Lífið

Ísland í sumar lofar banastuði í sólinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Hlynur, Kristján Már og Sindri Sindrason verða á ferð og flugi með bros á vör í sumar.
Magnús Hlynur, Kristján Már og Sindri Sindrason verða á ferð og flugi með bros á vör í sumar. Vísir
Mannlífið á Íslandi, glaumur og gleði verða við völd í þættinum Ísland í sumar sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í allt sumar að loknum kvöldfréttum. Þar koma gleðigjafar og fréttamenn stöðvarinnar saman og bjóða upp á eldhressa dagskrá.

Þættirnir eru á dagskrá um klukkan 19:10 dag hvern. Mánudagar eru dagar Gumma Ben en fótboltasérfræðingurinn verður með skemmtileg sjónarhorn á íþróttina fögru með léttleikann í fyrirrúmi. 

Kristján Már Unnarsson heldur áfram að þræða landið okkar og tekur hús á skemmtilegu fólki um land allt. Miðvikudagar eru dagar Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, Selfyssings með meiru, sem löngu er landsþekktur fyrir fréttir sínar af Suðurlandinu. 

Á fimmtudögum fer Sindri Sindrason á flakk um höfuðborgarsvæðið og opnar áhugaverðar dyr til að komast til botns í því hvað er að finna þar fyrir innan. Botninn í vikuna slær svo Kjartan Atli Kjartansson sem fer á rúntinn með góðu fólki og hitar upp fyrir helgina.

Þátturinn verður sem fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 að loknum kvöldfréttum.

Fyrsta þáttinn má sjá hér að neðan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.