Fótbolti

Griezmann verður áfram hjá Atlético Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Griezmann endaði í 3. sæti í kjörinu á besta leikmanni heims 2016.
Griezmann endaði í 3. sæti í kjörinu á besta leikmanni heims 2016. vísir/getty
Franski framherjinn Antoine Griezmann verður áfram í herbúðum Atlético Madrid.

Griezmann hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United undanfarna mánuði. Í síðustu viku bárust hins vegar fréttir af því að áhugi United á framherjanum knáa hefði kólnað.

Hinn 26 ára gamli Griezmann hefur nú staðfest að hann verði áfram hjá Atlético, aðallega vegna félagaskiptabannsins sem félagið var sett í en Atlético má ekki kaupa nýja leikmenn fyrr en í janúar á næsta ári.

„Þetta er erfiður tími fyrir félagið. Það yrði óheiðarlegt að fara núna. Ég sný aftur á næsta tímabili,“ sagði Griezmann í samtali við sjónvarpsstöð í Frakklandi.

Griezmann kom til Atlético frá Real Sociedad sumarið 2014. Hann hefur skorað 83 mörk í 160 leikjum fyrir Madrídarliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×