Fjallkirkjan komin í skjól Sólveig Gísladóttir skrifar 30. maí 2017 16:00 Guðmundur Sveinsson sem lengi ók Fjallkirkjunni fyrir Ingimar Þórðarson tók þessa mynd af bílnum fyrir allmörgum árum. Mynd/Guðmundur Sveinsson Bifreiðasaga Íslands hefur að geyma einn og annan dýrgripinn. Einn þeirra er án efa Fjallkirkjan, Scania Vabis vörubíll, sem Ingimar Þórðarson keypti húslausan árið 1965 og smíðaði sjálfur ofan á. Í dag er Fjallkirkjan komin í húsaskjól þar sem til stendur að gera hana upp. Einn þeirra sem þekkja vel til Ingimars og Fjallkirkjunnar er Svavar Sigurðsson sem ók Fjallkirkjunni fyrir Ingimar í fjölmörg ár. „Ingimar fæddist á Úlfsstöðum í Vallahreppi og þótti frumkvöðull í landflutningum á vörubílum. Veturinn 1964 keypti hann Scania Vabis árgerð '56. Bíllinn var strípaður og ekkert hús á honum en þannig ók hann honum norðurleiðina seinnipart vetrar, sitjandi á stól sem festur var á grindina,“ lýsir Svavar. Reyndar komst Ingimar ekki alla leið austur á Egilsstaði þar sem fjallvegir voru ófærir og bíllinn ekki til stórræðanna, húslaus í snjó með bera grind. Því ók hann niður á Húsavík og fékk þar far með skipi sem flutti bílinn austur á land. Margar sögur ganga af afrekum Ingimars og ein þeirra er sú að hann hafi setið á 50 flösku trékassa þegar hann ók fyrstu ferðina á bílnum. Þá sögu segir Svavar ekki sanna en þó hafi Ingimari verið trúandi til margs enda þótti hann uppátækjasamur.Fjallkirkjan er komin í hús og verður gerð upp með tímanum.Ómáluð fyrsta sumarið Þegar bíllinn var kominn austur stillti Ingimar honum upp heima hjá sér og byggði á hann hús eftir sínu höfði. „Ingimar var alltmúglígmann og tók sér það fyrir hendur sem þurfti,“ segir Svavar. En hvaðan kemur nafnið Fjallkirkjan? „Ég er ekki viss, þetta nafn festist við bílinn og hélst alla tíð. Kannski var það vegna útlitsins sem þótti nokkuð sérstakt eða vegna þess að fyrsta sumarið var bíllinn ómálaður þar sem Ingimar hafði ekki tíma til að mála hann eftir að vegir urðu færir.“ Svavar byrjaði að vinna hjá Ingimari árið 1966. „Þá hafði Ingimar keypt annan bíl sem hann keyrði sjálfur en ég var á Fjallkirkjunni. Við vorum að flytja vörur fyrir verslanir og eitt og annað, bæði frá Reykjavík og hingað austur og til baka,“ lýsir Svavar sem ók Fjallkirkjunni til 1971 þegar hætt var að nota hana sem sem aðalbíl. „Eftir það var hún notuð í annað. Þá voru aðalbílarnir losaðir á Egilsstöðum en Fjallkirkjan keyrði vörurnar áfram inn á firði.“Litið inn í Fjallkirkjuna.Lögreglan varð hissa Svavar segir að mjög gott hafi verið að keyra Fjallkirkjuna. „Hún fór mjög vel með mann,“ segir Svavar og bendir á að vegir hafi verið slæmir á þessum tíma og því hafi ferðalagið á milli landshlutanna oft tekið sólarhring. „Það var koja í bílnum sem var ekki algengt á þessum tíma en hún var uppi á lofti.“ Ingimar þótti um margt sérstakur karakter eins og þær fjölmörgu sögur sýna sem sagðar eru af honum. Í minningargrein sem Björn Ólafsson ritaði um Ingimar segir hann þessa sögu: „Einhverju sinni hafði Ingimar komið um nótt til Reykjavíkur og verið með farm sem þurfti að losa í Vesturbænum að morgni, svo hann lagði bílnum í laust stæði ekki langt frá. Um morguninn hafði einhver samband við lögregluna og kvartaði yfir þessum stóra flutningabíl sem lagt væri þarna við húsið. Lögreglan kom á staðinn og athugaði bílinn, en hann reyndist harðlæstur og ökumaður hvergi sjáanlegur. Þeir tóku því þá ákvörðun að bíða og sjá hvort sökudólgurinn kæmi ekki út úr einhverju húsi þar nærri. En mikil var undrun þeirra þegar bifreiðin fór allt í einu í gang og ók sem leið lá úr stæðinu og áfram á götuna án þess að nokkur hefði farið inn í bílinn. Þeir flýttu sér á eftir honum, og um leið og hann stöðvaði á ákvörðunarstað stukku þeir að bílnum og opnuðu dyrnar. Þá reyndist vera undir stýri þunnhærður miðaldra maður og varð brosmildur þegar þeir spurðu fyrst hvar hann hefði verið. „Nú ég var auðvitað á efri hæðinni,“ sagði ökumaðurinn og brosti enn breiðar.“Verður gerð upp Fjallkirkjan var notuð nokkuð lengi og Ingimar átti hana alla tíð en hann lést árið 2008. „Eftir það eignaðist bróðurdóttir hans bílinn en nokkrir menn sem lengi höfðu unnið hjá Ingimari fengu hann síðan í sína umsjá,“ segir Svavar. Byggð var skemma yfir bílinn og honum ekið var inn í hana undir eigin vélarafli. Ætlunin er að gera Fjallkirkjuna upp en þó er líklegt að það taki þó nokkur ár. Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Bifreiðasaga Íslands hefur að geyma einn og annan dýrgripinn. Einn þeirra er án efa Fjallkirkjan, Scania Vabis vörubíll, sem Ingimar Þórðarson keypti húslausan árið 1965 og smíðaði sjálfur ofan á. Í dag er Fjallkirkjan komin í húsaskjól þar sem til stendur að gera hana upp. Einn þeirra sem þekkja vel til Ingimars og Fjallkirkjunnar er Svavar Sigurðsson sem ók Fjallkirkjunni fyrir Ingimar í fjölmörg ár. „Ingimar fæddist á Úlfsstöðum í Vallahreppi og þótti frumkvöðull í landflutningum á vörubílum. Veturinn 1964 keypti hann Scania Vabis árgerð '56. Bíllinn var strípaður og ekkert hús á honum en þannig ók hann honum norðurleiðina seinnipart vetrar, sitjandi á stól sem festur var á grindina,“ lýsir Svavar. Reyndar komst Ingimar ekki alla leið austur á Egilsstaði þar sem fjallvegir voru ófærir og bíllinn ekki til stórræðanna, húslaus í snjó með bera grind. Því ók hann niður á Húsavík og fékk þar far með skipi sem flutti bílinn austur á land. Margar sögur ganga af afrekum Ingimars og ein þeirra er sú að hann hafi setið á 50 flösku trékassa þegar hann ók fyrstu ferðina á bílnum. Þá sögu segir Svavar ekki sanna en þó hafi Ingimari verið trúandi til margs enda þótti hann uppátækjasamur.Fjallkirkjan er komin í hús og verður gerð upp með tímanum.Ómáluð fyrsta sumarið Þegar bíllinn var kominn austur stillti Ingimar honum upp heima hjá sér og byggði á hann hús eftir sínu höfði. „Ingimar var alltmúglígmann og tók sér það fyrir hendur sem þurfti,“ segir Svavar. En hvaðan kemur nafnið Fjallkirkjan? „Ég er ekki viss, þetta nafn festist við bílinn og hélst alla tíð. Kannski var það vegna útlitsins sem þótti nokkuð sérstakt eða vegna þess að fyrsta sumarið var bíllinn ómálaður þar sem Ingimar hafði ekki tíma til að mála hann eftir að vegir urðu færir.“ Svavar byrjaði að vinna hjá Ingimari árið 1966. „Þá hafði Ingimar keypt annan bíl sem hann keyrði sjálfur en ég var á Fjallkirkjunni. Við vorum að flytja vörur fyrir verslanir og eitt og annað, bæði frá Reykjavík og hingað austur og til baka,“ lýsir Svavar sem ók Fjallkirkjunni til 1971 þegar hætt var að nota hana sem sem aðalbíl. „Eftir það var hún notuð í annað. Þá voru aðalbílarnir losaðir á Egilsstöðum en Fjallkirkjan keyrði vörurnar áfram inn á firði.“Litið inn í Fjallkirkjuna.Lögreglan varð hissa Svavar segir að mjög gott hafi verið að keyra Fjallkirkjuna. „Hún fór mjög vel með mann,“ segir Svavar og bendir á að vegir hafi verið slæmir á þessum tíma og því hafi ferðalagið á milli landshlutanna oft tekið sólarhring. „Það var koja í bílnum sem var ekki algengt á þessum tíma en hún var uppi á lofti.“ Ingimar þótti um margt sérstakur karakter eins og þær fjölmörgu sögur sýna sem sagðar eru af honum. Í minningargrein sem Björn Ólafsson ritaði um Ingimar segir hann þessa sögu: „Einhverju sinni hafði Ingimar komið um nótt til Reykjavíkur og verið með farm sem þurfti að losa í Vesturbænum að morgni, svo hann lagði bílnum í laust stæði ekki langt frá. Um morguninn hafði einhver samband við lögregluna og kvartaði yfir þessum stóra flutningabíl sem lagt væri þarna við húsið. Lögreglan kom á staðinn og athugaði bílinn, en hann reyndist harðlæstur og ökumaður hvergi sjáanlegur. Þeir tóku því þá ákvörðun að bíða og sjá hvort sökudólgurinn kæmi ekki út úr einhverju húsi þar nærri. En mikil var undrun þeirra þegar bifreiðin fór allt í einu í gang og ók sem leið lá úr stæðinu og áfram á götuna án þess að nokkur hefði farið inn í bílinn. Þeir flýttu sér á eftir honum, og um leið og hann stöðvaði á ákvörðunarstað stukku þeir að bílnum og opnuðu dyrnar. Þá reyndist vera undir stýri þunnhærður miðaldra maður og varð brosmildur þegar þeir spurðu fyrst hvar hann hefði verið. „Nú ég var auðvitað á efri hæðinni,“ sagði ökumaðurinn og brosti enn breiðar.“Verður gerð upp Fjallkirkjan var notuð nokkuð lengi og Ingimar átti hana alla tíð en hann lést árið 2008. „Eftir það eignaðist bróðurdóttir hans bílinn en nokkrir menn sem lengi höfðu unnið hjá Ingimari fengu hann síðan í sína umsjá,“ segir Svavar. Byggð var skemma yfir bílinn og honum ekið var inn í hana undir eigin vélarafli. Ætlunin er að gera Fjallkirkjuna upp en þó er líklegt að það taki þó nokkur ár.
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent