Átta hundruð íbúðir í Skerjafjörðinn Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 07:00 Uppbyggingin í Skerjafirði verður meðal annars þar sem gamla neyðarbrautin var. Í Skerjafirði hefst fljótlega samkeppni um uppbyggingu 800 íbúða auk atvinnuhúsnæðis. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, á föstudag. Fimm arkitektastofum hefur verið boðið að vinna tillögu að rammaskipulagi svæðisins en á því er meðal annars gömlu neyðarbrautina að finna. Fram kom í máli borgarstjóra að borgin væri sennilega á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögunni. Hann ítrekaði þó að húsnæðisuppbygging í fermetrum talið væri meiri en uppbygging atvinnuhúsnæðis. „Við höfum líklega aldrei í sögu borgarinnar verið með jafn mikið af atvinnulóðum til reiðu,“ sagði Dagur á fundinum. Þá telur hann rauða þráðinn í uppbyggingu á fjölda svæða vera lifandi jarðhæðir, það er uppbygging íbúða með verslun eða þjónustu á jarðhæðinni. Eitt stærsta uppbyggingarsvæðið er við Ártúnshöfða, um 4.500 íbúðir, og umtalsvert atvinnuhúsnæði. Einnig má nefna Hörpureitinn og svæðið í kring sem mun að mörgu leyti umbreyta borgarmyndinni, en þar verður byggt 250 herbergja hótel. Áætluð verklok eru 2019. Húsin við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka voru verða rifin og uppbygging þar á 48 þúsund fermetra svæði. Þar er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu.Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað vegna uppbyggingu Hafnartorgs og Hörpureits.vísir/eyþórSprengisandur gæti vikið Dagur benti á húsnæðið við Bústaðaveg 151 í ávarpinu. Þar er verið að leggja af hesthúsabyggð. Skipulagstillaga verður lögð fram í sumar. Svæðið er tilbúið í deiliskipulagsauglýsingu sem fer út fljótlega. Hann benti á að svæðið lægi mjög vel við stofnbrautum. „Um 207 milljarðar eru að fara í fjárfestingu í Vatnsmýrinni, mikið tengt þekkingariðnaði,“ sagði Dagur í ávarpinu. Þar verða nýjar höfuðstöðvar CCP svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin í borginni teygir sig víða. Hugsanlega verður bætt við atvinnulóðum í Hádegismóum því þær eru uppseldar að öðru leyti. Hótel halda áfram að rísa, Dagur benti á að þekkt áform um uppbyggingu væru um 4.000 herbergi. „Við sjáum fyrir okkur tvöföldun á hótelherbergjum. Staðfest verkefni í samþykktu skipulagi eru þegar um 2.800 og eru 1.500 í þróun.“ Dagur sagði borgaryfirvöld áskilja sér rétt til að beina hótelum frá stöðum þar sem mörg hótel eru fyrir og að Borgarlínan væri forsenda þess að öll þessi uppbygging gæti átt sér stað. „Það er lykilatriði í að þróa borgina án þess að umferðarkerfið springi.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Í Skerjafirði hefst fljótlega samkeppni um uppbyggingu 800 íbúða auk atvinnuhúsnæðis. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, á föstudag. Fimm arkitektastofum hefur verið boðið að vinna tillögu að rammaskipulagi svæðisins en á því er meðal annars gömlu neyðarbrautina að finna. Fram kom í máli borgarstjóra að borgin væri sennilega á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögunni. Hann ítrekaði þó að húsnæðisuppbygging í fermetrum talið væri meiri en uppbygging atvinnuhúsnæðis. „Við höfum líklega aldrei í sögu borgarinnar verið með jafn mikið af atvinnulóðum til reiðu,“ sagði Dagur á fundinum. Þá telur hann rauða þráðinn í uppbyggingu á fjölda svæða vera lifandi jarðhæðir, það er uppbygging íbúða með verslun eða þjónustu á jarðhæðinni. Eitt stærsta uppbyggingarsvæðið er við Ártúnshöfða, um 4.500 íbúðir, og umtalsvert atvinnuhúsnæði. Einnig má nefna Hörpureitinn og svæðið í kring sem mun að mörgu leyti umbreyta borgarmyndinni, en þar verður byggt 250 herbergja hótel. Áætluð verklok eru 2019. Húsin við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka voru verða rifin og uppbygging þar á 48 þúsund fermetra svæði. Þar er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu.Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað vegna uppbyggingu Hafnartorgs og Hörpureits.vísir/eyþórSprengisandur gæti vikið Dagur benti á húsnæðið við Bústaðaveg 151 í ávarpinu. Þar er verið að leggja af hesthúsabyggð. Skipulagstillaga verður lögð fram í sumar. Svæðið er tilbúið í deiliskipulagsauglýsingu sem fer út fljótlega. Hann benti á að svæðið lægi mjög vel við stofnbrautum. „Um 207 milljarðar eru að fara í fjárfestingu í Vatnsmýrinni, mikið tengt þekkingariðnaði,“ sagði Dagur í ávarpinu. Þar verða nýjar höfuðstöðvar CCP svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin í borginni teygir sig víða. Hugsanlega verður bætt við atvinnulóðum í Hádegismóum því þær eru uppseldar að öðru leyti. Hótel halda áfram að rísa, Dagur benti á að þekkt áform um uppbyggingu væru um 4.000 herbergi. „Við sjáum fyrir okkur tvöföldun á hótelherbergjum. Staðfest verkefni í samþykktu skipulagi eru þegar um 2.800 og eru 1.500 í þróun.“ Dagur sagði borgaryfirvöld áskilja sér rétt til að beina hótelum frá stöðum þar sem mörg hótel eru fyrir og að Borgarlínan væri forsenda þess að öll þessi uppbygging gæti átt sér stað. „Það er lykilatriði í að þróa borgina án þess að umferðarkerfið springi.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira