Formaður þýska sambandsins: Möguleiki að Þjóðverjar mæti ekki á HM í Katar 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 18:30 Bastian Schweinsteiger og Philip Lahm fagna með heimsbikarinn 2014. Vísir/Getty Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira