Framtíð íslenskrar tungu Tryggvi Gíslason skrifar 8. júní 2017 07:00 Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um ensk heiti íslenskra fyrirtækja. Ástæðan er sú, að síðara hluta maímánaðar tók Flugfélag Íslands upp nafnið Air Iceland Connect. Um árabil notaði félagið nafnið Air Iceland, en með því að bæta við orðinu Connect sýnum við tengingu við íslenska náttúru og erlenda áfangastaði á borð við Grænland, Skotland og Norður-Írland. Þetta er lýsandi nafn og við erum sannfærð um að þetta muni leiða til sterkara vörumerkis á alþjóðamarkaði, eins og haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect. Naumast þarf að fara í grafgötur um, að íslensk fyrirtæki og stofnanir taka aukinn þátt í samkeppni á alþjóðamarkaði þar sem tungumálið er enska. Ekkert óeðlilegt er að íslensk fyrirtæki á alþjóðamarkaði noti ensk heiti til þess að vekja á sér athygli. Leyfi ég mér að fullyrða, að ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum ógna ekki framtíð íslenskrar tungu, eins og þráfaldlega er gefið í skyn. Aðrir þættir vega þar þyngra svo sem minnkandi bóklestur ungs fólks, tölvuleikir á ensku sem valda því að börn og unglingar tala orðið ensku sín á milli. Afstaða stjórnvalda til menntamála og léleg kjör kennara er mun meiri ógn við íslenska tungu en ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum. Jafnvel óskýr framburður, sem vinnur gegn gagnsæi málsins og getur breytt málkerfinu, veldur meiri hættu en Air Iceland Connect. Röng notkun orða og orðatiltækja og orðfæð er miklu alvarlegri ógn við framtíð tungunnar en Air Iceland Connect. Lítill skilningur ákveðins hóps Íslendinga á málrækt er einnig ógn við framtíð íslenskrar tungu, en hafa ber í huga að vegna íslenskrar tungu erum við sjálfstæð þjóð í eigin landi.Dómsdagsspá Lengi hefur verið efast um gildi íslenskrar tungu og henni spáð dauða. Árið 1754 kom út í Kaupmannahöfn ritið TYRO JURIS edur Barn í Lögum eftir Svein lögmann Sölvason. Þar segir hann, að heppilegra sé að nota orð úr dönsku en íslensku þegar ritað er um lögfræði á íslensku. Bjarni Jónsson, rektor Skálholtsskóla, lagði til í bréfi til Landsnefndarinnar fyrri árið 1771 að íslenska yrði lögð niður og danska tekin upp eða með hans orðum – á dönsku: „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog.” Í upphafi velmektardaga frjálshyggju í lok síðustu aldar var lagt til að íslenska yrði lögð niður og enska tekin upp í staðinn.Sterk staða íslenskrar tungu Þrátt fyrir þetta er raunin sú, að íslensk tunga hefur aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Á þetta m.a. rætur að rekja til þess, að málið hefur verið sveigt að nýjum viðfangsefnum og breyttu menningarumhverfi. Ritun skáldsagna og leikrita, ljóðagerð og vísnasöngur og vönduð bókaútgáfa hefur aldrei verið öflugri en undanfarna áratugi og nýstárleg auglýsingagerð í útvarpi og sjónvarpi hefur auðgað tunguna þar sem orðið hafa til orðaleikir og íslensk fyndni sem áður voru óþekktir í málinu – að ógleymdu rappi á íslensku. Engu að síður eru ýmis viðgangsefni sem bíða úrlausnar svo sem notkun íslensku í stafrænu umhverfi. Flest bendir því til, að íslenska, þetta forna beygingarmál, geti áfram gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fjölþættu samfélagi nútímans. Hins vegar hefði mátt finna betra enskt nafn á Flugfélag Íslands en Air Iceland Connect. Höfundur er fv. skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tryggvi Gíslason Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um ensk heiti íslenskra fyrirtækja. Ástæðan er sú, að síðara hluta maímánaðar tók Flugfélag Íslands upp nafnið Air Iceland Connect. Um árabil notaði félagið nafnið Air Iceland, en með því að bæta við orðinu Connect sýnum við tengingu við íslenska náttúru og erlenda áfangastaði á borð við Grænland, Skotland og Norður-Írland. Þetta er lýsandi nafn og við erum sannfærð um að þetta muni leiða til sterkara vörumerkis á alþjóðamarkaði, eins og haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect. Naumast þarf að fara í grafgötur um, að íslensk fyrirtæki og stofnanir taka aukinn þátt í samkeppni á alþjóðamarkaði þar sem tungumálið er enska. Ekkert óeðlilegt er að íslensk fyrirtæki á alþjóðamarkaði noti ensk heiti til þess að vekja á sér athygli. Leyfi ég mér að fullyrða, að ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum ógna ekki framtíð íslenskrar tungu, eins og þráfaldlega er gefið í skyn. Aðrir þættir vega þar þyngra svo sem minnkandi bóklestur ungs fólks, tölvuleikir á ensku sem valda því að börn og unglingar tala orðið ensku sín á milli. Afstaða stjórnvalda til menntamála og léleg kjör kennara er mun meiri ógn við íslenska tungu en ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum. Jafnvel óskýr framburður, sem vinnur gegn gagnsæi málsins og getur breytt málkerfinu, veldur meiri hættu en Air Iceland Connect. Röng notkun orða og orðatiltækja og orðfæð er miklu alvarlegri ógn við framtíð tungunnar en Air Iceland Connect. Lítill skilningur ákveðins hóps Íslendinga á málrækt er einnig ógn við framtíð íslenskrar tungu, en hafa ber í huga að vegna íslenskrar tungu erum við sjálfstæð þjóð í eigin landi.Dómsdagsspá Lengi hefur verið efast um gildi íslenskrar tungu og henni spáð dauða. Árið 1754 kom út í Kaupmannahöfn ritið TYRO JURIS edur Barn í Lögum eftir Svein lögmann Sölvason. Þar segir hann, að heppilegra sé að nota orð úr dönsku en íslensku þegar ritað er um lögfræði á íslensku. Bjarni Jónsson, rektor Skálholtsskóla, lagði til í bréfi til Landsnefndarinnar fyrri árið 1771 að íslenska yrði lögð niður og danska tekin upp eða með hans orðum – á dönsku: „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog.” Í upphafi velmektardaga frjálshyggju í lok síðustu aldar var lagt til að íslenska yrði lögð niður og enska tekin upp í staðinn.Sterk staða íslenskrar tungu Þrátt fyrir þetta er raunin sú, að íslensk tunga hefur aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Á þetta m.a. rætur að rekja til þess, að málið hefur verið sveigt að nýjum viðfangsefnum og breyttu menningarumhverfi. Ritun skáldsagna og leikrita, ljóðagerð og vísnasöngur og vönduð bókaútgáfa hefur aldrei verið öflugri en undanfarna áratugi og nýstárleg auglýsingagerð í útvarpi og sjónvarpi hefur auðgað tunguna þar sem orðið hafa til orðaleikir og íslensk fyndni sem áður voru óþekktir í málinu – að ógleymdu rappi á íslensku. Engu að síður eru ýmis viðgangsefni sem bíða úrlausnar svo sem notkun íslensku í stafrænu umhverfi. Flest bendir því til, að íslenska, þetta forna beygingarmál, geti áfram gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fjölþættu samfélagi nútímans. Hins vegar hefði mátt finna betra enskt nafn á Flugfélag Íslands en Air Iceland Connect. Höfundur er fv. skólameistari.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun