Utanríkisráðherra bjartsýnn á samninga við Breta Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 21:00 Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Brexit Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Brexit Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira