Framkvæmdir á flugbrautum höfðu áhrif á að vélum var lent á Egilsstöðum Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2017 21:45 Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. Vísir/Vilhelm Hluti af ástæðu þess nokkrum flugvélum á leið til Keflavíkur var beint til Egilsstaðaflugvallar og einni var flogið til Edinborgar í gærkvöldi er að framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það hafi verið skýjahæðin sem var þess valdandi að ákvörðun var tekið að vélunum var ekki lent í Keflavík í gærkvöldi. Hins vegar standi nú yfir framkvæmdir á flugbrautum þar sem verið sé að lagfæra blindaðflugsbúnað. Hefði hann verið tengdur hefði mögulega verið hægt að lenda vélunum í gær. „Það eru framkvæmdir í gangi við brautarmótin – nyrðri enda N/S -brautarinnar og austasta enda A/V-brautarinnar. Þær snúa að þessum blindaðflugsbúnaði, svokölluðum ILS eða aðflugshallageisla sem er búnaður sem vélin tengir sig við og getur þá lent í minna skyggni. Þessi búnaður er ekki í gangi þar sem búið er að færa brautarendann innar á brautina á meðan á framkvæmdum stendur við þennan enda. Búnaðurinn ekki réttur, ef brautarendinn færist. Notast er við GPS-aðflug og þá lenda þeir ekki þegar skýjahæð er eins lág og hún var í gær,“ segir Guðni.En ef þessi búnaður hefði verið tengdur, þá hefðu þeir mögulega lent þarna í gær?„Þá hefðu þeir mögulega lent. Það fer auðvitað eftir flugfélögum og aðstæðum hverju sinni hvað þeir gera. En búnaðurinn býður upp á lendingu við mun lægri skýjahæð en var þarna í gær.“Ráðist í framkvæmdir á sumrin Guðni segir að ráðist sé í framkvæmdir sem þessar á sumrin þar sem skyggni sé best á þeim árstíma. Hann segir að framkvæmdum á N/S-braut muni ljúka á næstu dögum og verði hún þá opnuð aftur í fullri lengd. „Þetta eru framkvæmdir sem hófust síðasta sumar og verða í þetta sumar líka. Það er gert í samráði við flugfélögin, nákvæmlega hvert framkvæmdaplanið sé og hvaða takmarkanir eru á þjónustu á meðan. Það er samt mismunandi á framkvæmdatímanum hvernig þjónustan takmarkast.“ Hann segir að framkvæmdirnar hafi í raun haft muni minni áhrif ef fyrirfram var talið. Mat hafi verið gert á áhrifum framkvæmdanna þar sem fram kom að það gætu komið dagar þar sem vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli yfir einhver ákveðin tímabil. „Þetta hefur verið minna en það mat gerði ráð fyrir. En svo hafa komið tímar, eins og í gær, þá var það í um klukkutíma þar sem skýjahæðin var of lág.“ Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. „Verið er að malbika brautirnar og skipta út rafmagninu, úr bandaríska kerfinu í það evrópska. Framkvæmdir sem þessar eru gerðar á um tuttugu ára fresti. Það er vandað mjög til malbiksframkvæmda á flugbrautum til að ekki þurfi að gera það jafnoft eins og til dæmis á Miklubrautinni,“ segir Guðni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hluti af ástæðu þess nokkrum flugvélum á leið til Keflavíkur var beint til Egilsstaðaflugvallar og einni var flogið til Edinborgar í gærkvöldi er að framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það hafi verið skýjahæðin sem var þess valdandi að ákvörðun var tekið að vélunum var ekki lent í Keflavík í gærkvöldi. Hins vegar standi nú yfir framkvæmdir á flugbrautum þar sem verið sé að lagfæra blindaðflugsbúnað. Hefði hann verið tengdur hefði mögulega verið hægt að lenda vélunum í gær. „Það eru framkvæmdir í gangi við brautarmótin – nyrðri enda N/S -brautarinnar og austasta enda A/V-brautarinnar. Þær snúa að þessum blindaðflugsbúnaði, svokölluðum ILS eða aðflugshallageisla sem er búnaður sem vélin tengir sig við og getur þá lent í minna skyggni. Þessi búnaður er ekki í gangi þar sem búið er að færa brautarendann innar á brautina á meðan á framkvæmdum stendur við þennan enda. Búnaðurinn ekki réttur, ef brautarendinn færist. Notast er við GPS-aðflug og þá lenda þeir ekki þegar skýjahæð er eins lág og hún var í gær,“ segir Guðni.En ef þessi búnaður hefði verið tengdur, þá hefðu þeir mögulega lent þarna í gær?„Þá hefðu þeir mögulega lent. Það fer auðvitað eftir flugfélögum og aðstæðum hverju sinni hvað þeir gera. En búnaðurinn býður upp á lendingu við mun lægri skýjahæð en var þarna í gær.“Ráðist í framkvæmdir á sumrin Guðni segir að ráðist sé í framkvæmdir sem þessar á sumrin þar sem skyggni sé best á þeim árstíma. Hann segir að framkvæmdum á N/S-braut muni ljúka á næstu dögum og verði hún þá opnuð aftur í fullri lengd. „Þetta eru framkvæmdir sem hófust síðasta sumar og verða í þetta sumar líka. Það er gert í samráði við flugfélögin, nákvæmlega hvert framkvæmdaplanið sé og hvaða takmarkanir eru á þjónustu á meðan. Það er samt mismunandi á framkvæmdatímanum hvernig þjónustan takmarkast.“ Hann segir að framkvæmdirnar hafi í raun haft muni minni áhrif ef fyrirfram var talið. Mat hafi verið gert á áhrifum framkvæmdanna þar sem fram kom að það gætu komið dagar þar sem vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli yfir einhver ákveðin tímabil. „Þetta hefur verið minna en það mat gerði ráð fyrir. En svo hafa komið tímar, eins og í gær, þá var það í um klukkutíma þar sem skýjahæðin var of lág.“ Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. „Verið er að malbika brautirnar og skipta út rafmagninu, úr bandaríska kerfinu í það evrópska. Framkvæmdir sem þessar eru gerðar á um tuttugu ára fresti. Það er vandað mjög til malbiksframkvæmda á flugbrautum til að ekki þurfi að gera það jafnoft eins og til dæmis á Miklubrautinni,“ segir Guðni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15
Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51
Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47