Tuttugu og fjögur lið hafa unnið Meistaradeildina en hvert þeirra er það besta? 2. júní 2017 19:15 Frábær lið. vísir/getty Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992. Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma. Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning. Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi. Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu. Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti. Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.Hér má sjá allan listann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15 Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992. Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma. Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning. Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi. Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu. Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti. Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.Hér má sjá allan listann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15 Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15
Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30