Fótbolti

Buffon: Þeir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Buffon hefur ekki enn fengið að lyfta bikarnum með stóru eyrun.
Buffon hefur ekki enn fengið að lyfta bikarnum með stóru eyrun. vísir/getty
Gianluigi Buffon gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að Juventus tapaði 1-4 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Þetta var í þriðja sinn sem Buffon tapar úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Juventus.

„Þetta eru mikil vonbrigði því við héldum að við hefðum gert allt til að komast í leikinn og vinna hann loksins,“ sagði hinn 39 ára gamli Buffon.

Juventus var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við og Real Madrid hafði öll völd á vellinum.

„Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik þar sem við settum þá í mikil vandræði. Við nálguðumst fyrri hálfleikinn frábærlega, gáfum Real Madrid ekki neitt og lögðum hart að okkur. Við nýttum okkur það ekki nógu vel sem eru vonbrigði,“ sagði Buffon.

„Í seinni hálfleik sýndu þeir styrk sinn og hversu góðir þeir eru að vinna svona leiki. Þetta var verðskuldaður sigur.“


Tengdar fréttir

Mögnuð markatölfræði Ronaldos

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann Juventus, 1-4, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×