Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 10:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Hanna Willum Þór Þórsson, þjálfari karlaliðs KR, þurfti að fylgjast með því úr þingsal í gær þegar lið hans keppti við b-deildarlið ÍR í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins. Willum Þór er varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og var kallaður inn í fjarveru Eyglóar Harðardóttur. Í gærkvöldi var mikið í gangi á Alþingi þar sem þingmenn voru að reyna að ganga frá öllum lausum endum áður en þeir komust sumarfrí. Willum komst því ekki upp í Mjódd til að stýra sínu liði í bikarleiknum en Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans hjá KR, var þjálfari KR-liðsins í þessum leik. Flestir hefðu búist við frekar auðveldum sigri hjá KR en annað kom á daginn því leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni sem KR vann svo 7-6. Í marki KR lengst af í leiknum stóð Jakob Eggertsson í sínum fyrsta alvöru leik en hann kom inná sem varamaður eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. ÍR-ingar fengu tækifæri til að tryggja sér sigur í vítakeppninni en hinn 19 ára gamli markvöður kom þá til bjargar og tryggði KR bráðabana. Jakob varði síðan síðustu vítaspyrnu ÍR og tryggði KR-liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, tók vel eftir því þegar Willum Þór var að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í þingsal. „Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal,“ skrifaði Áslaug Arna inn á Twitter. Þeir sem ekki sáu Willum Þór í þingsalnum í gærkvöldi en eru vanir að sjá hann arka fram og til baka í þjálfaraboxinu á hliðarlínunni geta örugglega auðveldað ímyndað sér hvernig gekk hjá honum í gærkvöldi þegar hann fylgdist með liði sínu úr fjarska í svona spennandi leik.Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal. https://t.co/SbUsgxHeDG — Áslaug Arna (@aslaugarna) May 31, 2017 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23 Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari karlaliðs KR, þurfti að fylgjast með því úr þingsal í gær þegar lið hans keppti við b-deildarlið ÍR í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins. Willum Þór er varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og var kallaður inn í fjarveru Eyglóar Harðardóttur. Í gærkvöldi var mikið í gangi á Alþingi þar sem þingmenn voru að reyna að ganga frá öllum lausum endum áður en þeir komust sumarfrí. Willum komst því ekki upp í Mjódd til að stýra sínu liði í bikarleiknum en Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans hjá KR, var þjálfari KR-liðsins í þessum leik. Flestir hefðu búist við frekar auðveldum sigri hjá KR en annað kom á daginn því leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni sem KR vann svo 7-6. Í marki KR lengst af í leiknum stóð Jakob Eggertsson í sínum fyrsta alvöru leik en hann kom inná sem varamaður eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. ÍR-ingar fengu tækifæri til að tryggja sér sigur í vítakeppninni en hinn 19 ára gamli markvöður kom þá til bjargar og tryggði KR bráðabana. Jakob varði síðan síðustu vítaspyrnu ÍR og tryggði KR-liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, tók vel eftir því þegar Willum Þór var að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í þingsal. „Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal,“ skrifaði Áslaug Arna inn á Twitter. Þeir sem ekki sáu Willum Þór í þingsalnum í gærkvöldi en eru vanir að sjá hann arka fram og til baka í þjálfaraboxinu á hliðarlínunni geta örugglega auðveldað ímyndað sér hvernig gekk hjá honum í gærkvöldi þegar hann fylgdist með liði sínu úr fjarska í svona spennandi leik.Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal. https://t.co/SbUsgxHeDG — Áslaug Arna (@aslaugarna) May 31, 2017
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23 Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23
Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00