Turan réðst á blaðamann og hætti svo í landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2017 14:59 Takk fyrir og bless. Turan spilar ekki aftur fyrir Tyrkland. vísir/getty Arda Turan, leikmaður Barcelona og tyrkneska landsliðsins, missti stjórn á skapi sínu í flugi í gær og ræðst á tyrkneskan íþróttafréttamann. Turan var í kjölfarið rekinn úr tyrkneska hópnum og hann gekk enn lengra með því að segjast ætla aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Turan var ósáttur við grein blaðamanns um launadeilu leikmanna tyrkneska liðsins við knattspyrnusamband þjóðarinnar fyrir EM. „Segðu mér varst þú þarna með okkur er þú skrifaðir þessa frétt? Hvern bað ég um pening? Talaðu. Segðu okkur frá þessu. Hver fékk þig til þess að skrifa um þetta,“ öskraði Turan á íþróttafréttamanninn Bilal Mese sem er reynslumikill. Fjölmiðlar fengu að ferðast með landsliðinu og það kunni Turan ekki að meta. „Hverslags land er þetta. Þeir hleypa þér um borð í vélina. Þeir sem hleyptu þér um borð mega fara til helvítis. Þú ert helvítis aumingi og fyrr hætti ég í landsliðinu en að leyfa þér að drulla yfir mig. Þú ert bara málpípa forseta knattspyrnusambandsins.“ Eftir að hafa urðað yfir Mese greip Turan fast um háls íþróttafréttamannsins og þurfti her manna til þess að draga Turan í burtu. Turan lýsti því yfir í dag að hann væri hættur í landsliðinu og mun því ekki spila gegn Íslandi er liðin mætast í Tyrklandi í byrjun október. Þetta er mikið áfall fyrir tyrkneska liðið þar sem Turan er potturinn og pannan í leik liðsins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Arda Turan, leikmaður Barcelona og tyrkneska landsliðsins, missti stjórn á skapi sínu í flugi í gær og ræðst á tyrkneskan íþróttafréttamann. Turan var í kjölfarið rekinn úr tyrkneska hópnum og hann gekk enn lengra með því að segjast ætla aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Turan var ósáttur við grein blaðamanns um launadeilu leikmanna tyrkneska liðsins við knattspyrnusamband þjóðarinnar fyrir EM. „Segðu mér varst þú þarna með okkur er þú skrifaðir þessa frétt? Hvern bað ég um pening? Talaðu. Segðu okkur frá þessu. Hver fékk þig til þess að skrifa um þetta,“ öskraði Turan á íþróttafréttamanninn Bilal Mese sem er reynslumikill. Fjölmiðlar fengu að ferðast með landsliðinu og það kunni Turan ekki að meta. „Hverslags land er þetta. Þeir hleypa þér um borð í vélina. Þeir sem hleyptu þér um borð mega fara til helvítis. Þú ert helvítis aumingi og fyrr hætti ég í landsliðinu en að leyfa þér að drulla yfir mig. Þú ert bara málpípa forseta knattspyrnusambandsins.“ Eftir að hafa urðað yfir Mese greip Turan fast um háls íþróttafréttamannsins og þurfti her manna til þess að draga Turan í burtu. Turan lýsti því yfir í dag að hann væri hættur í landsliðinu og mun því ekki spila gegn Íslandi er liðin mætast í Tyrklandi í byrjun október. Þetta er mikið áfall fyrir tyrkneska liðið þar sem Turan er potturinn og pannan í leik liðsins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira