Engin þreytumerki á Ronaldo | Öll úrslitin í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2017 20:45 Ronaldo skoraði tvö í Ríga. vísir/getty Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30
Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17
Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45