Einn situr eftir í skotgröfunum Þórir Garðarsson skrifar 31. maí 2017 20:54 Upp á síðkastið hafa þingmenn hver á fætur öðrum bakkað frá hugmyndinni um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna á miðju næsta ári. Þeir taka undir að tímasetningin sé arfavitlaus og að hærri virðisaukaskattur skekki samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Einn situr þó sem fastast í skotgröfunum, góði dátinn Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Nú síðast í stjórnmálaumræðum á Alþingi endurtók hann í hundraðasta skipti möntruna um að stærsta atvinnugreinin ætti að vera í sama rekstrarumhverfi og aðrar. En það er vita vonlaust viðmið fyrir atvinnugrein sem er fyrst og fremst í samkeppni um erlenda viðskiptavini. Þeir ferðast bara annað ef þeim ofbýður skattlagningin.Nei, þetta eru ekki skattaívilnanir Áfram hangir fjármálaráðherrann á því að hætta þurfi skattaívilnunum til ferðaþjónustunnar. Þetta er rangt hjá honum. Atvinnugreinin nýtur engra skattaívilnana þó hún fái að keppa við önnur ferðamannalönd á jafnréttisgrundvelli. Nú þegar stendur ferðaþjónustan undir 15% af tekjum ríkissjóðs. Útgjöld vegna ferðamanna eru aðeins brot af þeirri innkomu. Fjármálaráðherrann hrópar upp úr skotgröfunum að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar styrki krónuna svo mjög að hún ógni hag allra útflutningsgreina í landinu. Hækkun virðisaukaskatts eftir eitt ár breytir engu um það núna. Hvers vegna lítur ráðherrann sér ekki nær og talar við Seðlabankann? Aðgerðir og aðgerðaleysi Seðlabankans hafa ekki minni áhrif á styrkingu krónunnar en erlendir ferðamenn. Bankinn er hættur að kaupa gjaldeyri og hann heldur uppi háu vaxtastigi sem heftir útstreymi gjaldeyris og hvetur til vaxtamunarviðskipta.Ríkið sjálft er slóði Eftir tiltalið við Seðlabankann mætti ráðherrann taka til í eigin ranni. Slóðaskapur ríkisstofnana vegna svartrar húsaleigu til ferðamanna og starfsemi óskráðra erlendra fyrirtækja og starfsmanna þeirra hér á landi er yfirþyrmandi. Ríki og sveitarfélög verða af milljarða króna tekjum, íbúðaverð í Reykjavík spennist upp og grafið er undan heiðarlegri starfsemi fyrirtækja sem standa skil á öllu sínu. Mestan áhuga sýnir fjármálaráðherrann samt á að ná meiri fjármunum út úr þeim sem þegar standa skil á sínu.Lifað í sjálfsblekkinguÞegar menn eru búnir að grafa sig djúpt niður í skotgrafir þykir gott að grípa til sjálfsblekkingar til að réttlæta kyrrstöðuna. Fjármálaráðherrann segir að þeir rúmlega 20 milljarðar sem ríkissjóður ætlar að hafa aukalega af erlendum ferðamönnum fari beinustu leið í vasa almennings því lækka eigi hærra þrep virðisaukaskattsins um 1,5%. Hvernig í ósköpunum dettur manninum í hug að eitt og hálft prósent lækkun virðisaukaskatts muni skila sér óskert til neytenda? Hvern er verið að blekkja? Ráðherrann talar mikið um að einfalda skattkerfið. Hvers vegna þá ekki að sýna kjark og ganga alla leið? Stíga skrefið til fulls og taka upp eitt hóflegt þrep virðisaukaskatts og engar undanþágur. Sá skattur gæti verið 15% og allir yrðu sáttir. Slík breyting mundi skila sér öllu betur til neytenda en þau nánast ósýnilegu 1,5% sem ráðgerð eru. Áhætta tekin með almannahagsmuniÍ umræðunum á Alþingi sagði fjármálaráðherra: verum óhrædd við að hugsa málin upp á nýtt. Mikið væri gaman ef hann gerði það sjálfur í þessum efnum. Mikið væri gott ef hann gerði sér grein fyrir því hvers konar áhættu hann er að taka með þessari skotgrafanálgun sinni á rekstrarumhverfi atvinnugreinar sem skilar tæpum 40% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Staða ferðaþjónustunnar er afar viðkvæm um þessar mundir vegna styrkingar krónunnar. Lítið þarf út af að bregða til að ferðahegðun hér á landi breytist á skömmum tíma til hins verra og ferðamenn hætti að hafa efni á að fara út fyrir suðvesturhorn landsins. Svo sannarlega er þar um mikilvæga almannahagsmuni að ræða, ekki síst á landsbyggðinni.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa þingmenn hver á fætur öðrum bakkað frá hugmyndinni um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna á miðju næsta ári. Þeir taka undir að tímasetningin sé arfavitlaus og að hærri virðisaukaskattur skekki samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Einn situr þó sem fastast í skotgröfunum, góði dátinn Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Nú síðast í stjórnmálaumræðum á Alþingi endurtók hann í hundraðasta skipti möntruna um að stærsta atvinnugreinin ætti að vera í sama rekstrarumhverfi og aðrar. En það er vita vonlaust viðmið fyrir atvinnugrein sem er fyrst og fremst í samkeppni um erlenda viðskiptavini. Þeir ferðast bara annað ef þeim ofbýður skattlagningin.Nei, þetta eru ekki skattaívilnanir Áfram hangir fjármálaráðherrann á því að hætta þurfi skattaívilnunum til ferðaþjónustunnar. Þetta er rangt hjá honum. Atvinnugreinin nýtur engra skattaívilnana þó hún fái að keppa við önnur ferðamannalönd á jafnréttisgrundvelli. Nú þegar stendur ferðaþjónustan undir 15% af tekjum ríkissjóðs. Útgjöld vegna ferðamanna eru aðeins brot af þeirri innkomu. Fjármálaráðherrann hrópar upp úr skotgröfunum að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar styrki krónuna svo mjög að hún ógni hag allra útflutningsgreina í landinu. Hækkun virðisaukaskatts eftir eitt ár breytir engu um það núna. Hvers vegna lítur ráðherrann sér ekki nær og talar við Seðlabankann? Aðgerðir og aðgerðaleysi Seðlabankans hafa ekki minni áhrif á styrkingu krónunnar en erlendir ferðamenn. Bankinn er hættur að kaupa gjaldeyri og hann heldur uppi háu vaxtastigi sem heftir útstreymi gjaldeyris og hvetur til vaxtamunarviðskipta.Ríkið sjálft er slóði Eftir tiltalið við Seðlabankann mætti ráðherrann taka til í eigin ranni. Slóðaskapur ríkisstofnana vegna svartrar húsaleigu til ferðamanna og starfsemi óskráðra erlendra fyrirtækja og starfsmanna þeirra hér á landi er yfirþyrmandi. Ríki og sveitarfélög verða af milljarða króna tekjum, íbúðaverð í Reykjavík spennist upp og grafið er undan heiðarlegri starfsemi fyrirtækja sem standa skil á öllu sínu. Mestan áhuga sýnir fjármálaráðherrann samt á að ná meiri fjármunum út úr þeim sem þegar standa skil á sínu.Lifað í sjálfsblekkinguÞegar menn eru búnir að grafa sig djúpt niður í skotgrafir þykir gott að grípa til sjálfsblekkingar til að réttlæta kyrrstöðuna. Fjármálaráðherrann segir að þeir rúmlega 20 milljarðar sem ríkissjóður ætlar að hafa aukalega af erlendum ferðamönnum fari beinustu leið í vasa almennings því lækka eigi hærra þrep virðisaukaskattsins um 1,5%. Hvernig í ósköpunum dettur manninum í hug að eitt og hálft prósent lækkun virðisaukaskatts muni skila sér óskert til neytenda? Hvern er verið að blekkja? Ráðherrann talar mikið um að einfalda skattkerfið. Hvers vegna þá ekki að sýna kjark og ganga alla leið? Stíga skrefið til fulls og taka upp eitt hóflegt þrep virðisaukaskatts og engar undanþágur. Sá skattur gæti verið 15% og allir yrðu sáttir. Slík breyting mundi skila sér öllu betur til neytenda en þau nánast ósýnilegu 1,5% sem ráðgerð eru. Áhætta tekin með almannahagsmuniÍ umræðunum á Alþingi sagði fjármálaráðherra: verum óhrædd við að hugsa málin upp á nýtt. Mikið væri gaman ef hann gerði það sjálfur í þessum efnum. Mikið væri gott ef hann gerði sér grein fyrir því hvers konar áhættu hann er að taka með þessari skotgrafanálgun sinni á rekstrarumhverfi atvinnugreinar sem skilar tæpum 40% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Staða ferðaþjónustunnar er afar viðkvæm um þessar mundir vegna styrkingar krónunnar. Lítið þarf út af að bregða til að ferðahegðun hér á landi breytist á skömmum tíma til hins verra og ferðamenn hætti að hafa efni á að fara út fyrir suðvesturhorn landsins. Svo sannarlega er þar um mikilvæga almannahagsmuni að ræða, ekki síst á landsbyggðinni.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun