Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregur land sitt út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira