Óboðleg vinnubrögð þriggja flokka Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun