Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2017 12:49 Það má heita til marks um jákvæðni íslenskra neytenda til Costco að jafnvel skordýrin sem koma með ávöxtum og grænmeti eru aufúsugestir. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi tekið Costoco opnum örmum, svo mjög að jafnvel pöddur sem hafa gerst laumufarþegar með grænmetinu sem flutt er til landsins í gámavís á vegum Costco, þykja aufúsugestir. Ýmis dæmi eru um ofsafengin viðbrögð neytenda í gegnum tíðina við því ef pöddur leynast í matvælum.Þessi frásögn er á við handrit að hryllingsmynd - paddan í bjórglasinu. Sem dæmi.En, þetta á ekki við um Costco. Þetta sýnir sig á Facebookhópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ – sem á skömmum tíma hefur orðið einn stærsti Facebookhópur á Íslandi. Stjórnandi hópsins, Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, er reyndar afar virk í að eyða út öllum innleggjum þar sem henni finnst orka tvímælis og eru hugsanlega neikvæð í garð fyrirtækisins. Svo mjög að mörgum þykir nóg um. Hún er þó ekki starfsmaður þess, eins og fram kom í viðtali við Sólveigu Bergland í gær.Ekkert óeðlilegt við það þó pöddur laumi sér með Og, þannig er með langan þráð sem hér er vitnað í og hafður til marks um ofurjákvæðni í garð Costco. Hann fauk í hreingerningu stjórnandans en Vísir tók afrit af þeim fróðlegu umræðum sem lýsa breyttum tímum. Þar sagði ein kona: „Þessi laumaði sér með okkur heim úr Costco,“ og lætur fylgja með broskall sem blikkar glettnislega til lesenda. Með fylgir mynd af maríubjöllu, en þær virðast vera nokkuð áfjáðar í að fljóta með gámum til Íslands. Önnur kona bendir á að ekki sé langt síðan snákur hafi verið á hraðferð um Krónuna og sá hafi komið með grænmeti eða ávöxtum frá útlöndum. Og hún man eftir risakönguló sem faldi sig innan um banana í Bónus. „Ekkert óeðlilegt við að pöddur og dýr laumist með,“ segir hún jákvæð. Af er sem áður var.Til marks um ferskleika Fleiri segjast hafa fengið maríubjöllu í „kaupbæti“ og ein kona bendir á að þetta sýni ferskleika vörunnar. Og karlmaður nokkur slær á létta strengi og segir þá í Costco góða, gæludýr fylgi og það kallar hann góð kaup. Einn annar talar um að þetta sé prótein og gott djúpsteikt. Viðbrögðin eru sem sagt afar jákvæð við þessum myndum af skordýrum sem fylgja grænmetinu og ávöxtunum í Costco. „Það er bara merki um að það sé ekki löðrandi í eitri og vibba,“ segir önnur kona og lætur broskall fylgja. Neytendur Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Bjalla og lirfur í hrökkbrauðspakka: „Bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í vörum frá Sollu“ Helena Svava Hjaltadóttir lenti í heldur óskemmtilegu atviki á fimmtudaginn í seinustu viku þegar hún var að gæða sér á hrökkbrauði frá Himneskri hollustu Sollu Eiríks. 17. apríl 2015 15:30 „Ég hellti bjórnum í glasið og sá þetta stara beint í augun á mér“ Ungur háskólanemi lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um helgina en lét það ekki á sig fá. 20. september 2015 21:17 Dansari fann pöddu í harðfiskspoka: „Paddan er ógeðsleg“ Dansarinn Nikita Bazev fann pöddu skríðandi ofan í poka af harðfiski. Konan hans Hanna Rún lýsir pöddunni í samtali við Vísi. 19. nóvember 2014 17:33 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Óhætt er að segja að Íslendingar hafi tekið Costoco opnum örmum, svo mjög að jafnvel pöddur sem hafa gerst laumufarþegar með grænmetinu sem flutt er til landsins í gámavís á vegum Costco, þykja aufúsugestir. Ýmis dæmi eru um ofsafengin viðbrögð neytenda í gegnum tíðina við því ef pöddur leynast í matvælum.Þessi frásögn er á við handrit að hryllingsmynd - paddan í bjórglasinu. Sem dæmi.En, þetta á ekki við um Costco. Þetta sýnir sig á Facebookhópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ – sem á skömmum tíma hefur orðið einn stærsti Facebookhópur á Íslandi. Stjórnandi hópsins, Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, er reyndar afar virk í að eyða út öllum innleggjum þar sem henni finnst orka tvímælis og eru hugsanlega neikvæð í garð fyrirtækisins. Svo mjög að mörgum þykir nóg um. Hún er þó ekki starfsmaður þess, eins og fram kom í viðtali við Sólveigu Bergland í gær.Ekkert óeðlilegt við það þó pöddur laumi sér með Og, þannig er með langan þráð sem hér er vitnað í og hafður til marks um ofurjákvæðni í garð Costco. Hann fauk í hreingerningu stjórnandans en Vísir tók afrit af þeim fróðlegu umræðum sem lýsa breyttum tímum. Þar sagði ein kona: „Þessi laumaði sér með okkur heim úr Costco,“ og lætur fylgja með broskall sem blikkar glettnislega til lesenda. Með fylgir mynd af maríubjöllu, en þær virðast vera nokkuð áfjáðar í að fljóta með gámum til Íslands. Önnur kona bendir á að ekki sé langt síðan snákur hafi verið á hraðferð um Krónuna og sá hafi komið með grænmeti eða ávöxtum frá útlöndum. Og hún man eftir risakönguló sem faldi sig innan um banana í Bónus. „Ekkert óeðlilegt við að pöddur og dýr laumist með,“ segir hún jákvæð. Af er sem áður var.Til marks um ferskleika Fleiri segjast hafa fengið maríubjöllu í „kaupbæti“ og ein kona bendir á að þetta sýni ferskleika vörunnar. Og karlmaður nokkur slær á létta strengi og segir þá í Costco góða, gæludýr fylgi og það kallar hann góð kaup. Einn annar talar um að þetta sé prótein og gott djúpsteikt. Viðbrögðin eru sem sagt afar jákvæð við þessum myndum af skordýrum sem fylgja grænmetinu og ávöxtunum í Costco. „Það er bara merki um að það sé ekki löðrandi í eitri og vibba,“ segir önnur kona og lætur broskall fylgja.
Neytendur Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Bjalla og lirfur í hrökkbrauðspakka: „Bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í vörum frá Sollu“ Helena Svava Hjaltadóttir lenti í heldur óskemmtilegu atviki á fimmtudaginn í seinustu viku þegar hún var að gæða sér á hrökkbrauði frá Himneskri hollustu Sollu Eiríks. 17. apríl 2015 15:30 „Ég hellti bjórnum í glasið og sá þetta stara beint í augun á mér“ Ungur háskólanemi lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um helgina en lét það ekki á sig fá. 20. september 2015 21:17 Dansari fann pöddu í harðfiskspoka: „Paddan er ógeðsleg“ Dansarinn Nikita Bazev fann pöddu skríðandi ofan í poka af harðfiski. Konan hans Hanna Rún lýsir pöddunni í samtali við Vísi. 19. nóvember 2014 17:33 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12
Bjalla og lirfur í hrökkbrauðspakka: „Bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í vörum frá Sollu“ Helena Svava Hjaltadóttir lenti í heldur óskemmtilegu atviki á fimmtudaginn í seinustu viku þegar hún var að gæða sér á hrökkbrauði frá Himneskri hollustu Sollu Eiríks. 17. apríl 2015 15:30
„Ég hellti bjórnum í glasið og sá þetta stara beint í augun á mér“ Ungur háskólanemi lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um helgina en lét það ekki á sig fá. 20. september 2015 21:17
Dansari fann pöddu í harðfiskspoka: „Paddan er ógeðsleg“ Dansarinn Nikita Bazev fann pöddu skríðandi ofan í poka af harðfiski. Konan hans Hanna Rún lýsir pöddunni í samtali við Vísi. 19. nóvember 2014 17:33