Fótbolti

Mögnuð markatölfræði Ronaldos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo hefur skorað 600 mörk á ferlinum.
Ronaldo hefur skorað 600 mörk á ferlinum. vísir/getty
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann Juventus, 1-4, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.



Annað mark Ronaldos var sögulegt en það var hans 600. á ferlinum í 855 leikjum fyrir félags- og landslið.

Ronaldo hefur nú skorað 406 mörk fyrir Real Madrid. Hann skoraði 118 mörk fyrir Manchester United sínum tíma og fimm mörk fyrir Sporting. Þá hefur Ronaldo gert 71 mark fyrir portúgalska landsliðið.

Fyrra mark Ronaldos var jafnframt mark númer 500 hjá Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Real Madrid í þessari sterkustu félagsliðakeppni heims.

Ronaldo hefur nú skorað í þremur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni, alls fjögur mörk.

Hann hefur einnig gert a.m.k. tvisvar sinnum fleiri mörk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar (4), undanúrslitunum (7) og 8-liða úrslitum (20) en nokkur annar leikmaður. Ótrúleg tölfræði hjá ótrúlegum leikmanni.

Ronaldo skoraði alls 12 mörk í Meistaradeildinni í vetur og varð markakóngur hennar fimmta árið í röð. Tíu af þessum 12 mörkum komu í síðustu fimm leikjum Real Madrid í keppninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×