Sjálfstæðismenn pissa í skóinn Aron Leví Beck skrifar 31. maí 2017 11:59 Nýverið héldu sjálfstæðismenn í borginni svokallað Reykjavíkurþing með það að markmiði að móta sér stefnu í borgarmálum ekki síst þá fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sennilega var slíkur stefnumótunarfundur mikilvægur mörgum og tímabær flokknum sem hefur átt í stökustu vandræðum með að skilgreina sig í borgarmálum. Á þinginu var meðal annars ályktað um að endurskoða nokkuð nýlegt Aðalskipulag borgarinnar með þeirri áralöngu, þverfaglegu og þverpólitísku vinnu sem stendur að baki skipulaginu. Þetta finnst þeim sjálfsagt með tilheyrandi kostnaði án þess þó að tilgreina nákvæmlega hvað sé að skipulaginu. Auk þess er ályktað um að leggja svo áherslu á að brjóta land í Grafarvogi, Geldinganesi og Kjalarnesi svo fátt eitt sé nefnt til að þenja borgina út enn frekar. Til lengri tíma var það stefna borgaryfirvalda og annara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að stuðla að dreifðri byggð sem við erum svo nú að súpa seyðið af. Dreifðar borgir eru dýrar borgir. Fyrst og fremst fjárhagslega með tilheyrandi innviðakostnaði, vegaframkvæmdum, fráveitu, almenningssamgöngum og annarri þjónustu. Auk þess er dreifð byggð félagslega dýr þar sem lítið getur verið um mannlíf og hætta er á félagslegri einangrun. Eru þá ótalin umhverfisáhrifin. Í örvæntingafullri leit að stefnumálum hafa sjálfstæðismenn því gripið í kunnugleg stef. Nú á svo sannarlega að pissa aftur í skóinn sinn – dreifa byggð, leggja mislæg gatnamót, forgangsraða í þágu einkabílsins og velta svo óhjákvæmilegum vandanum yfir á komandi kynslóðir sem sitja svo eftir með að stoppa í götin. Nákvæmlega það sama og núverandi borgaryfirvöld eru reyna að gera núna. Húsnæðisskortur höfuðborgarsvæðisins er auðvitað öllum augljós og þá finnst sjálfstæðismönnum lag að leita skammtímalausna. Fyrst og fremst kristallast húsnæðisvandinn í því að á árunum eftir hrun var nánast ekkert byggt og því er verið að vinna upp uppsafnaða þörf á húsnæðismarkaði ásamt því að leiðrétta meinlegar og kostnaðarsamar ákvarðanir fyrri ára í skipulagsmálum borgarinnar. Í ofanálag hefur Reykjavík komist rækilega á heimskortið og er orðinn margfalt vinsælli viðkomustaður ferðamanna en hún var áður. Við þetta er borgin að eiga allt samtímis og lausnin felst ekki í því að dreifa byggðinni lengra út heldur að nota betur núverandi byggt borgarland Reykjavíkur. Gott borgarumhverfi hverfist í kringum það að íbúar hafi alla helstu þjónustu, græn svæði og allt það besta sem borgarlíf hefur uppá að bjóða í sínu nærumhverfi. Það er sá fjölbreytileiki sem gerir borgir góðar. Eins og sakir standa eru 2700 íbúðir á framkvæmdarstigi í Reykjavík ásamt því að síðustu tvö ár hafa verið meðal metára í byggingaframkvæmdum og 2017 verður sennilega enn stærra. Nágrannasveitarfélögin hafa einnig spýtt duglega í lófana og eru öll að vinna að frekari uppbyggingu sem mun koma til með að létta á álaginu. Bakland Sjálfstæðisflokksins hefur svo í kjölfar Reykjavíkurþingsins gengið í að trekkja upp oddvitann sem legið hefur í pólitísku dauðadái síðustu rúmu tvö árin því nú er Halldór Halldórsson óánægður með að fyrirætluð Vogabyggð standi í vegi fyrir einni mögulegri útfærslu á Sundabraut. Halldór virðist þó ekki vera meira með á nótunum en svo að sjálfstæðismenn, með hann í fararbroddi, hafa tekið þátt í mörgum skipulagssamþykktum varðandi Vogahverfið á kjörtímabilinu án þess að vekja máls á legu Sundabrautar. En núna er auðvitað lag þegar kominn er kosningaskjálfti. Í áframhaldinu auðnaðist oddvitanum einnig að stinga niður penna í Viðskiptablaðið þar sem hann í aðra röndina agnúast yfir því að borgin standi ekki nægilega vel þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu A-hluta um 2,6 milljarða en í hina röndina að stinga allt í einu upp á því að Geirsgata verði lögð í stokk. Þrátt fyrir öll ofangreind vandamál sem borgin er að greiða úr stendur hún fjárhagslega merkilega vel en ekki nægilega vel fyrir Halldór sem vill þó engu að síður brjóta borgarbaukinn fyrir stokksframkvæmdir sem seint verða taldar ódýrar. Svona hugmyndir dregur Halldór allt í einu á flot í miðjum framkvæmdum við Hafnartorg vitandi vits að fabúleringar eins og þessar koma alltof seint fram og bæta engu við neitt. Reyndar er alls óvíst að Halldór muni koma til með að leiða flokkinn í borginni í komandi borgarstjórnarkosningum en hefur Eyþór Arnalds verið nefndur sem mögulegur kandídat í hans stað. Eyþór átti meðal annars áhugaverð ummæli í Morgunblaðinu nýverið þar sem hann segir einkabílinn vera „okkar almenningssamgöngur“ og að fjárfesting í Borgarlínunni væri „svipað og að fjárfesta í telex-tækjum fyrir heimilin.“ Skilningur Eyþórs á því hvað sé fornaldarlegt er greinilega nokkuð merkilegur. Sjálfur hefur Eyþór tröllatrú á sjálfkeyrandi bílum sem út af fyrir sig er allt gott og blessað en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að sjálfkeyrandi bílar leysi almenningssamgöngur af hólmi né að sjálfkeyrandi bílar geti létt á samgöngukerfinu yfir höfuð. Sjálfkeyrandi bílar er spennandi framtíðarsýn og stillir upp öðrum og nýjum valmöguleika í samgöngumálum því það er mikilvægt að geta átt valkosti og frelsi um val í samgöngum. Áhugi sjálfstæðismanna á frelsi og valmöguleikum borgaranna virðist því ekki vera meiri en svo að þeir ætli að ákveða fyrir okkur áfram að það sé bíllinn og bara bíllinn sem sé okkar samgöngumáti. Einkabíllinn er og verður áfram einn af þeim valmöguleikum sem borgarbúar geta nýtt sér til að komast milli staða en það hlýtur öllum að vera ljóst að bættar og betur nýttari almenningssamgöngur fría upp verðmætt pláss á vegakerfi borgarinnar fyrir þá sem kjósa sér einkabílinn og í framtíðinni sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því það sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að tromma upp í borgarmálunum. Að halda áfram rándýrri útþenslu á borginni sem engin borg með sjálfsvirðingu setur á oddinn og sér framtíð í. Að grípa í smjörklípur eins og staðsetningu Sundabrautar og að setja Geirsgötu í stokk þegar flokkurinn hefur haft aragrúa tækifæra til að koma sínum skyndilegu áhugamálum að. Síðast en ekki síst að slá allt í einu Borgarlínu útaf borðinu og takmarka valfrelsi borgarbúa í samgöngumálum. Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýverið héldu sjálfstæðismenn í borginni svokallað Reykjavíkurþing með það að markmiði að móta sér stefnu í borgarmálum ekki síst þá fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sennilega var slíkur stefnumótunarfundur mikilvægur mörgum og tímabær flokknum sem hefur átt í stökustu vandræðum með að skilgreina sig í borgarmálum. Á þinginu var meðal annars ályktað um að endurskoða nokkuð nýlegt Aðalskipulag borgarinnar með þeirri áralöngu, þverfaglegu og þverpólitísku vinnu sem stendur að baki skipulaginu. Þetta finnst þeim sjálfsagt með tilheyrandi kostnaði án þess þó að tilgreina nákvæmlega hvað sé að skipulaginu. Auk þess er ályktað um að leggja svo áherslu á að brjóta land í Grafarvogi, Geldinganesi og Kjalarnesi svo fátt eitt sé nefnt til að þenja borgina út enn frekar. Til lengri tíma var það stefna borgaryfirvalda og annara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að stuðla að dreifðri byggð sem við erum svo nú að súpa seyðið af. Dreifðar borgir eru dýrar borgir. Fyrst og fremst fjárhagslega með tilheyrandi innviðakostnaði, vegaframkvæmdum, fráveitu, almenningssamgöngum og annarri þjónustu. Auk þess er dreifð byggð félagslega dýr þar sem lítið getur verið um mannlíf og hætta er á félagslegri einangrun. Eru þá ótalin umhverfisáhrifin. Í örvæntingafullri leit að stefnumálum hafa sjálfstæðismenn því gripið í kunnugleg stef. Nú á svo sannarlega að pissa aftur í skóinn sinn – dreifa byggð, leggja mislæg gatnamót, forgangsraða í þágu einkabílsins og velta svo óhjákvæmilegum vandanum yfir á komandi kynslóðir sem sitja svo eftir með að stoppa í götin. Nákvæmlega það sama og núverandi borgaryfirvöld eru reyna að gera núna. Húsnæðisskortur höfuðborgarsvæðisins er auðvitað öllum augljós og þá finnst sjálfstæðismönnum lag að leita skammtímalausna. Fyrst og fremst kristallast húsnæðisvandinn í því að á árunum eftir hrun var nánast ekkert byggt og því er verið að vinna upp uppsafnaða þörf á húsnæðismarkaði ásamt því að leiðrétta meinlegar og kostnaðarsamar ákvarðanir fyrri ára í skipulagsmálum borgarinnar. Í ofanálag hefur Reykjavík komist rækilega á heimskortið og er orðinn margfalt vinsælli viðkomustaður ferðamanna en hún var áður. Við þetta er borgin að eiga allt samtímis og lausnin felst ekki í því að dreifa byggðinni lengra út heldur að nota betur núverandi byggt borgarland Reykjavíkur. Gott borgarumhverfi hverfist í kringum það að íbúar hafi alla helstu þjónustu, græn svæði og allt það besta sem borgarlíf hefur uppá að bjóða í sínu nærumhverfi. Það er sá fjölbreytileiki sem gerir borgir góðar. Eins og sakir standa eru 2700 íbúðir á framkvæmdarstigi í Reykjavík ásamt því að síðustu tvö ár hafa verið meðal metára í byggingaframkvæmdum og 2017 verður sennilega enn stærra. Nágrannasveitarfélögin hafa einnig spýtt duglega í lófana og eru öll að vinna að frekari uppbyggingu sem mun koma til með að létta á álaginu. Bakland Sjálfstæðisflokksins hefur svo í kjölfar Reykjavíkurþingsins gengið í að trekkja upp oddvitann sem legið hefur í pólitísku dauðadái síðustu rúmu tvö árin því nú er Halldór Halldórsson óánægður með að fyrirætluð Vogabyggð standi í vegi fyrir einni mögulegri útfærslu á Sundabraut. Halldór virðist þó ekki vera meira með á nótunum en svo að sjálfstæðismenn, með hann í fararbroddi, hafa tekið þátt í mörgum skipulagssamþykktum varðandi Vogahverfið á kjörtímabilinu án þess að vekja máls á legu Sundabrautar. En núna er auðvitað lag þegar kominn er kosningaskjálfti. Í áframhaldinu auðnaðist oddvitanum einnig að stinga niður penna í Viðskiptablaðið þar sem hann í aðra röndina agnúast yfir því að borgin standi ekki nægilega vel þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu A-hluta um 2,6 milljarða en í hina röndina að stinga allt í einu upp á því að Geirsgata verði lögð í stokk. Þrátt fyrir öll ofangreind vandamál sem borgin er að greiða úr stendur hún fjárhagslega merkilega vel en ekki nægilega vel fyrir Halldór sem vill þó engu að síður brjóta borgarbaukinn fyrir stokksframkvæmdir sem seint verða taldar ódýrar. Svona hugmyndir dregur Halldór allt í einu á flot í miðjum framkvæmdum við Hafnartorg vitandi vits að fabúleringar eins og þessar koma alltof seint fram og bæta engu við neitt. Reyndar er alls óvíst að Halldór muni koma til með að leiða flokkinn í borginni í komandi borgarstjórnarkosningum en hefur Eyþór Arnalds verið nefndur sem mögulegur kandídat í hans stað. Eyþór átti meðal annars áhugaverð ummæli í Morgunblaðinu nýverið þar sem hann segir einkabílinn vera „okkar almenningssamgöngur“ og að fjárfesting í Borgarlínunni væri „svipað og að fjárfesta í telex-tækjum fyrir heimilin.“ Skilningur Eyþórs á því hvað sé fornaldarlegt er greinilega nokkuð merkilegur. Sjálfur hefur Eyþór tröllatrú á sjálfkeyrandi bílum sem út af fyrir sig er allt gott og blessað en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að sjálfkeyrandi bílar leysi almenningssamgöngur af hólmi né að sjálfkeyrandi bílar geti létt á samgöngukerfinu yfir höfuð. Sjálfkeyrandi bílar er spennandi framtíðarsýn og stillir upp öðrum og nýjum valmöguleika í samgöngumálum því það er mikilvægt að geta átt valkosti og frelsi um val í samgöngum. Áhugi sjálfstæðismanna á frelsi og valmöguleikum borgaranna virðist því ekki vera meiri en svo að þeir ætli að ákveða fyrir okkur áfram að það sé bíllinn og bara bíllinn sem sé okkar samgöngumáti. Einkabíllinn er og verður áfram einn af þeim valmöguleikum sem borgarbúar geta nýtt sér til að komast milli staða en það hlýtur öllum að vera ljóst að bættar og betur nýttari almenningssamgöngur fría upp verðmætt pláss á vegakerfi borgarinnar fyrir þá sem kjósa sér einkabílinn og í framtíðinni sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því það sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að tromma upp í borgarmálunum. Að halda áfram rándýrri útþenslu á borginni sem engin borg með sjálfsvirðingu setur á oddinn og sér framtíð í. Að grípa í smjörklípur eins og staðsetningu Sundabrautar og að setja Geirsgötu í stokk þegar flokkurinn hefur haft aragrúa tækifæra til að koma sínum skyndilegu áhugamálum að. Síðast en ekki síst að slá allt í einu Borgarlínu útaf borðinu og takmarka valfrelsi borgarbúa í samgöngumálum. Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun