KR-inga í heimsókn í næstu umferð og það verður heldur betur erfiður leikur fyrir norðanmenn. KR-ingar hafa ekki verið að ná úrslitum undanfarna leiki og munu mæta dýrvitlausir í næsta leik. Valur mætir síðan Fjölni í mikilvægu leik, en allir leikir Vals eru mikilvægir á meðan liðið er á toppnum. Ólafur: Vorum sterkir varnarlega„Þetta var geysilega erfiður leikur enda er KA með frábært lið,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „KA-menn eru hrikalega sterkir og þeir berjast alltaf allan leikinn. Við vorum því vel undirbúnir fyrir þannig leik og klárir í slaginn. Þetta datt síðan bara með okkur, sem betur fer.“ Eina mark leiksins var sjálfsmark Bulatovic. „Ég reyndar sá ekki markið og var aðeins að vesenast í öðru en sem betur fer fór boltinn inn.“ Eiður Aron kom inn í byrjunarlið Vals fyrir leikinn og stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar. „Hann er búinn að standa sig vel á æfingum og er öflugur leikmaður. Ég vildi bara sjá hann spila. Varnarleikur okkar var frábær í dag og það er mjög sterkt að halda út í hálftíma einum manni færri á móti svona öflugu liði. Ég held meira segja að þeir hafi ekki fengið færi í seinni hálfleiknum.“ Ólafur var ekkert sérstaklega ánægður með Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins. „Ég get ekki sagt að hann hafi verið neitt sérstaklega lélegur, en mér fannst hann ekki hafa nægilega mikið kontról á leiknum sjálfum. Þetta var oft allt of tilviljunarkennt.“ Túfa: Hefðum þurft að róa okkur aðeins undir lokin„Þetta er bara mjög svekkjandi, alltaf leiðinlegt að tapa leik,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, eftir leikinn. „Mér fannst við spila mjög vel á móti besta liði landsins í dag. Þegar upp er staðið þá eru þessi úrslit mjög svekkjandi, sérstaklega þegar úrslitin ráðast á sjálfsmarki.“ Túfa segir að leikmann liðsins hafi verið of æstir síðasta hálftímann. „Við hefðum þurft að ná aðeins meiri ró í okkar leik og setja boltann betur í svæði. Menn ætluðu bara að gera of mikið í einu undir lokin. Menn voru bara að flýta sér of mikið.“ KA mætir KR í næstu umferð á Akureyri. „Ég hef bara svo mikla trú á mínum mönnum að við getum unnið hvaða lið sem er og höfum sýnt það í allt sumar. Það kemur enginn til Akureyrar og vinnur okkur.“ Haukur Páll: Breiddin mikil og þvílíkt góðir fótaboltamenn hjá okkur utan hóps„Þetta var mjög erfiður leikur á móti virkilega góðu liði,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigurinn. „Mér fannst við hafa fín tök á þessum leik þegar við vorum 11 á móti 11 en svo sóttu þeir mikið síðasta hálftímann þegar við vorum færri. Mér fannst við samt sem áður taka vel á þeim þá.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi gefið allt í síðasta hálftímann og hlaupið mikið. „Við sýndum frábæran varnarleik í dag og við erum bara með ótrúlega mikla breidd í þessu liði. Það eru menn utan hóps sem eru þvílíkt góðir fótboltamenn en það þarf stóran og góðan hóp til að ná árangri í þessari deild.“ EinkunnirValur - 4-3-3: Anton Ari Einarsson 6 Einar Karl Ingvarsson 7 Haukur Páll Sigurðsson 8* Kristinn Ingi Halldórsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Sigurður Egill Lárusson 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 Dion Acoff 5 (68. Rasmus Christiansen 5) Orri Sigurður Ómarsson 6 Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7KA - 4-3-3 : Callum Williams 6 Ólafur Aron Pétursson 5 (64. Daníel Hafsteinsson 5) Elfar Árni Aðalsteinsson 4 Hallgrímur Mar Steingrímsson 5 Ásgeir Sigurgeirsson 6 Darko Bulatovic 4 Aleksandar Trninic 5 Hrannar Björn Steingrímsson 4 Srdjan Rajkovic 6 Emil Lyng 7 Almarr Ormarsson 5
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti