Óstöðugleiki krónunnar vandamál Ingólfur Bender skrifar 9. júní 2017 14:00 Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum. Ein birtingarmynd þessa óstöðugleika er miklar sveiflur í gengi krónunnar en þær sveiflur eru bæði búnar að vera orsök og afleiðing mikilla hagsveiflna hér á landi um langt árabil. Gengi krónunnar hækkaði um ríflega 18% í fyrra sem er mesta hækkun gengis hennar á einu ári sem mælst hefur hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um ríflega 9% sem er nær fimm sinnum meiri hækkun en mældist á sama tíma í fyrra. Rifja má upp að á árinu 2008 lækkaði gengi krónunnar um ríflega 44%. Þessar tölur sýna glögglega þann mikla óstöðugleika sem krónan hefur bæði endurspeglað og verið rótin af í íslensku efnahagslífi á ekki lengri tíma en tæpum áratug. Sveiflan hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Slíkar öfgakenndar sveiflur í samkeppnisstöðu fyrirtækja eru afar slæmar fyrir framþróun fyrirtækja hér á landi, hag heimilanna og vöxt hagkerfisins í heild. Viðbrögð margra iðnfyrirtækja sem og annarra sem helst eru að keppa við erlend fyrirtæki í gerbreyttri samkeppnisstöðu eru að flytja starfsemi annað, að hluta eða öllu leyti. Í mörgum öðrum tilfellum sverfur þróunin að markaðshlutdeild og umsvifum fyrirtækjanna til hagsbóta fyrir erlenda keppinauta. Fáar hindranir eru fyrir fyrirtæki til að mynda í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni að færa starfsemina úr landi og sjáum við nú merki þess að gengisþróunin er farin að hafa áhrif á umsvif þessara fyrirtækja hér á landi sem og mörg önnur fyrirtæki. Við þetta tapast vel launuð störf og fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja sem nauðsynleg er heilbrigðu atvinnulífi. Uppbygging fjölbreytts iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi er í hættu vegna hraðrar styrkingar krónunnar síðustu misseri. Þróunin heggur skarð í íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem er dýrt m.t.t. langtíma hagvaxtar og skilar sér ekki aftur nema á löngum tíma og að því tilskyldu að hér séu sköpuð góð og stöðug rekstrarskilyrði. Hagstjórnaraðgerðir þarf til að tryggja betri stöðugleika í umhverfi fyrirtækja hér á landi. Lykilatriði er að stjórn opinberra fjármála og peningamála sé öflug og samstiga í átakinu gegn ofþenslu, efnahagslægðum og óstöðugleika hér á landi. Einnig þarf að tryggja að fyrirkomulag stjórntækja efnahagsmála og þá ekki sýst peningamála, í ljósi núverandi endurskoðunar á því sviði, sé með þeim hætti að það geti sem best tryggt stöðugleikann.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum. Ein birtingarmynd þessa óstöðugleika er miklar sveiflur í gengi krónunnar en þær sveiflur eru bæði búnar að vera orsök og afleiðing mikilla hagsveiflna hér á landi um langt árabil. Gengi krónunnar hækkaði um ríflega 18% í fyrra sem er mesta hækkun gengis hennar á einu ári sem mælst hefur hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um ríflega 9% sem er nær fimm sinnum meiri hækkun en mældist á sama tíma í fyrra. Rifja má upp að á árinu 2008 lækkaði gengi krónunnar um ríflega 44%. Þessar tölur sýna glögglega þann mikla óstöðugleika sem krónan hefur bæði endurspeglað og verið rótin af í íslensku efnahagslífi á ekki lengri tíma en tæpum áratug. Sveiflan hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Slíkar öfgakenndar sveiflur í samkeppnisstöðu fyrirtækja eru afar slæmar fyrir framþróun fyrirtækja hér á landi, hag heimilanna og vöxt hagkerfisins í heild. Viðbrögð margra iðnfyrirtækja sem og annarra sem helst eru að keppa við erlend fyrirtæki í gerbreyttri samkeppnisstöðu eru að flytja starfsemi annað, að hluta eða öllu leyti. Í mörgum öðrum tilfellum sverfur þróunin að markaðshlutdeild og umsvifum fyrirtækjanna til hagsbóta fyrir erlenda keppinauta. Fáar hindranir eru fyrir fyrirtæki til að mynda í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni að færa starfsemina úr landi og sjáum við nú merki þess að gengisþróunin er farin að hafa áhrif á umsvif þessara fyrirtækja hér á landi sem og mörg önnur fyrirtæki. Við þetta tapast vel launuð störf og fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja sem nauðsynleg er heilbrigðu atvinnulífi. Uppbygging fjölbreytts iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi er í hættu vegna hraðrar styrkingar krónunnar síðustu misseri. Þróunin heggur skarð í íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem er dýrt m.t.t. langtíma hagvaxtar og skilar sér ekki aftur nema á löngum tíma og að því tilskyldu að hér séu sköpuð góð og stöðug rekstrarskilyrði. Hagstjórnaraðgerðir þarf til að tryggja betri stöðugleika í umhverfi fyrirtækja hér á landi. Lykilatriði er að stjórn opinberra fjármála og peningamála sé öflug og samstiga í átakinu gegn ofþenslu, efnahagslægðum og óstöðugleika hér á landi. Einnig þarf að tryggja að fyrirkomulag stjórntækja efnahagsmála og þá ekki sýst peningamála, í ljósi núverandi endurskoðunar á því sviði, sé með þeim hætti að það geti sem best tryggt stöðugleikann.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar