Willum Þór: Við verðum bara betri Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2017 23:15 Willum Þór er þjálfari KR. vísir/andri marinó Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. „Mér fannst við spila feykilega vel stærstan hluta fyrri hálfleiks, þar til kannski á kafla undir lok hálfleiksins þar sem vörnin fór aðeins úr skipulagi og við vorum teknir flatir í tví- eða þrígang.“ „Þeir ná inn einu marki þar sem við héldum að Kristinn Ingi væri rangstæður, sem hann var svo sannarlega, en svo kemur seinna hlaupið og ég skal ekkert sverja fyrir það hvort Sigurður Egill hafi verið rangstæður. En við eigum auðvitað ekkert að stoppa heldur halda áfram þar til flautan gellur,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. KR-liðið byrjaði mun betur en Valsmenn og hefðu vel getað skorað mörk í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við eiga miklu meira inni eftir fyrri hálfleikinn en að vera 2-0 undir. Við yfirspiluðum Valsliðið fyrstu 25 mínútur leiksins og spilum feykivel, við verðum að horfa á það. Við gáfumst heldur ekki upp og höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað. Ég er feykilega sáttur með spilamennskuna en þeir refsuðu okkur grimmilega því þeir eru með frábært lið.“ Óskar Örn Hauksson misnotaði vítaspyrnu á 22.mínútu þegar hann þrumaði í stöngina og í kjölfarið tóku Valsmenn yfir og fengu nokkur góð færi. „Það er akkúrat í kjölfarið á því sem þessi skrýtni kafli kom, sérstaklega í varnarleikinn hjá okkur. Það má vel vera að það hafi slegið okkur út af laginu. Við eigum að vera það sterkir að við náum að yfirstíga það og við gerðum það í síðari hálfleiknum.“ Willum ræddi aðeins við fjórða dómara leiksins á meðan á leiknum stóð en hann virtist vera ósáttur með það að Valsarinn Haukur Páll Sigurðsson fengi ekki gult spjald í fleiri en eitt skipti. „Við erum í sókn og hann (Þóroddur Hjaltalín dómari) lætur leikinn halda áfram eftir brot hjá Hauki Páli og ég spyr þá einfaldlega hvort þeir ætli að gleyma honum. Mér fannst það verðskulda spjald sem hefði kannski stoppað hann í að ganga jafn vasklega fram og hann gerði í síðari hálfleik. En ég kvarta ekkert undan því að menn gangi vasklega fram,“ sagði Willum Þór. KR-ingar eru komnir með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, eftir sigra gegn Víkingi Ólafsvík og ÍA en töp gegn Víkingum og Val. „Ég met stöðuna þannig að við erum að spila feykilega vel og það er góður bragur á liðinu. Við verðum bara betri,“ sagði Willum Þór að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. „Mér fannst við spila feykilega vel stærstan hluta fyrri hálfleiks, þar til kannski á kafla undir lok hálfleiksins þar sem vörnin fór aðeins úr skipulagi og við vorum teknir flatir í tví- eða þrígang.“ „Þeir ná inn einu marki þar sem við héldum að Kristinn Ingi væri rangstæður, sem hann var svo sannarlega, en svo kemur seinna hlaupið og ég skal ekkert sverja fyrir það hvort Sigurður Egill hafi verið rangstæður. En við eigum auðvitað ekkert að stoppa heldur halda áfram þar til flautan gellur,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. KR-liðið byrjaði mun betur en Valsmenn og hefðu vel getað skorað mörk í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við eiga miklu meira inni eftir fyrri hálfleikinn en að vera 2-0 undir. Við yfirspiluðum Valsliðið fyrstu 25 mínútur leiksins og spilum feykivel, við verðum að horfa á það. Við gáfumst heldur ekki upp og höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað. Ég er feykilega sáttur með spilamennskuna en þeir refsuðu okkur grimmilega því þeir eru með frábært lið.“ Óskar Örn Hauksson misnotaði vítaspyrnu á 22.mínútu þegar hann þrumaði í stöngina og í kjölfarið tóku Valsmenn yfir og fengu nokkur góð færi. „Það er akkúrat í kjölfarið á því sem þessi skrýtni kafli kom, sérstaklega í varnarleikinn hjá okkur. Það má vel vera að það hafi slegið okkur út af laginu. Við eigum að vera það sterkir að við náum að yfirstíga það og við gerðum það í síðari hálfleiknum.“ Willum ræddi aðeins við fjórða dómara leiksins á meðan á leiknum stóð en hann virtist vera ósáttur með það að Valsarinn Haukur Páll Sigurðsson fengi ekki gult spjald í fleiri en eitt skipti. „Við erum í sókn og hann (Þóroddur Hjaltalín dómari) lætur leikinn halda áfram eftir brot hjá Hauki Páli og ég spyr þá einfaldlega hvort þeir ætli að gleyma honum. Mér fannst það verðskulda spjald sem hefði kannski stoppað hann í að ganga jafn vasklega fram og hann gerði í síðari hálfleik. En ég kvarta ekkert undan því að menn gangi vasklega fram,“ sagði Willum Þór. KR-ingar eru komnir með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, eftir sigra gegn Víkingi Ólafsvík og ÍA en töp gegn Víkingum og Val. „Ég met stöðuna þannig að við erum að spila feykilega vel og það er góður bragur á liðinu. Við verðum bara betri,“ sagði Willum Þór að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Sigurbjörn: Erum ekkert að spá í liðunum í kring Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í með 2-0 sigrinum á KR en sagði að KR-ingarnir hefðu verið sterkari að mörgu leyti í kvöld. 22. maí 2017 22:21
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Valsmenn hlupu framhjá KR-ingum Valsmenn settust við hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla eftir heimasigur á nágrönnunum og erkifjendunum úr Vesturbænum. 22. maí 2017 23:00