Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. júní 2017 00:37 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil. Vísir/Eyþór Yfirheyrslur yfir þeim sex sem handtekin voru í kvöld vegna manndráps í Mosfellsdal eru hafnar, en karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við bæinn Æsustaði. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. Þá eru tveir bílar sem lögregla lagði hald á við handtökur til rannsóknar. „Það er verið að yfirheyra þetta fólk sem er handtekið og við erum búin að yfirheyra vitni. Við munum yfirheyra eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Lögreglan fjarlægði pallbíl merktan fyrirtækinu Dogsledding Iceland af vettvangi í Mosfellsdal. „Hann tengist þessu fólki sem var handtekið,“ segir Grímur. Hluti fólksins var handtekið á vettvangi en aðrir á Vesturlandsvegi. Þar var lagt hald á annan bíl að sögn Gríms. Enn er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sexmenningunum. Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að ákvörðun um það verði tekin í framhaldi af yfirheyrslum. Öll þau handteknu, fimm karlmenn og ein kona, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um árásina klukkan 18:24 og fór fjölmennt lið lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliði og sjúkraflutningafólki á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56 Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18 Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Yfirheyrslur yfir þeim sex sem handtekin voru í kvöld vegna manndráps í Mosfellsdal eru hafnar, en karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við bæinn Æsustaði. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. Þá eru tveir bílar sem lögregla lagði hald á við handtökur til rannsóknar. „Það er verið að yfirheyra þetta fólk sem er handtekið og við erum búin að yfirheyra vitni. Við munum yfirheyra eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Lögreglan fjarlægði pallbíl merktan fyrirtækinu Dogsledding Iceland af vettvangi í Mosfellsdal. „Hann tengist þessu fólki sem var handtekið,“ segir Grímur. Hluti fólksins var handtekið á vettvangi en aðrir á Vesturlandsvegi. Þar var lagt hald á annan bíl að sögn Gríms. Enn er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sexmenningunum. Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að ákvörðun um það verði tekin í framhaldi af yfirheyrslum. Öll þau handteknu, fimm karlmenn og ein kona, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um árásina klukkan 18:24 og fór fjölmennt lið lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliði og sjúkraflutningafólki á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56 Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18 Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56
Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18
Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49