Fóru fjallabaksleiðina á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júní 2017 06:00 Íslensku strákarnir fagna sigrinum góða á Úkraínu og sætinu á EM: vísir/anton Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló. EM 2018 í handbolta Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira