Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fjölnir 3-1 | Skagamenn stálu sigrinum undir lokin Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2017 21:30 Skagamenn hafa verið duglegir að skora í sumar. vísir/andri marinó Skagamenn unnu frábæran sigur, 3-1, á Fjölnismönnum en úrslitin réðust í uppbótartíma með tveimur mörkum frá heimamönnum. Það voru þeir Hafþór Pétursson, Steinar Þorsteinsson og Þórður Þ. Þórðarson sem skoruðu mörk Skagamanna í leiknum en með sigrinum fer liðið í sjö stig, einu stigi frá Fjölnismönnum.Af hverju vann ÍA? Heimamenn voru ekkert betri aðilinn í þessum leik heilt yfir en leikmenn liðsins voru aftur á móti ákveðnari undir blálokin og það sást greinilega þá að liðið mátti alls ekki tapa í kvöld og það kom voðalega lítið annað til greina fyrir þá en að vinna leikinn. Skagamenn vildi einfaldlega sigurinn meira en Fjölnismenn.Þessir stóðu upp úr Þórður Þorsteinn Þórðarson var mjög fínn í liðið Skagamanna og lagði hann upp eitt mark og skoraði síðan þriðja mark liðsins. Ægir Jarl Jónasson var nokkuð öflugur í liði Fjölnis en þessi leikur fer aldrei í sögubækurnar fyrir góða leikmenn, því miður.Hvað gekk illa? Liðin voru bæði í vandræðum með að loka sóknunum almennilega, með hættulegum skotum. Uppspilið gekk kannski ágætlega en síðan var það smiðshöggið sem klikkaði. Varnarleikur Fjölnismanna var í raun til skammar í öðru marki Skagamanna og það kostaði þá stigið. Steinar: Náði bara að renna mér í boltann „Mér líður hrikalega vel og það var ótrúlega gaman að koma inn í þetta,“ segir Steinar Þorsteinsson, hetja Skagamanna í kvöld. „Ég fékk bara þau skilaboð frá Gulla að ég ætti að keyra á þá alveg eins og ég gæti. Þeir voru þreyttir undir lokin, enda einum manni færri.“ Steinar skoraði annað mark Skagamanna á 92. mínútu eftir fínan bolta frá ÞÞÞ. „Doddi kom bara með flottan bolta inn í og ég náði að renna mér í hann. Ég er bara virkilega sáttur. Þetta var rosalega mikilvægur sigur, núna eru við bara einu stigi frá Fjölni, en ef þeir hefðu unnið okkur þá væru þeir komnir allt of langt frá okkur.“ Ágúst: Við erum bara í bullandi fallbaráttu„Heilt yfir fannst mér liðið spila ágætlega en við erum svolítið slegnir útaf laginu undir lok fyrri hálfleiks með heppnismarki frá þeim og síðan rauða spjaldinu í upphafi þess síðari,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. „Þegar við vorum orðnir tíu inni á vellinum fannst mér við í raun sterkari næstu mínúturnar en síðan missum við aðeins móðinn undir lok leiksins.“ Ágúst segir að ekkert hafi verið hægt að segja við rauða spjaldinu sem Mario Tadejevic fékk á 58. mínútu leiksins. „Við náðum samt að skapa okkur mjög góð færi undir lokin en Skagamenn gengu bara á lagið og kláruðu leikinn með sóma. Við erum bara komnir í bullandi fallbaráttu, það er bara staðan hjá okkur í dag en við verðum bara að halda áfram.“ÍA - 4-4-2:Ingvar Þór Kale 6 Arnór Snær Guðmundson 6 Albert Hafsteinsson 6 Tryggvi Hrafn Haraldsson 5 Arnar Már Guðjónsson 5 (59. Robert Menzel 5) Ólafur Valur Valdimarsson 6 Hafþór Pétursson 7Þórður Þ. Þórðarson 8* Maður leiksins Rashid Yussuf 6 Gylfi Veigar Gylfason 5 Stefán Teitur Þórðarson 5 (55. Garðar Gunnlaugsson 5)Fjölnir - 4-3-3:Þórður Ingason 5 Mario Tadejevic 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Ivica Dzolan 5 Þórir Guðjónsson 3 (66. Marcus Solberg 5) Ægir Jarl Jónasson 7 Birnir Snær Ingason 7 Ingimundur Níels Óskarsson 5 Hans Viktor Guðmundsson 5 Mees Junior Siers 5 Igor Jugovic5 (62. Bojan Ljubicic 5) Pepsi Max-deild karla
Skagamenn unnu frábæran sigur, 3-1, á Fjölnismönnum en úrslitin réðust í uppbótartíma með tveimur mörkum frá heimamönnum. Það voru þeir Hafþór Pétursson, Steinar Þorsteinsson og Þórður Þ. Þórðarson sem skoruðu mörk Skagamanna í leiknum en með sigrinum fer liðið í sjö stig, einu stigi frá Fjölnismönnum.Af hverju vann ÍA? Heimamenn voru ekkert betri aðilinn í þessum leik heilt yfir en leikmenn liðsins voru aftur á móti ákveðnari undir blálokin og það sást greinilega þá að liðið mátti alls ekki tapa í kvöld og það kom voðalega lítið annað til greina fyrir þá en að vinna leikinn. Skagamenn vildi einfaldlega sigurinn meira en Fjölnismenn.Þessir stóðu upp úr Þórður Þorsteinn Þórðarson var mjög fínn í liðið Skagamanna og lagði hann upp eitt mark og skoraði síðan þriðja mark liðsins. Ægir Jarl Jónasson var nokkuð öflugur í liði Fjölnis en þessi leikur fer aldrei í sögubækurnar fyrir góða leikmenn, því miður.Hvað gekk illa? Liðin voru bæði í vandræðum með að loka sóknunum almennilega, með hættulegum skotum. Uppspilið gekk kannski ágætlega en síðan var það smiðshöggið sem klikkaði. Varnarleikur Fjölnismanna var í raun til skammar í öðru marki Skagamanna og það kostaði þá stigið. Steinar: Náði bara að renna mér í boltann „Mér líður hrikalega vel og það var ótrúlega gaman að koma inn í þetta,“ segir Steinar Þorsteinsson, hetja Skagamanna í kvöld. „Ég fékk bara þau skilaboð frá Gulla að ég ætti að keyra á þá alveg eins og ég gæti. Þeir voru þreyttir undir lokin, enda einum manni færri.“ Steinar skoraði annað mark Skagamanna á 92. mínútu eftir fínan bolta frá ÞÞÞ. „Doddi kom bara með flottan bolta inn í og ég náði að renna mér í hann. Ég er bara virkilega sáttur. Þetta var rosalega mikilvægur sigur, núna eru við bara einu stigi frá Fjölni, en ef þeir hefðu unnið okkur þá væru þeir komnir allt of langt frá okkur.“ Ágúst: Við erum bara í bullandi fallbaráttu„Heilt yfir fannst mér liðið spila ágætlega en við erum svolítið slegnir útaf laginu undir lok fyrri hálfleiks með heppnismarki frá þeim og síðan rauða spjaldinu í upphafi þess síðari,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. „Þegar við vorum orðnir tíu inni á vellinum fannst mér við í raun sterkari næstu mínúturnar en síðan missum við aðeins móðinn undir lok leiksins.“ Ágúst segir að ekkert hafi verið hægt að segja við rauða spjaldinu sem Mario Tadejevic fékk á 58. mínútu leiksins. „Við náðum samt að skapa okkur mjög góð færi undir lokin en Skagamenn gengu bara á lagið og kláruðu leikinn með sóma. Við erum bara komnir í bullandi fallbaráttu, það er bara staðan hjá okkur í dag en við verðum bara að halda áfram.“ÍA - 4-4-2:Ingvar Þór Kale 6 Arnór Snær Guðmundson 6 Albert Hafsteinsson 6 Tryggvi Hrafn Haraldsson 5 Arnar Már Guðjónsson 5 (59. Robert Menzel 5) Ólafur Valur Valdimarsson 6 Hafþór Pétursson 7Þórður Þ. Þórðarson 8* Maður leiksins Rashid Yussuf 6 Gylfi Veigar Gylfason 5 Stefán Teitur Þórðarson 5 (55. Garðar Gunnlaugsson 5)Fjölnir - 4-3-3:Þórður Ingason 5 Mario Tadejevic 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Ivica Dzolan 5 Þórir Guðjónsson 3 (66. Marcus Solberg 5) Ægir Jarl Jónasson 7 Birnir Snær Ingason 7 Ingimundur Níels Óskarsson 5 Hans Viktor Guðmundsson 5 Mees Junior Siers 5 Igor Jugovic5 (62. Bojan Ljubicic 5)
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti