Erlent

Lögregla gerir húsleit skammt frá Manchester

Atli Ísleifsson skrifar
Karlmaður var handtekinn af lögreglu á Upper Dicconson Street í Wigan í síðustu viku.
Karlmaður var handtekinn af lögreglu á Upper Dicconson Street í Wigan í síðustu viku. Vísir/AFP
Lögregla í Bretlandi gerir nú húsleit á heimili í Wigan, vestur af Manchester, í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í síðustu viku þar sem 22 létust og tugir særðust.

Sprengjusveit lögreglu er á staðnum og hefur fólki verið gert að yfirgefa heimili sín og halda sig fjarri.

Húsið sem um ræðir er á Springfield Street í Swinley í norðurhluta Wigan, og hefur lögregla girt af svæðið í kring.

Þetta er í annað sinn á síðustu dögum sem íbúum í Wigan er gert að yfirgefa heimili sín í tengslum við rannsókn lögreglu á árásinni í Manchester.

Karlmaður var handtekinn af lögreglu á Upper Dicconson Street í Wigan í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Sextán handteknir í Bretlandi

Lögreglan í Bretlandi handtók í dag sextánda manninn í tengslum við rannsóknina á sprengjuárásinni í Manchester í síðustu viku.

Ný handtaka í Manchester

Vopnaðir lögregluþjónar gerðu áhlaup á íbúðarhús í Moss Side í Manchester í dag. Þá var 25 ára gamall maður handtekinn í Old Trafford, svæði suðvestan við miðborg Manchester, í dag.

Ferðir árásarmannsins í Manchester kortlagðar frekar

Lögregla í Manchester handtók í dag 23 ára gamlan mann í Sussex í Englandi í tengslum við hryðjuverkin í Manchester. Þá sendu lögregluyfirvöld frá sér nýja mynd af árásarmanninum sem sýnir hann draga á eftir sér bláa ferðatösku fáeinum dögum fyrir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×