Ómar Ingi: Þurfum að laga smáatriðin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2017 15:00 Ómar Ingi hefur sig til flugs á æfingu landsliðsins. vísir/ernir Ómar Ingi Magnússon átti ágæta innkomu þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því tékkneska í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn. Hann skoraði eitt mark og gaf nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Ómar Ingi og félagar hans í íslenska liðinu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á EM þegar þeir mæta Úkraínu í kvöld. Sigur kemur Íslandi á EM en jafntefli eða tap þýðir að strákarnir sitja eftir með sárt ennið. En hvernig leggst leikurinn í Ómar Inga? „Bara vel. Við þurfum að sjálfsögðu að gera hlutina aðeins betur, sérstaklega nýta skotin okkar betur. Við fengum fín færi í síðasta leik sem við þurfum að nýta betur. Þá gengur sóknin sjálfsagt betur,“ sagði Selfyssingurinn í samtali við Vísi. „Það voru margir fínir hlutir í síðasta leik. Við þurfum að bæta ofan á það og laga smáatriðin.“ Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur með sína innkomu gegn Tékkum. „Þetta gekk bara þokkalega. Þetta er alltaf gaman, að koma inn á og berjast. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Ómar Ingi sem var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Hann lék með Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og komst vel frá sínu. En er mikill munur á dönsku og íslensku deildinni? „Að sjálfsögðu. Það er auðvitað betri handbolti þar. Ég er ánægður með áskorunina og klár í næsta tímabil,“ sagði Ómar Ingi. „Hvert lið er kannski með 3-4 betri leikmenn að meðaltali. Það er smá klassamunur á heildina litið.“ En telur Ómar Ingi að hann sé mikið betri leikmaður í dag en áður en hann fór út í atvinnumennskuna? „Ég tel mig hafa bætt mig eitthvað. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og það skilar sér á endanum,“ sagði Ómar Ingi sem leikur sinn sautjánda A-landsleik í kvöld. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00 Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56 Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon átti ágæta innkomu þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því tékkneska í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn. Hann skoraði eitt mark og gaf nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Ómar Ingi og félagar hans í íslenska liðinu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á EM þegar þeir mæta Úkraínu í kvöld. Sigur kemur Íslandi á EM en jafntefli eða tap þýðir að strákarnir sitja eftir með sárt ennið. En hvernig leggst leikurinn í Ómar Inga? „Bara vel. Við þurfum að sjálfsögðu að gera hlutina aðeins betur, sérstaklega nýta skotin okkar betur. Við fengum fín færi í síðasta leik sem við þurfum að nýta betur. Þá gengur sóknin sjálfsagt betur,“ sagði Selfyssingurinn í samtali við Vísi. „Það voru margir fínir hlutir í síðasta leik. Við þurfum að bæta ofan á það og laga smáatriðin.“ Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur með sína innkomu gegn Tékkum. „Þetta gekk bara þokkalega. Þetta er alltaf gaman, að koma inn á og berjast. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Ómar Ingi sem var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Hann lék með Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og komst vel frá sínu. En er mikill munur á dönsku og íslensku deildinni? „Að sjálfsögðu. Það er auðvitað betri handbolti þar. Ég er ánægður með áskorunina og klár í næsta tímabil,“ sagði Ómar Ingi. „Hvert lið er kannski með 3-4 betri leikmenn að meðaltali. Það er smá klassamunur á heildina litið.“ En telur Ómar Ingi að hann sé mikið betri leikmaður í dag en áður en hann fór út í atvinnumennskuna? „Ég tel mig hafa bætt mig eitthvað. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og það skilar sér á endanum,“ sagði Ómar Ingi sem leikur sinn sautjánda A-landsleik í kvöld. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00 Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56 Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00
Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56
Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00
Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti